Vopnahlé brotið í Súdan Bjarki Sigurðsson skrifar 29. apríl 2023 10:00 Fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa landið, þar á meðal þessir Palestínumenn sem flúðu í gegnum Egyptaland. AP/Fatima Shbair Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. Á mánudaginn sömdu fylkingar stjórnarhers landsins og uppreisnasveita RSF um 72 klukkustunda vopnahlé. Var það gert svo hægt væri að koma almennum borgurum í landinu til aðstoðar. Það hlé var síðan framlengt um 72 klukkustundir í gær. Þykkur og dökkur reykur lá yfir hluta höfuðborgarinnar Khartoum Í morgun, þar sem greint hefur verið frá loftárásum og byssuskotum. Svipuð staða er uppi í nærliggjandi borgunum Bahri og Ombdurman, að því er segir í frétt Reuters, auk þess sem staðan er sögð sérstaklega slæm í El Geneina í vesturhluta landsins. BBC hefur eftir Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtoga RSF, að hans menn hafi verið stanslaust undir árásum hersins síðan vopnahléið hófst. Þeir muni því ekki semja um annað hlé þar til herinn hættir að skjóta. Reuters greinir frá því að hundruð manna hafi verið drepin á síðustu tveimur vikum í Súdan og hafa tugir þúsunda manna yfirgefið heimili sín. Milljónir manna eru sagðir fastir á svæðum þar sem skortur er á matvælum og eldsneyti. Stjórnvöld í þó nokkrum ríkjum hafa unnið að því að bjarga ríkisborgurum sínum frá Súdan, þar á meðal Frakkland, Þýskaland og Bretland. Súdan Tengdar fréttir Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40 Súdanski herinn sagður hafa rofið vopnahlé Vígasveitir RSF segja súdanska stjórnarherinn hafa rofið vopnahlé sem samþykkt var seint í gærkvöldi. Skothvellir hafa heyrst í höfuðborginni Khartoum og í Omdurman í dag. Bresk stjórnvöld hafa biðlað til ríkisborgara sinna að halda þegar í stað á flugvöll norður af höfuðborginni þaðan sem þeim verður flogið beinustu leið til Kýpur og svo Bretlands. 25. apríl 2023 14:43 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Á mánudaginn sömdu fylkingar stjórnarhers landsins og uppreisnasveita RSF um 72 klukkustunda vopnahlé. Var það gert svo hægt væri að koma almennum borgurum í landinu til aðstoðar. Það hlé var síðan framlengt um 72 klukkustundir í gær. Þykkur og dökkur reykur lá yfir hluta höfuðborgarinnar Khartoum Í morgun, þar sem greint hefur verið frá loftárásum og byssuskotum. Svipuð staða er uppi í nærliggjandi borgunum Bahri og Ombdurman, að því er segir í frétt Reuters, auk þess sem staðan er sögð sérstaklega slæm í El Geneina í vesturhluta landsins. BBC hefur eftir Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtoga RSF, að hans menn hafi verið stanslaust undir árásum hersins síðan vopnahléið hófst. Þeir muni því ekki semja um annað hlé þar til herinn hættir að skjóta. Reuters greinir frá því að hundruð manna hafi verið drepin á síðustu tveimur vikum í Súdan og hafa tugir þúsunda manna yfirgefið heimili sín. Milljónir manna eru sagðir fastir á svæðum þar sem skortur er á matvælum og eldsneyti. Stjórnvöld í þó nokkrum ríkjum hafa unnið að því að bjarga ríkisborgurum sínum frá Súdan, þar á meðal Frakkland, Þýskaland og Bretland.
Súdan Tengdar fréttir Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40 Súdanski herinn sagður hafa rofið vopnahlé Vígasveitir RSF segja súdanska stjórnarherinn hafa rofið vopnahlé sem samþykkt var seint í gærkvöldi. Skothvellir hafa heyrst í höfuðborginni Khartoum og í Omdurman í dag. Bresk stjórnvöld hafa biðlað til ríkisborgara sinna að halda þegar í stað á flugvöll norður af höfuðborginni þaðan sem þeim verður flogið beinustu leið til Kýpur og svo Bretlands. 25. apríl 2023 14:43 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40
Súdanski herinn sagður hafa rofið vopnahlé Vígasveitir RSF segja súdanska stjórnarherinn hafa rofið vopnahlé sem samþykkt var seint í gærkvöldi. Skothvellir hafa heyrst í höfuðborginni Khartoum og í Omdurman í dag. Bresk stjórnvöld hafa biðlað til ríkisborgara sinna að halda þegar í stað á flugvöll norður af höfuðborginni þaðan sem þeim verður flogið beinustu leið til Kýpur og svo Bretlands. 25. apríl 2023 14:43
Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33