Foreldrar – treystum ekki skilyrðislaust Guðrún Helga Bjarnadóttir skrifar 27. apríl 2023 11:01 Ágætu foreldrar og forsjáraðilar. Sumarið er framundan og getur það verið spennandi tími fyrir börnin ykkar. Tími þar sem tækifæri gefast til að verja tíma að heiman, hitta nýja vini og prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Margt áhugavert er í boði fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann; vinnuskólinn, sumarbúðir, leikja-, reið- og sundnámskeið, myndlistar- og siglinganámskeið og svo mætti lengi telja. Það getur verið flókið að velja hvaða sumarnámskeið hentar fyrir barnið þitt. Margt ólíkt er í boði, tímarammi sem hentar, kostnaður og síðast en ekki síst áhugasvið barnsins. Allt þetta spilar inn í ákvörðun hvers foreldris. Það þarf líka að huga að því hvort þau sem bjóða upp á þjónustuna hafi stefnur og verkferla varðandi eineltismál sem gætu komið upp, grun um kynferðisofbeldi og allt annað ofbeldi sem getur því miður átt sér stað. Fyrir utan viðbragðsáætlanir ef slys verða. Flest þau sem bjóða upp á hin ýmsu námskeið, verkefni og leiki eru með metnaðarfullt starf og vel þjálfað starfsfólk og við verðum að treysta því að allir séu alltaf að gera sitt besta. En traust þarf ekki að vera skilyrðislaust. Því viljum við hjá Barnaheillum hvetja ykkur til að spyrja spurninga áður en þið skráið börnin ykkar í hvers kyns sumarævintýri. Með því að vita hvaða spurninga á að spyrja, hvernig gott getur verið að tala við barn eða ungling um öryggi þeirra og hvað ber að varast, geta foreldrar og forsjáraðilar fundið meira sjálfstraust í ákvörðunum sínum um hvað þau velja fyrir börnin sín að gera í sumar. Hér koma tillögur að spurningum sem þú sem foreldri, getur velt fyrir þér og spyrja að áður en þú leyfir viðkomandi félagi, fyrirtæki eða stofnun að annast barnið þitt. Hver er stefnan hjá ykkur varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? Hvernig er ráðningarferli háttað? Er almennt sakavottorð nóg? Eru meðmæli athuguð? Hver er stefna eða siðareglur varðandi samskipti milli starfsmanna og ungmenna? Hvernig er fylgst með samskiptum milli fullorðinna og barna? En milli barna? Er hugað að öruggu umhverfi? Hvernig er tekið á óviðeigandi hegðun (bæði barna og fullorðinna) eða ásökunum um kynferðislegt ofbeldi eða áreiti? Hvaða þjálfun og fræðslu stendur starfsfólki til boða? Það er mikilvægt að öllu starfsfólki og sjálfboðaliðum, ef þeir eru fyrir hendi, sé gerð grein fyrir stefnu viðkomandi stofnunar/félags og hvernig fyrirkomulagi sé háttað varðandi tilkynningar um allt er veldur áhyggjum eða jafnvel ásökunum. Sum félög/samtök bjóða foreldrum og öðrum umönnunaraðilum upp á fræðslu af þessu tagi, því vitað er að upplýstir foreldrar og forsjáraðilar eru mikilvægir hlekkir í að veita börnum öryggi. Barnaheill bjóða upp á öfluga fræðslu í forvörnum gegn ofbeldi. Kynntu þér málið á barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Ágætu foreldrar og forsjáraðilar. Sumarið er framundan og getur það verið spennandi tími fyrir börnin ykkar. Tími þar sem tækifæri gefast til að verja tíma að heiman, hitta nýja vini og prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Margt áhugavert er í boði fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann; vinnuskólinn, sumarbúðir, leikja-, reið- og sundnámskeið, myndlistar- og siglinganámskeið og svo mætti lengi telja. Það getur verið flókið að velja hvaða sumarnámskeið hentar fyrir barnið þitt. Margt ólíkt er í boði, tímarammi sem hentar, kostnaður og síðast en ekki síst áhugasvið barnsins. Allt þetta spilar inn í ákvörðun hvers foreldris. Það þarf líka að huga að því hvort þau sem bjóða upp á þjónustuna hafi stefnur og verkferla varðandi eineltismál sem gætu komið upp, grun um kynferðisofbeldi og allt annað ofbeldi sem getur því miður átt sér stað. Fyrir utan viðbragðsáætlanir ef slys verða. Flest þau sem bjóða upp á hin ýmsu námskeið, verkefni og leiki eru með metnaðarfullt starf og vel þjálfað starfsfólk og við verðum að treysta því að allir séu alltaf að gera sitt besta. En traust þarf ekki að vera skilyrðislaust. Því viljum við hjá Barnaheillum hvetja ykkur til að spyrja spurninga áður en þið skráið börnin ykkar í hvers kyns sumarævintýri. Með því að vita hvaða spurninga á að spyrja, hvernig gott getur verið að tala við barn eða ungling um öryggi þeirra og hvað ber að varast, geta foreldrar og forsjáraðilar fundið meira sjálfstraust í ákvörðunum sínum um hvað þau velja fyrir börnin sín að gera í sumar. Hér koma tillögur að spurningum sem þú sem foreldri, getur velt fyrir þér og spyrja að áður en þú leyfir viðkomandi félagi, fyrirtæki eða stofnun að annast barnið þitt. Hver er stefnan hjá ykkur varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? Hvernig er ráðningarferli háttað? Er almennt sakavottorð nóg? Eru meðmæli athuguð? Hver er stefna eða siðareglur varðandi samskipti milli starfsmanna og ungmenna? Hvernig er fylgst með samskiptum milli fullorðinna og barna? En milli barna? Er hugað að öruggu umhverfi? Hvernig er tekið á óviðeigandi hegðun (bæði barna og fullorðinna) eða ásökunum um kynferðislegt ofbeldi eða áreiti? Hvaða þjálfun og fræðslu stendur starfsfólki til boða? Það er mikilvægt að öllu starfsfólki og sjálfboðaliðum, ef þeir eru fyrir hendi, sé gerð grein fyrir stefnu viðkomandi stofnunar/félags og hvernig fyrirkomulagi sé háttað varðandi tilkynningar um allt er veldur áhyggjum eða jafnvel ásökunum. Sum félög/samtök bjóða foreldrum og öðrum umönnunaraðilum upp á fræðslu af þessu tagi, því vitað er að upplýstir foreldrar og forsjáraðilar eru mikilvægir hlekkir í að veita börnum öryggi. Barnaheill bjóða upp á öfluga fræðslu í forvörnum gegn ofbeldi. Kynntu þér málið á barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun