Krefjast þess að ákvörðunin verði endurskoðuð Bjarki Sigurðsson skrifar 30. apríl 2023 09:19 Héraðsskjalasafn Kópavogs hefur verið til húsa á Digranesvegi 7 frá árinu 2012. Kópavogsbær Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi hefur lýst furðu sinni á samþykktum sem gerðar voru nýlegar á fundi bæjarstjórnar í sveitarfélaginu er varða starfsemi menningarhúsa í bænum. Er þess krafist að ákvarðanirnar verði endurskoðaðar. Fyrr í vikunni ákvað bæjarstjórn að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Sömuleiðis var samþykkt að fækka stöðugildum menningarhúsa bæjarins úr 33 í 29. Að mati stjórnar Vinstri grænna í Kópavogi er þessi ákvörðun óvönduð og hefur flokkurinn lýst andstöðu við þessa ákvörðun. Flokkurinn er ekki með mann í bæjarstjórninni eftir að hafa fengið 5,1 prósent atkvæða í síðustu kosningum en tekur undir með minnihluta Viðreisnar, Pírata, Samfylkingarinnar og Vina Kópavogs. „Erfitt er að meta allar þær ákvarðanir sem þarna voru teknar með samþykkt tólf tillagna bæjarstjóra á grundvelli greiningar fyrirtækisins KPMG. En ástæða er til að vísa til bókunar minnihlutans þar sem meðal annars segir: „Allar tillögur bæjarstjóra eru ótækar til ákvörðunar í bæjarstjórn vegna skorts á nauðsynlegum upplýsingum.“,“ segir í tilkynningu frá stjórn VG. Segir í tilkynningunni að lítið samráð hafi verið haft við forstöðumenn menningarhúsanna í bæjarfélaginu. Þá séu svona stofnanir í sífelldri þróun og því sé það ekki eðlilegt að taka svo stórar ákvarðanir án samráðs. „Góð skjalavarsla er gífurlega mikilvæg í daglegum rekstri bæjarfélagsins og forkastanlegt að leggja þessa mikilvægu stjórnsýsludeild bæjarins niður og fela starfsemi þess Þjóðskjalasafni Íslands, enda virðist enginn undirbúningur hafa verið unninn að því,“ segir í tilkynningunni. Er þess krafist að endurskipulagning á starfsemi menningarhúsa bæjarins sé framkvæmd í samstarfi og sátt við starfsfólk. „Stjórn VG í Kópavogi tekur undir með minnihluta bæjarstjórnar sem greiddi atkvæði gegn þessari ákvörðun og skorar á meirihlutann að endurskoða hana,“ segir í tilkynningunni. Kópavogur Söfn Vinstri græn Menning Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Fyrr í vikunni ákvað bæjarstjórn að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Sömuleiðis var samþykkt að fækka stöðugildum menningarhúsa bæjarins úr 33 í 29. Að mati stjórnar Vinstri grænna í Kópavogi er þessi ákvörðun óvönduð og hefur flokkurinn lýst andstöðu við þessa ákvörðun. Flokkurinn er ekki með mann í bæjarstjórninni eftir að hafa fengið 5,1 prósent atkvæða í síðustu kosningum en tekur undir með minnihluta Viðreisnar, Pírata, Samfylkingarinnar og Vina Kópavogs. „Erfitt er að meta allar þær ákvarðanir sem þarna voru teknar með samþykkt tólf tillagna bæjarstjóra á grundvelli greiningar fyrirtækisins KPMG. En ástæða er til að vísa til bókunar minnihlutans þar sem meðal annars segir: „Allar tillögur bæjarstjóra eru ótækar til ákvörðunar í bæjarstjórn vegna skorts á nauðsynlegum upplýsingum.“,“ segir í tilkynningu frá stjórn VG. Segir í tilkynningunni að lítið samráð hafi verið haft við forstöðumenn menningarhúsanna í bæjarfélaginu. Þá séu svona stofnanir í sífelldri þróun og því sé það ekki eðlilegt að taka svo stórar ákvarðanir án samráðs. „Góð skjalavarsla er gífurlega mikilvæg í daglegum rekstri bæjarfélagsins og forkastanlegt að leggja þessa mikilvægu stjórnsýsludeild bæjarins niður og fela starfsemi þess Þjóðskjalasafni Íslands, enda virðist enginn undirbúningur hafa verið unninn að því,“ segir í tilkynningunni. Er þess krafist að endurskipulagning á starfsemi menningarhúsa bæjarins sé framkvæmd í samstarfi og sátt við starfsfólk. „Stjórn VG í Kópavogi tekur undir með minnihluta bæjarstjórnar sem greiddi atkvæði gegn þessari ákvörðun og skorar á meirihlutann að endurskoða hana,“ segir í tilkynningunni.
Kópavogur Söfn Vinstri græn Menning Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira