Corden stimplaði sig út með hjartnæmum skilaboðum Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2023 07:39 Spjallþáttur hins breska James Corden hefur verið á dagskrá frá árinu 2015. Spjallþáttur breska þáttastjórnadans James Corden lauk göngu sinni í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi eftir átta ár á skjánum. Í þessum síðasta þætti kvaddi Corden áhorfendur, meðal annars aðstoð söngvarans Harry Styles og leikarans Will Ferrell og þá kom Joe Biden Bandaríkjaforseti sérstökum skilaboðum á framfæri. Í þættinum rústuðu þeir Ferrell og Styles borði þáttastjórnandans með sleggju og Biden sendi myndbandsskilaboð þar sem hann sagðist hissa á að Corden „hafi enst í nokkru starfi í heil átta ár“. Biden tilkynnti á dögunum að hann sækist eftir endurkjöri sem forseti og verði hann endurkjörinn má reikna með að hann muni þá sjálfur enst átta ár í sama starfi. Í kveðjuorðum Corden var bæði að finna brandara, hlátur og hjartnæm skilaboð til áhorfanda. Biðlaði hann til bandarískra áhorfenda að láta ekki undan fólki sem reyni að kynda undir óeiningu í samfélaginu. James offers some final thoughts as our final #LateLateShow comes to an end pic.twitter.com/2GbQTQS8kh— The Late Late Show with James Corden (@latelateshow) April 28, 2023 Corden sagði það hafa verið stórt skref fyrir sig og fjölskyldu sína að flytjast til Bandaríkjanna fyrir árum. Börnin tvö hafi verið mjög ung að árum og annað barn hafi svo bæst við á þessum árum. „Við hófum gerð þáttanna með Obama, svo Trump, svo heimsfaraldur og ég hef fylgst með Bandaríkjunum breytast mjög mikið á þessum átta árum. Ég hef séð aukinn klofning og ég hef fundið fyrir aukinni neikvæðni og á ákveðnum tímapunktum sjóða upp úr.“ What... what just happened. pic.twitter.com/oUlORBOojY— The Late Late Show with James Corden (@latelateshow) April 28, 2023 Corden bað svo fólk að muna eftir því hvað Bandaríkin tákna í huga annarra í heiminum. „Allt mitt líf þá hefur þetta ávallt verið staður bjartsýni og gleði. Jú, Bandaríkin hefur galla, svo marga. En sýndu mér land þar sem það á ekki við,“ sagði Corden. Aðrir þáttastjórnendur í bandarísku sjónvarpi – þeir Seth Myers, Jimmy Kimmel, Stephen Colbert, Jimmy Fallon og David Letterman – tóku svo þátt í grínatriði þar sem þeir ræddu hvað tæki nú við hjá Corden og rifust um hver myndi taka við keflinu með Carpool Karaoke – innslags sem hefur notið mikilla vinsælda í þáttum Corden þar sem hann fer á rúntinn, oftast með fræjum söngvurum, og syngur með lögum viðkomandi í bílnum. Corden tók við spjallþættinum af grínistanum og leikaranum Craig Ferguson árið 2015. Þættirnir urðu um 1.200 talsins. Bíó og sjónvarp Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Dramatísk kveðjustund þegar James Corden söng í sínu síðasta bílakarókí Sjónvarpsmaðurinn James Corden hefur sungið sitt síðasta lag í bílakarókí. Þetta er síðasta vika hans sem þáttastjórnandi The Late Late Show. Corden hefur stýrt þættinum frá árinu 2015 en ætlar nú að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands. 25. apríl 2023 16:03 James Corden baðst afsökunar í beinni: „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð“ „Í síðustu viku heyrðust sögur af því að ég væri bannaður á veitingastað,“ sagði þáttastjórnandinn James Corden í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti sínum í gærkvöldi. Eigandi Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar, hafði þá sett Corden í straff frá staðnum. Corden væri að hans mati versti kúnninn í sögu staðarins. 25. október 2022 12:30 Corden aftur velkominn eftir skít og skammir gærdagsins Þáttastjórnandinn og grínistinn James Corden er aftur velkominn á veitingastaðinn Balthazar eftir að hafa beðist afsökunar. Eigandi staðarins setti Corden í straff í gær og lýsti honum sem versta og dónalegasta kúnnanum í 25 ára sögu staðarins. Bannið varði aðeins í nokkrar klukkustundir og grínaðist eigandinn með að aflétta banninu fengi hann að taka við þætti Cordens í níu mánuði. 18. október 2022 11:22 Versti kúnninn í áratugalangri sögu Balthazar Grínistinn James Corden hefur verið settur í straff af eiganda Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar. Hann segir Corden vera versta kúnnann í 25 ára langri sögu staðarins. 