Ásgeiri brugðið þegar hann heyrði að Íslendingum hafi fjölgað um 3.000 á árinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 11:59 Ásgeir átti varla til orð þegar hann heyrði að Íslendingar væru orðnir fleiri en 390 þúsund talsins. Vísir/skjáskot Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra var brugðið þegar hann fékk að vita það á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun að Íslendingum hafi fjölgað um þrjú þúsund frá áramótum. Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri hafa í morgun setið fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar. Efni fundarins er ný skýrsla peningastefnunefndar Seðlabankans til Alþingis. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent og sagði Ásgeir þessa tölu hafa valdið vonbrigðum. Þau Rannveig hafa farið yfir hverjar ástæður verðbólgunnar séu, til að mynda mikil útgjöld hins opinberra og vinnumarkaðarins, bóla á húsnæðismarkaði og fleira. Hátt húsnæðisverð hefur haft mikil áhrif á verðbólguna undanfarin misseri og framboð ekki annað eftirspurn. „Fólki á Íslandi hefur fjölgað mjög hratt. Þetta er mikið af fólki og mjög mikið af ungu fólki,“ sagði Ásgeir á fundinum. „Fæðingartíðni jókst mjög eftir Hrunið og þetta unga fólk er nú að fara að koma inn á fasteignamarkaðinn þannig að okkur er bara að fjölga mjög hratt. Það er ansi mikið verkefni: Hvernig ætlum við að koma þessu fólki fyrir? Því þá fylgja aðrir þættir, ef við eigum ekki húsnæði fyrir þetta unga fólk þá kannski flytur það úr landi þannig að mér finnst alltaf að fasteignamarkaðurinn hafi ekki náð eftirspurninni.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði þá að Íslendingar séu komnir yfir 390 þúsund en hafi í upphafi árs verið 387 þúsund. „Þá erum við að hækka vexti ofan í þessa miklu aukningu í eftirspurn eftir íbúðum. Það er kannski ekki alveg það sem... já, ég bara, mér er bara hálfbrugðið,“ sagði Ásgeir þá og hló. Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Mannfjöldi Tengdar fréttir Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28. apríl 2023 10:32 Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00 Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri hafa í morgun setið fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar. Efni fundarins er ný skýrsla peningastefnunefndar Seðlabankans til Alþingis. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent og sagði Ásgeir þessa tölu hafa valdið vonbrigðum. Þau Rannveig hafa farið yfir hverjar ástæður verðbólgunnar séu, til að mynda mikil útgjöld hins opinberra og vinnumarkaðarins, bóla á húsnæðismarkaði og fleira. Hátt húsnæðisverð hefur haft mikil áhrif á verðbólguna undanfarin misseri og framboð ekki annað eftirspurn. „Fólki á Íslandi hefur fjölgað mjög hratt. Þetta er mikið af fólki og mjög mikið af ungu fólki,“ sagði Ásgeir á fundinum. „Fæðingartíðni jókst mjög eftir Hrunið og þetta unga fólk er nú að fara að koma inn á fasteignamarkaðinn þannig að okkur er bara að fjölga mjög hratt. Það er ansi mikið verkefni: Hvernig ætlum við að koma þessu fólki fyrir? Því þá fylgja aðrir þættir, ef við eigum ekki húsnæði fyrir þetta unga fólk þá kannski flytur það úr landi þannig að mér finnst alltaf að fasteignamarkaðurinn hafi ekki náð eftirspurninni.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði þá að Íslendingar séu komnir yfir 390 þúsund en hafi í upphafi árs verið 387 þúsund. „Þá erum við að hækka vexti ofan í þessa miklu aukningu í eftirspurn eftir íbúðum. Það er kannski ekki alveg það sem... já, ég bara, mér er bara hálfbrugðið,“ sagði Ásgeir þá og hló.
Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Mannfjöldi Tengdar fréttir Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28. apríl 2023 10:32 Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00 Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28. apríl 2023 10:32
Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00
Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46