Rússar segja traustið horfið í Norðurskautsráðinu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. apríl 2023 15:22 Korchunov efast um að samstarf við Vesturveldin gangi upp til langrar framtíðar. Norðurskautsráðið Nikolay Korchunov, sendiherra Rússa gagnvart Norðurskautsráðinu segist efast um að samstarf á norðurslóðum sé mögulegt lengur. Allt traust sé horfið. „Það er ekki fýsilegt að koma á langtíma samstarfi við Vesturveldin í Norðurskautsráðinu, jafn vel eftir að það tekur aftur til starfa að fullu af því að traustið er ekki lengur til staðar,“ sagði Korchunov í dag á fundi í Rússlandi um Norðurslóðamálefni, en hann gegnir stöðu formanns fastafulltrúa Rússlands í Norðurskautsráðinu. Rússneski ríkisfjölmiðillinn Tass greindi frá þessu. Auk Rússlands eiga Bandaríkin, Kanada og öll Norðurlöndin sæti í Norðurskautsráðinu. Þar að auki eiga fjölmörg ríki áheyrnarfulltrúa, svo sem Bretland, Þýskaland, Frakkland, Kína, Indland og Japan. Síðasti ráðherrafundurinn fór fram í Reykjavík í maí mánuði árið 2021. Þá tóku Rússar við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Þann 3. mars árið 2022 tilkynntu öll ríki sem hafa fastafulltrúa nema Rússland að þau hygðust ekki mæta á fundi ráðsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hefur virkni ráðsins verið í lamasessi síðan þá, nema í nokkrum afmörkuðum verkefnum sem ríkin sjö sinna án aðkomu Rússa. Norðmenn taka við Korchunov sagði að samskipti Rússlands og Vesturveldanna á norðurslóðum einkenndust af virðingu við málefni svæðisins, sem verður sífellt mikilvægara. Samskiptin væru nú hins vegar öll óformleg. Norðmenn taka við kefli formennskunnar á fundi sem haldinn verður dagana 10. til 11. maí næstkomandi. Ríkin sjö hafa ákveðið að starfa án Rússa í ráðinu. Rússland Norðurslóðir Tengdar fréttir „Ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. 31. janúar 2023 19:44 Meirihluti Norðurskautsráðs fordæmir innrás formannsins Rússlands Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilefnislaus innrás Rússlands í Úkraínu er fordæmd. 3. mars 2022 15:36 Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
„Það er ekki fýsilegt að koma á langtíma samstarfi við Vesturveldin í Norðurskautsráðinu, jafn vel eftir að það tekur aftur til starfa að fullu af því að traustið er ekki lengur til staðar,“ sagði Korchunov í dag á fundi í Rússlandi um Norðurslóðamálefni, en hann gegnir stöðu formanns fastafulltrúa Rússlands í Norðurskautsráðinu. Rússneski ríkisfjölmiðillinn Tass greindi frá þessu. Auk Rússlands eiga Bandaríkin, Kanada og öll Norðurlöndin sæti í Norðurskautsráðinu. Þar að auki eiga fjölmörg ríki áheyrnarfulltrúa, svo sem Bretland, Þýskaland, Frakkland, Kína, Indland og Japan. Síðasti ráðherrafundurinn fór fram í Reykjavík í maí mánuði árið 2021. Þá tóku Rússar við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Þann 3. mars árið 2022 tilkynntu öll ríki sem hafa fastafulltrúa nema Rússland að þau hygðust ekki mæta á fundi ráðsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hefur virkni ráðsins verið í lamasessi síðan þá, nema í nokkrum afmörkuðum verkefnum sem ríkin sjö sinna án aðkomu Rússa. Norðmenn taka við Korchunov sagði að samskipti Rússlands og Vesturveldanna á norðurslóðum einkenndust af virðingu við málefni svæðisins, sem verður sífellt mikilvægara. Samskiptin væru nú hins vegar öll óformleg. Norðmenn taka við kefli formennskunnar á fundi sem haldinn verður dagana 10. til 11. maí næstkomandi. Ríkin sjö hafa ákveðið að starfa án Rússa í ráðinu.
Rússland Norðurslóðir Tengdar fréttir „Ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. 31. janúar 2023 19:44 Meirihluti Norðurskautsráðs fordæmir innrás formannsins Rússlands Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilefnislaus innrás Rússlands í Úkraínu er fordæmd. 3. mars 2022 15:36 Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
„Ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. 31. janúar 2023 19:44
Meirihluti Norðurskautsráðs fordæmir innrás formannsins Rússlands Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilefnislaus innrás Rússlands í Úkraínu er fordæmd. 3. mars 2022 15:36
Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16