Rússar segja traustið horfið í Norðurskautsráðinu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. apríl 2023 15:22 Korchunov efast um að samstarf við Vesturveldin gangi upp til langrar framtíðar. Norðurskautsráðið Nikolay Korchunov, sendiherra Rússa gagnvart Norðurskautsráðinu segist efast um að samstarf á norðurslóðum sé mögulegt lengur. Allt traust sé horfið. „Það er ekki fýsilegt að koma á langtíma samstarfi við Vesturveldin í Norðurskautsráðinu, jafn vel eftir að það tekur aftur til starfa að fullu af því að traustið er ekki lengur til staðar,“ sagði Korchunov í dag á fundi í Rússlandi um Norðurslóðamálefni, en hann gegnir stöðu formanns fastafulltrúa Rússlands í Norðurskautsráðinu. Rússneski ríkisfjölmiðillinn Tass greindi frá þessu. Auk Rússlands eiga Bandaríkin, Kanada og öll Norðurlöndin sæti í Norðurskautsráðinu. Þar að auki eiga fjölmörg ríki áheyrnarfulltrúa, svo sem Bretland, Þýskaland, Frakkland, Kína, Indland og Japan. Síðasti ráðherrafundurinn fór fram í Reykjavík í maí mánuði árið 2021. Þá tóku Rússar við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Þann 3. mars árið 2022 tilkynntu öll ríki sem hafa fastafulltrúa nema Rússland að þau hygðust ekki mæta á fundi ráðsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hefur virkni ráðsins verið í lamasessi síðan þá, nema í nokkrum afmörkuðum verkefnum sem ríkin sjö sinna án aðkomu Rússa. Norðmenn taka við Korchunov sagði að samskipti Rússlands og Vesturveldanna á norðurslóðum einkenndust af virðingu við málefni svæðisins, sem verður sífellt mikilvægara. Samskiptin væru nú hins vegar öll óformleg. Norðmenn taka við kefli formennskunnar á fundi sem haldinn verður dagana 10. til 11. maí næstkomandi. Ríkin sjö hafa ákveðið að starfa án Rússa í ráðinu. Rússland Norðurslóðir Tengdar fréttir „Ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. 31. janúar 2023 19:44 Meirihluti Norðurskautsráðs fordæmir innrás formannsins Rússlands Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilefnislaus innrás Rússlands í Úkraínu er fordæmd. 3. mars 2022 15:36 Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
„Það er ekki fýsilegt að koma á langtíma samstarfi við Vesturveldin í Norðurskautsráðinu, jafn vel eftir að það tekur aftur til starfa að fullu af því að traustið er ekki lengur til staðar,“ sagði Korchunov í dag á fundi í Rússlandi um Norðurslóðamálefni, en hann gegnir stöðu formanns fastafulltrúa Rússlands í Norðurskautsráðinu. Rússneski ríkisfjölmiðillinn Tass greindi frá þessu. Auk Rússlands eiga Bandaríkin, Kanada og öll Norðurlöndin sæti í Norðurskautsráðinu. Þar að auki eiga fjölmörg ríki áheyrnarfulltrúa, svo sem Bretland, Þýskaland, Frakkland, Kína, Indland og Japan. Síðasti ráðherrafundurinn fór fram í Reykjavík í maí mánuði árið 2021. Þá tóku Rússar við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Þann 3. mars árið 2022 tilkynntu öll ríki sem hafa fastafulltrúa nema Rússland að þau hygðust ekki mæta á fundi ráðsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hefur virkni ráðsins verið í lamasessi síðan þá, nema í nokkrum afmörkuðum verkefnum sem ríkin sjö sinna án aðkomu Rússa. Norðmenn taka við Korchunov sagði að samskipti Rússlands og Vesturveldanna á norðurslóðum einkenndust af virðingu við málefni svæðisins, sem verður sífellt mikilvægara. Samskiptin væru nú hins vegar öll óformleg. Norðmenn taka við kefli formennskunnar á fundi sem haldinn verður dagana 10. til 11. maí næstkomandi. Ríkin sjö hafa ákveðið að starfa án Rússa í ráðinu.
Rússland Norðurslóðir Tengdar fréttir „Ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. 31. janúar 2023 19:44 Meirihluti Norðurskautsráðs fordæmir innrás formannsins Rússlands Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilefnislaus innrás Rússlands í Úkraínu er fordæmd. 3. mars 2022 15:36 Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
„Ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. 31. janúar 2023 19:44
Meirihluti Norðurskautsráðs fordæmir innrás formannsins Rússlands Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilefnislaus innrás Rússlands í Úkraínu er fordæmd. 3. mars 2022 15:36
Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16