17. október 2022 23:49 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Í þættinum rústuðu þeir Ferrell og Styles borði þáttastjórnandans með sleggju og Biden sendi myndbandsskilaboð þar sem hann sagðist hissa á að Corden „hafi enst í nokkru starfi í heil átta ár“. Biden tilkynnti á dögunum að hann sækist eftir endurkjöri sem forseti og verði hann endurkjörinn má reikna með að hann muni þá sjálfur enst átta ár í sama starfi. Í kveðjuorðum Corden var bæði að finna brandara, hlátur og hjartnæm skilaboð til áhorfanda. Biðlaði hann til bandarískra áhorfenda að láta ekki undan fólki sem reyni að kynda undir óeiningu í samfélaginu. James offers some final thoughts as our final #LateLateShow comes to an end pic.twitter.com/2GbQTQS8kh— The Late Late Show with James Corden (@latelateshow) April 28, 2023 Corden sagði það hafa verið stórt skref fyrir sig og fjölskyldu sína að flytjast til Bandaríkjanna fyrir árum. Börnin tvö hafi verið mjög ung að árum og annað barn hafi svo bæst við á þessum árum. „Við hófum gerð þáttanna með Obama, svo Trump, svo heimsfaraldur og ég hef fylgst með Bandaríkjunum breytast mjög mikið á þessum átta árum. Ég hef séð aukinn klofning og ég hef fundið fyrir aukinni neikvæðni og á ákveðnum tímapunktum sjóða upp úr.“ What... what just happened. pic.twitter.com/oUlORBOojY— The Late Late Show with James Corden (@latelateshow) April 28, 2023 Corden bað svo fólk að muna eftir því hvað Bandaríkin tákna í huga annarra í heiminum. „Allt mitt líf þá hefur þetta ávallt verið staður bjartsýni og gleði. Jú, Bandaríkin hefur galla, svo marga. En sýndu mér land þar sem það á ekki við,“ sagði Corden. Aðrir þáttastjórnendur í bandarísku sjónvarpi – þeir Seth Myers, Jimmy Kimmel, Stephen Colbert, Jimmy Fallon og David Letterman – tóku svo þátt í grínatriði þar sem þeir ræddu hvað tæki nú við hjá Corden og rifust um hver myndi taka við keflinu með Carpool Karaoke – innslags sem hefur notið mikilla vinsælda í þáttum Corden þar sem hann fer á rúntinn, oftast með fræjum söngvurum, og syngur með lögum viðkomandi í bílnum. Corden tók við spjallþættinum af grínistanum og leikaranum Craig Ferguson árið 2015. Þættirnir urðu um 1.200 talsins.
Bíó og sjónvarp Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Dramatísk kveðjustund þegar James Corden söng í sínu síðasta bílakarókí Sjónvarpsmaðurinn James Corden hefur sungið sitt síðasta lag í bílakarókí. Þetta er síðasta vika hans sem þáttastjórnandi The Late Late Show. Corden hefur stýrt þættinum frá árinu 2015 en ætlar nú að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands. 25. apríl 2023 16:03 James Corden baðst afsökunar í beinni: „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð“ „Í síðustu viku heyrðust sögur af því að ég væri bannaður á veitingastað,“ sagði þáttastjórnandinn James Corden í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti sínum í gærkvöldi. Eigandi Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar, hafði þá sett Corden í straff frá staðnum. Corden væri að hans mati versti kúnninn í sögu staðarins. 25. október 2022 12:30 Corden aftur velkominn eftir skít og skammir gærdagsins Þáttastjórnandinn og grínistinn James Corden er aftur velkominn á veitingastaðinn Balthazar eftir að hafa beðist afsökunar. Eigandi staðarins setti Corden í straff í gær og lýsti honum sem versta og dónalegasta kúnnanum í 25 ára sögu staðarins. Bannið varði aðeins í nokkrar klukkustundir og grínaðist eigandinn með að aflétta banninu fengi hann að taka við þætti Cordens í níu mánuði. 18. október 2022 11:22 Versti kúnninn í áratugalangri sögu Balthazar Grínistinn James Corden hefur verið settur í straff af eiganda Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar. Hann segir Corden vera versta kúnnann í 25 ára langri sögu staðarins. 17. október 2022 23:49 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Dramatísk kveðjustund þegar James Corden söng í sínu síðasta bílakarókí Sjónvarpsmaðurinn James Corden hefur sungið sitt síðasta lag í bílakarókí. Þetta er síðasta vika hans sem þáttastjórnandi The Late Late Show. Corden hefur stýrt þættinum frá árinu 2015 en ætlar nú að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands. 25. apríl 2023 16:03
James Corden baðst afsökunar í beinni: „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð“ „Í síðustu viku heyrðust sögur af því að ég væri bannaður á veitingastað,“ sagði þáttastjórnandinn James Corden í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti sínum í gærkvöldi. Eigandi Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar, hafði þá sett Corden í straff frá staðnum. Corden væri að hans mati versti kúnninn í sögu staðarins. 25. október 2022 12:30
Corden aftur velkominn eftir skít og skammir gærdagsins Þáttastjórnandinn og grínistinn James Corden er aftur velkominn á veitingastaðinn Balthazar eftir að hafa beðist afsökunar. Eigandi staðarins setti Corden í straff í gær og lýsti honum sem versta og dónalegasta kúnnanum í 25 ára sögu staðarins. Bannið varði aðeins í nokkrar klukkustundir og grínaðist eigandinn með að aflétta banninu fengi hann að taka við þætti Cordens í níu mánuði. 18. október 2022 11:22
Versti kúnninn í áratugalangri sögu Balthazar Grínistinn James Corden hefur verið settur í straff af eiganda Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar. Hann segir Corden vera versta kúnnann í 25 ára langri sögu staðarins. 17. október 2022 23:49