„Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 19:18 Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum segir rannsóknir sýna fram á að í löndum þar sem tekin hefur verið upp afglæpavæðing sé fólk líklegra til að hringja á aðstoð í alvarlegum tilfellum. Vísir/Arnar Halldórsson Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. Málefni fólks með fíknivanda hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga en fréttir af fjölmörgum dauðsföllum vegna ofskömmtunar meðal ungs fólks síðustu vikur hafa vakið óhug í samfélaginu. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar Lagt er til að stofnuð verði flýtimóttaka, aðgengi verði tryggt að gegnreyndri lyfjameðferð, neyðarlyfið Naloxon verði ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verði eflt með aukinni fræðslu, forvörnum og heilsueflingu. „Kallar á að allt samfélagið taki höndum saman“ Heilbrigðisráðherra segir að þegar verði hafist handa við að efla þau úrræði sem eru til staðar og jafnframt vinna að nýjum úrræðum. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar.Vísir/Einar „Það kallar á aukna fjármuni í þetta verkefni. Við förum þegar af stað í það, sameiginlega, vegna þess að þetta kallar á að allt samfélagið taki höndum saman,“ segir Willum Þór Þórsson. Mikilvægt inngrip að afglæpavæða neysluskammta Í gær var greint frá því að heilbrigðisráðherra ætlaði sér ekki að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. Þetta orðalag hefur verið gagnrýnt og segir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum, að afglæpavæðing sé skaðaminnkandi aðferð sem auki öryggi fólks til muna. Rannsóknir sýna að fólk sem notar vímuefni, sérstaklega ólögleg vímuefni, veigri sér við að hringja eftir viðbragðsaðstoð í alvarlegum tilfellum eins og þegar ofskömmtun á sér stað, vegna ótta við neikvæðar afleiðingar sem geta fylgt löggjöfinni. „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. „Við megum ekki vera með löggjöf eins og er í dag sem dregur mögulega úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Þess vegna er mjög mikilvægt inngrip að fara að afglæpavæða neysluskammta til þess að auka líkur á að allir í landinu hafi aðgengi að viðbragsþjónustu.“ Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar um þetta málefni. Hann segist þó ætla að taka upp samstarf við dómsmálaráðherra um samræmt verklag lögreglu og heilbrigðisþjónustu. „Um hvernig megi breyta reglum eða fyrst og fremst tryggja það að við séum að þjónusta fólk eins og við raunverulega erum að gera. Formgera það verklag. Það er kannski það sem við ættum að segja að sé afglæpavæðing,“ segir Willum. Við erum fyrst og fremst að leggja áherslu á þjónustu við fárveikt fólk. Fíkn SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Málefni fólks með fíknivanda hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga en fréttir af fjölmörgum dauðsföllum vegna ofskömmtunar meðal ungs fólks síðustu vikur hafa vakið óhug í samfélaginu. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar Lagt er til að stofnuð verði flýtimóttaka, aðgengi verði tryggt að gegnreyndri lyfjameðferð, neyðarlyfið Naloxon verði ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verði eflt með aukinni fræðslu, forvörnum og heilsueflingu. „Kallar á að allt samfélagið taki höndum saman“ Heilbrigðisráðherra segir að þegar verði hafist handa við að efla þau úrræði sem eru til staðar og jafnframt vinna að nýjum úrræðum. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar.Vísir/Einar „Það kallar á aukna fjármuni í þetta verkefni. Við förum þegar af stað í það, sameiginlega, vegna þess að þetta kallar á að allt samfélagið taki höndum saman,“ segir Willum Þór Þórsson. Mikilvægt inngrip að afglæpavæða neysluskammta Í gær var greint frá því að heilbrigðisráðherra ætlaði sér ekki að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. Þetta orðalag hefur verið gagnrýnt og segir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum, að afglæpavæðing sé skaðaminnkandi aðferð sem auki öryggi fólks til muna. Rannsóknir sýna að fólk sem notar vímuefni, sérstaklega ólögleg vímuefni, veigri sér við að hringja eftir viðbragðsaðstoð í alvarlegum tilfellum eins og þegar ofskömmtun á sér stað, vegna ótta við neikvæðar afleiðingar sem geta fylgt löggjöfinni. „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. „Við megum ekki vera með löggjöf eins og er í dag sem dregur mögulega úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Þess vegna er mjög mikilvægt inngrip að fara að afglæpavæða neysluskammta til þess að auka líkur á að allir í landinu hafi aðgengi að viðbragsþjónustu.“ Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar um þetta málefni. Hann segist þó ætla að taka upp samstarf við dómsmálaráðherra um samræmt verklag lögreglu og heilbrigðisþjónustu. „Um hvernig megi breyta reglum eða fyrst og fremst tryggja það að við séum að þjónusta fólk eins og við raunverulega erum að gera. Formgera það verklag. Það er kannski það sem við ættum að segja að sé afglæpavæðing,“ segir Willum. Við erum fyrst og fremst að leggja áherslu á þjónustu við fárveikt fólk.
Fíkn SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26