Könnun Vörðu kallar á tafarlausar aðgerðir Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Finnbjörn A. Hermannsson skrifa 4. maí 2023 07:00 Ný könnun Vörðu-Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins staðfestir versnandi afkomu launafólks og þá lífsgæðaskerðingu sem vaxandi ójöfnuður og aðgerðaleysi stjórnvalda hefur í för með sér. Rannsóknin endurspeglar áherslur verkalýðshreyfingarinnar um mikilvægi þess að stjórnvöld styðji við þá hópa sem standa verst og kallar á tafarlausar aðgerðir. Þetta er í þriðja skiptið sem Varða leggur spurningakönnun fyrir fólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Fyrri kannanir Vörðu hafa vakið verðskuldaða athygli enda hafa þær leitt í ljós alvarlegar brotalamir í samfélaginu; erfiða afkomu og beinan skort, versnandi andlega líðan tiltekinna hópa og jaðarsetningu innflytjenda. Þátttakan nú var hin mesta til þessa og rannsóknin veitir okkur mikilvægar samtímaupplýsingarnar um stöðu og kjör launafólks. Sláandi niðurstöður Rannsóknin sýnir að tæplega helmingur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman og fer það hlutfall sífellt vaxandi. Einstæðir foreldrar búa við afar erfið kjör sem marka má af því að rúmlega 60% þeirra kveðast eiga erfitt með að ná endum saman. Ríflega helmingur einstæðra mæðra og ungra kvenna býr við slæma andlega heilsu. Rannsóknin staðfestir enn og aftur erfiða stöðu innflytjenda á Íslandi. Hátt hlutfall þeirra býr við fátækt og andlega vanlíðan. Tæpast kemur á óvart að þeim fer fjölgandi sem búa við þunga byrði vegna húsnæðiskostnaðar. Verðbólga, vaxtahækkanir og skortur á húsnæði gerir það að verkum að sífellt hærra hlutfall fólks býr við þunga byrði húsnæðiskostnaðar, fólk í eigin húsnæði fjölgar í þeim hópi en staða leigjenda er eftir sem áður langverst. Í húsnæðismálum landsmanna blasir nú við neyðarástand. Kannanir Vörðu leiða skýrlega í ljós hvaða hópar það eru sem bera þyngstu byrðarnar og það eru einstæðir foreldrar, leigjendur, innflytjendur og ungt fólk. Konur koma verr út en karlar á öllum heildarmælikvörðum um fjárhagslega stöðu. Aðgerðaleysi stjórnvalda Í nágrannaríkjum okkar eins og víðast hvar á Vesturlöndum hafa stjórnvöld gripið til margvíslegra aðgerða til að lina þá afkomukreppu sem þjakar almenning. Hér á landi hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki gripið til neinna sértækra aðgerða til að bregðast við vandanum sem blasir við. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er engar aðgerðir að finna sem bætt geta afkomu heimila á næstu mánuðum, engin áform um viðbrögð við verðhækkunum, ekkert um skattlagningu ofurlauna og fjármagnstekna og ekkert um að þjóðin fái notið afraksturs auðlinda sinna. Við krefjumst þess að stjórnvöld svari kalli verkalýðshreyfingarinnar um tafarlausar aðgerðir í húsnæðismálum, í stuðningi við barnafjölskyldur og styrkingu velferðarkerfisins. Við höfum gögnin, þau hafa tækin, nú skortir bara viljann. Sonja Ýr er formaður BSRB, Finnbjörn forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Finnbjörn A. Hermannsson Kjaramál Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Ný könnun Vörðu-Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins staðfestir versnandi afkomu launafólks og þá lífsgæðaskerðingu sem vaxandi ójöfnuður og aðgerðaleysi stjórnvalda hefur í för með sér. Rannsóknin endurspeglar áherslur verkalýðshreyfingarinnar um mikilvægi þess að stjórnvöld styðji við þá hópa sem standa verst og kallar á tafarlausar aðgerðir. Þetta er í þriðja skiptið sem Varða leggur spurningakönnun fyrir fólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Fyrri kannanir Vörðu hafa vakið verðskuldaða athygli enda hafa þær leitt í ljós alvarlegar brotalamir í samfélaginu; erfiða afkomu og beinan skort, versnandi andlega líðan tiltekinna hópa og jaðarsetningu innflytjenda. Þátttakan nú var hin mesta til þessa og rannsóknin veitir okkur mikilvægar samtímaupplýsingarnar um stöðu og kjör launafólks. Sláandi niðurstöður Rannsóknin sýnir að tæplega helmingur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman og fer það hlutfall sífellt vaxandi. Einstæðir foreldrar búa við afar erfið kjör sem marka má af því að rúmlega 60% þeirra kveðast eiga erfitt með að ná endum saman. Ríflega helmingur einstæðra mæðra og ungra kvenna býr við slæma andlega heilsu. Rannsóknin staðfestir enn og aftur erfiða stöðu innflytjenda á Íslandi. Hátt hlutfall þeirra býr við fátækt og andlega vanlíðan. Tæpast kemur á óvart að þeim fer fjölgandi sem búa við þunga byrði vegna húsnæðiskostnaðar. Verðbólga, vaxtahækkanir og skortur á húsnæði gerir það að verkum að sífellt hærra hlutfall fólks býr við þunga byrði húsnæðiskostnaðar, fólk í eigin húsnæði fjölgar í þeim hópi en staða leigjenda er eftir sem áður langverst. Í húsnæðismálum landsmanna blasir nú við neyðarástand. Kannanir Vörðu leiða skýrlega í ljós hvaða hópar það eru sem bera þyngstu byrðarnar og það eru einstæðir foreldrar, leigjendur, innflytjendur og ungt fólk. Konur koma verr út en karlar á öllum heildarmælikvörðum um fjárhagslega stöðu. Aðgerðaleysi stjórnvalda Í nágrannaríkjum okkar eins og víðast hvar á Vesturlöndum hafa stjórnvöld gripið til margvíslegra aðgerða til að lina þá afkomukreppu sem þjakar almenning. Hér á landi hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki gripið til neinna sértækra aðgerða til að bregðast við vandanum sem blasir við. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er engar aðgerðir að finna sem bætt geta afkomu heimila á næstu mánuðum, engin áform um viðbrögð við verðhækkunum, ekkert um skattlagningu ofurlauna og fjármagnstekna og ekkert um að þjóðin fái notið afraksturs auðlinda sinna. Við krefjumst þess að stjórnvöld svari kalli verkalýðshreyfingarinnar um tafarlausar aðgerðir í húsnæðismálum, í stuðningi við barnafjölskyldur og styrkingu velferðarkerfisins. Við höfum gögnin, þau hafa tækin, nú skortir bara viljann. Sonja Ýr er formaður BSRB, Finnbjörn forseti ASÍ.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun