Málefni trans fólks: Hingað erum við þá komin Álfur Birkir Bjarnason og Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifa 27. apríl 2023 13:00 Þessa dagana upplifum við hinsegin fólk ákveðið afturhvarf til fortíðar, þar sem sumt fólk telur eðlilegt að samfélagsumræða fari fram um tilvistarrétt fólks. Tilraun er gerð til að varpa rýrð á Samtökin ‘78 fyrir að sinna hagsmunagæslu fyrir trans fólk. Þetta er atburðarás sem við höfum þegar séð erlendis en við höfum einnig séð að með réttum viðbrögðum má minnka áhrifin. Fyrir skömmu birtist skoðanapistill í Morgunblaðinu um Samtökin ‘78 sem hefði raunar getað verið skrifuð fyrir 30 árum síðan, þótt fókusinn hefði þá væntanlega verið á homma og lesbíur en ekki á trans fólk. Í pistlinum er gefið í skyn að fræðsla Samtakanna ‘78 stangist á við lög og fólk hvatt til að kæra hana. Á sama tíma hefur íslenskur hópur sem vill útiloka trans fólk óskað eftir upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga um alla samninga sem Samtökin ‘78 hafa gert við ríki og sveitarfélög. Í bréfi þeirra til sveitarstjórna er einnig gefið í skyn að fræðslan standist ekki lög. Tilgangur þessa fámenna hóps fólks er ekki að sefa neinar alvöru áhyggjur af lögmæti fræðslu Samtakanna ‘78, heldur að gera samtökin tortryggileg fyrir að viðurkenna trans fólk sem ómissandi hluta hinsegin samfélagsins. Hér er um að ræða anga af markvissri herferð gegn réttindum trans fólks sem á sér hliðstæður í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þetta sama fólk hefur um nokkurra missera skeið haldið uppi málflutningi um að trans fólk sé einhvers konar ógn og eigi ekkert sameiginlegt með hinsegin samfélaginu, eða réttara sagt með hommum og lesbíum (og stundum tvíkynhneigðu fólki). Þau reyna með því að sá fræjum efa og tortryggni í kringum hinsegin fræðslu Samtakanna ‘78 og heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna meðal þeirra sem hvorki þekkja starf Samtakanna ‘78 né málefni trans fólks. Þetta er það sem mun gerast næst: Þau munu herja á skóla, stofnanir og fyrirtæki sem fá fræðslu frá Samtökunum ‘78, ekki til að fá svör heldur til að reyna að sá efasemdum. Þau munu reyna að sannfæra fólk um þá fásinnu að réttindi trans fólks stangist á við kvenréttindi. Flestir sem munu taka undir þau sjónarmið verða karlar sem berjast gegn kvenréttindum. Þau munu ljúga því að hinsegin fólk - og þá sérstaklega Samtökin ‘78 - sé að reyna að gera börn trans og hinsegin. Þau munu reyna að sannfæra fólk um að Samtökin ‘78, sem verja hagsmuni hinsegin barna og hinsegin fjölskyldna, séu hættuleg velferð barna. Þau munu reyna að gera lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þjónustu við trans börn tortryggileg með því m.a. að vísa í rannsóknir sem standast ekki skoðun eða snúa út úr viðurkenndum rannsóknum með rangfærslum. Þau munu gefa í skyn að heilbrigðisstarfsfólk, sem sinnir trans börnum og hjálpar þeim samkvæmt bestu mögulegu þekkingu, sé að skaða börn. Þau munu þrýsta á ríki og sveitarfélög að hætta að styðja við víðtæka þjónustu Samtakanna ‘78 með samningum. Þau munu þrýsta á stjórnmálaflokka að skerða réttindi trans fólks og takmarka aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu. Hvernig vitum við þetta? Jú, því þetta er nákvæmlega það sem hefur gerst í löndunum í kringum okkur. Þar hefur sambærileg taktík og áróður borið árangur sem birtist annars vegar í hræðilegri löggjöf eins og í fjölda ríkja Bandaríkjanna og hins vegar algjöru frosti og oft afturför í réttindabaráttu trans fólks víða um Evrópu. Ísland er aðeins nokkrum misserum á eftir í þeirri þróun sem við höfum fylgst með í löndunum í kringum okkur. Reyndar höfum við séð allt sem talið er upp hér að ofan í íslenskri umræðu nú þegar. Við vitum af reynslu annarra að þessi örsmái hópur sem nú dúkkar upp í opinberri umræðu hér á landi mun halda áfram að reyna að grafa undan áunnum réttindum og samfélagsviðurkenningu trans fólks. Þetta munu þau gera í formi endalausra spurninga í annarlegum tilgangi, hreinna lyga, upplýsingaóreiðu og útúrsnúninga. Andúð á hinsegin fólki hefur fyrir löngu verið hafnað af þorra íslensks almennings og stuðningurinn sem Samtökin ‘78 finna fyrir þessa dagana er magnaður. Við biðjum fólk því að vera áfram vakandi fyrir þeim einkennum umræðunnar sem talin eru upp hér að ofan. Samtökin ‘78, trans fólk og hinsegin fólk almennt þarf sýnilegan og afdráttarlausan stuðning meirihlutasamfélagsins núna. Við viljum langflest samfélag þar sem við höfum öll frelsi til að vera og tilheyra, nákvæmlega eins og við erum. Leyfum ekki örfáum einstaklingum að grafa undan því. Höfundar eru formaður og varaformaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana upplifum við hinsegin fólk ákveðið afturhvarf til fortíðar, þar sem sumt fólk telur eðlilegt að samfélagsumræða fari fram um tilvistarrétt fólks. Tilraun er gerð til að varpa rýrð á Samtökin ‘78 fyrir að sinna hagsmunagæslu fyrir trans fólk. Þetta er atburðarás sem við höfum þegar séð erlendis en við höfum einnig séð að með réttum viðbrögðum má minnka áhrifin. Fyrir skömmu birtist skoðanapistill í Morgunblaðinu um Samtökin ‘78 sem hefði raunar getað verið skrifuð fyrir 30 árum síðan, þótt fókusinn hefði þá væntanlega verið á homma og lesbíur en ekki á trans fólk. Í pistlinum er gefið í skyn að fræðsla Samtakanna ‘78 stangist á við lög og fólk hvatt til að kæra hana. Á sama tíma hefur íslenskur hópur sem vill útiloka trans fólk óskað eftir upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga um alla samninga sem Samtökin ‘78 hafa gert við ríki og sveitarfélög. Í bréfi þeirra til sveitarstjórna er einnig gefið í skyn að fræðslan standist ekki lög. Tilgangur þessa fámenna hóps fólks er ekki að sefa neinar alvöru áhyggjur af lögmæti fræðslu Samtakanna ‘78, heldur að gera samtökin tortryggileg fyrir að viðurkenna trans fólk sem ómissandi hluta hinsegin samfélagsins. Hér er um að ræða anga af markvissri herferð gegn réttindum trans fólks sem á sér hliðstæður í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þetta sama fólk hefur um nokkurra missera skeið haldið uppi málflutningi um að trans fólk sé einhvers konar ógn og eigi ekkert sameiginlegt með hinsegin samfélaginu, eða réttara sagt með hommum og lesbíum (og stundum tvíkynhneigðu fólki). Þau reyna með því að sá fræjum efa og tortryggni í kringum hinsegin fræðslu Samtakanna ‘78 og heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna meðal þeirra sem hvorki þekkja starf Samtakanna ‘78 né málefni trans fólks. Þetta er það sem mun gerast næst: Þau munu herja á skóla, stofnanir og fyrirtæki sem fá fræðslu frá Samtökunum ‘78, ekki til að fá svör heldur til að reyna að sá efasemdum. Þau munu reyna að sannfæra fólk um þá fásinnu að réttindi trans fólks stangist á við kvenréttindi. Flestir sem munu taka undir þau sjónarmið verða karlar sem berjast gegn kvenréttindum. Þau munu ljúga því að hinsegin fólk - og þá sérstaklega Samtökin ‘78 - sé að reyna að gera börn trans og hinsegin. Þau munu reyna að sannfæra fólk um að Samtökin ‘78, sem verja hagsmuni hinsegin barna og hinsegin fjölskyldna, séu hættuleg velferð barna. Þau munu reyna að gera lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þjónustu við trans börn tortryggileg með því m.a. að vísa í rannsóknir sem standast ekki skoðun eða snúa út úr viðurkenndum rannsóknum með rangfærslum. Þau munu gefa í skyn að heilbrigðisstarfsfólk, sem sinnir trans börnum og hjálpar þeim samkvæmt bestu mögulegu þekkingu, sé að skaða börn. Þau munu þrýsta á ríki og sveitarfélög að hætta að styðja við víðtæka þjónustu Samtakanna ‘78 með samningum. Þau munu þrýsta á stjórnmálaflokka að skerða réttindi trans fólks og takmarka aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu. Hvernig vitum við þetta? Jú, því þetta er nákvæmlega það sem hefur gerst í löndunum í kringum okkur. Þar hefur sambærileg taktík og áróður borið árangur sem birtist annars vegar í hræðilegri löggjöf eins og í fjölda ríkja Bandaríkjanna og hins vegar algjöru frosti og oft afturför í réttindabaráttu trans fólks víða um Evrópu. Ísland er aðeins nokkrum misserum á eftir í þeirri þróun sem við höfum fylgst með í löndunum í kringum okkur. Reyndar höfum við séð allt sem talið er upp hér að ofan í íslenskri umræðu nú þegar. Við vitum af reynslu annarra að þessi örsmái hópur sem nú dúkkar upp í opinberri umræðu hér á landi mun halda áfram að reyna að grafa undan áunnum réttindum og samfélagsviðurkenningu trans fólks. Þetta munu þau gera í formi endalausra spurninga í annarlegum tilgangi, hreinna lyga, upplýsingaóreiðu og útúrsnúninga. Andúð á hinsegin fólki hefur fyrir löngu verið hafnað af þorra íslensks almennings og stuðningurinn sem Samtökin ‘78 finna fyrir þessa dagana er magnaður. Við biðjum fólk því að vera áfram vakandi fyrir þeim einkennum umræðunnar sem talin eru upp hér að ofan. Samtökin ‘78, trans fólk og hinsegin fólk almennt þarf sýnilegan og afdráttarlausan stuðning meirihlutasamfélagsins núna. Við viljum langflest samfélag þar sem við höfum öll frelsi til að vera og tilheyra, nákvæmlega eins og við erum. Leyfum ekki örfáum einstaklingum að grafa undan því. Höfundar eru formaður og varaformaður Samtakanna ‘78.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun