Dregur úr frelsi fjölmiðla um allan heim Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 3. maí 2023 07:49 Víðast hvar virðist fjölmiðlafrelsi vera á undanhaldi. Paul Zinken/Getty Images Fjölmiðlar eiga undir högg að sækja í fleiri ríkjum nú um stundir en nokkru sinni áður ef marka má árlega skýrslu um frelsi fjölmiðla. Skýrsluhöfundar segja að á síðasta ári hafi staðan verið grafalvarleg þegar kemur að fjölmiðlafrelsi í þrjátíu og einu landi. Sú tala hefur aldrei verið hærri og fjölgar löndunum sem beita fjölmiðla ýmisskonar þvingunum um tíu á aðeins tveimur árum. Aukinn þrýstingur frá stjórnvöldum í garð fjölmiðla, upplýsingaóreiða og áróður hefur þrengt stöðuna fyrir fjölmiðla víða um heim segja skýrsluhöfundar, en skýrslan er unnin af samtökunum Fréttamenn án landamæra. Í dag er alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis og er hann nú haldinn hátíðlegur í þrítugasta sinn. En skýrslan sýnir glöggt að víða er pottur brotinn. Þannig er ástandið sagt slæmt í sjö af hverjum tíu löndum heimsins en viðunandi í aðeins þremur af hverjum tíu. Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að áttatíu og fimm prósent jarðarbúa búi á svæðum þar sem dregið hafi úr frelsi fjölmiðla á síðastliðnum fimm árum. Skýrslan tekur til 180 landa og svæða og leggur mælistiku á möguleika fréttafólks til að segja fréttir án þrýstings frá ríkinu og án þess að þurfa að óttast um heilsu sína. Ísland niður um þrjú sæti Þegar litið er til Íslands segja skýrsluhöfundar að þar halli aðeins undan fæti. Ísland lendir í átjánda sæti þegar kemur að fjölmiðlafrelsi af löndunum 180 en var í fimmtánda sæti í fyrra. Í umsögn segir að á Íslandi sé lagaumhverfi fjölmiðlum hliðhollt auk þess sem almenningur beri traust til fjölmiðlanna. Viðmælendur skýrsluhöfunda segja þó að frá árinu 2020 hafi róðurinn þyngst, ekki aðeins vegna smæðar markaðarins og minnkandi auglýsingatekna, heldur er einnig vísað í herferð Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um spillingarmáli fyrirtækisins í Namibíu. Efstu sætin þegar kemur að fjölmiðlafrelsi skipa hinsvegar hin Norðurlöndin og Írland. Fjölmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Skýrsluhöfundar segja að á síðasta ári hafi staðan verið grafalvarleg þegar kemur að fjölmiðlafrelsi í þrjátíu og einu landi. Sú tala hefur aldrei verið hærri og fjölgar löndunum sem beita fjölmiðla ýmisskonar þvingunum um tíu á aðeins tveimur árum. Aukinn þrýstingur frá stjórnvöldum í garð fjölmiðla, upplýsingaóreiða og áróður hefur þrengt stöðuna fyrir fjölmiðla víða um heim segja skýrsluhöfundar, en skýrslan er unnin af samtökunum Fréttamenn án landamæra. Í dag er alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis og er hann nú haldinn hátíðlegur í þrítugasta sinn. En skýrslan sýnir glöggt að víða er pottur brotinn. Þannig er ástandið sagt slæmt í sjö af hverjum tíu löndum heimsins en viðunandi í aðeins þremur af hverjum tíu. Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að áttatíu og fimm prósent jarðarbúa búi á svæðum þar sem dregið hafi úr frelsi fjölmiðla á síðastliðnum fimm árum. Skýrslan tekur til 180 landa og svæða og leggur mælistiku á möguleika fréttafólks til að segja fréttir án þrýstings frá ríkinu og án þess að þurfa að óttast um heilsu sína. Ísland niður um þrjú sæti Þegar litið er til Íslands segja skýrsluhöfundar að þar halli aðeins undan fæti. Ísland lendir í átjánda sæti þegar kemur að fjölmiðlafrelsi af löndunum 180 en var í fimmtánda sæti í fyrra. Í umsögn segir að á Íslandi sé lagaumhverfi fjölmiðlum hliðhollt auk þess sem almenningur beri traust til fjölmiðlanna. Viðmælendur skýrsluhöfunda segja þó að frá árinu 2020 hafi róðurinn þyngst, ekki aðeins vegna smæðar markaðarins og minnkandi auglýsingatekna, heldur er einnig vísað í herferð Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um spillingarmáli fyrirtækisins í Namibíu. Efstu sætin þegar kemur að fjölmiðlafrelsi skipa hinsvegar hin Norðurlöndin og Írland.
Fjölmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira