Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 26. apríl 2023 21:43 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að grípa þurfi til enn drastískari aðgerða til að bregðast við fíknifaraldri sem nú ríður yfir. Vísir/Vilhelm Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu, sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu, hafi látið lífið vegna ofskömmtunar. Yfirlæknir á Vogi segir að ef þróunin heldur óbreytt áfram verði þeir hátt í tvöfalt fleiri um árslok. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þingmenn eins og aðra heyra ákall aðstandenda sem horft hafi á eftir ástvinum sínum, sem tapað hafi baráttunni við fíknisjúkdóma undanfarið. „Það er ljóst að þrátt fyrir að stigin hafi verið mjög jákvæð skref undanfarið af heilbrigðisráðherra í þessum málflokki þá kemur fólk með fíknisjúkdóma enn að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu og fólk og ungt fólk er að deyja í hrönnum, á biðlistum, og það er bara fullkomlega óásættanlegt,“ segir Diljá Mist. „Þessi skref sem heilbrigðisráðherra hefur verið að taka eru jákvæð en þau eru ekki nægjanleg. Hann hefur sagst ætla að skera upp herör gegn þessum faraldri meðal annars með því að samþætta þjónustu, leita til annarra aðila og ég held að það sé full þörf á því að leita til sveitarfélaga, annarra ráðuneyta, félagsþjónustunnar og bara samfélagsins alls eins og hann hefur bent á.“ Diljá segist munu halda áfram að beita sér fyrir málaflokknum á þingi. „Ég hef gjarnan tekið þessi mál upp hér á þinginu. Þau standa mér mjög nærri og ég hef skrifað um það. Það er auðvitað mikilvægt starf hjá okkur þingmönnum að veita stjórnvöldum aðhald og ég mun gera það og beita mér ötullega fyrir þessum málaflokki,“ segir Diljá. Viðhorfsbreyting hafi orðið gagnvart fíknisjúkdómum að undanförnu en áherslur stjórnvalda og fjármagn hafi ekki fylgt þeirri viðhorfsbreytingu nógu vel. „Það er það sem aðstandendur hafa bent á, þeim finnst við bara taka þetta upp á tillidögum. En hvernig skýrum við annars að við séum sinnulaus gagnvart því að ungt fólk sé að deyja hér í svona miklu magni? Við verðum auðvitað bara að grípa til stórtækra aðgerða.“ Fíkn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu, sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu, hafi látið lífið vegna ofskömmtunar. Yfirlæknir á Vogi segir að ef þróunin heldur óbreytt áfram verði þeir hátt í tvöfalt fleiri um árslok. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þingmenn eins og aðra heyra ákall aðstandenda sem horft hafi á eftir ástvinum sínum, sem tapað hafi baráttunni við fíknisjúkdóma undanfarið. „Það er ljóst að þrátt fyrir að stigin hafi verið mjög jákvæð skref undanfarið af heilbrigðisráðherra í þessum málflokki þá kemur fólk með fíknisjúkdóma enn að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu og fólk og ungt fólk er að deyja í hrönnum, á biðlistum, og það er bara fullkomlega óásættanlegt,“ segir Diljá Mist. „Þessi skref sem heilbrigðisráðherra hefur verið að taka eru jákvæð en þau eru ekki nægjanleg. Hann hefur sagst ætla að skera upp herör gegn þessum faraldri meðal annars með því að samþætta þjónustu, leita til annarra aðila og ég held að það sé full þörf á því að leita til sveitarfélaga, annarra ráðuneyta, félagsþjónustunnar og bara samfélagsins alls eins og hann hefur bent á.“ Diljá segist munu halda áfram að beita sér fyrir málaflokknum á þingi. „Ég hef gjarnan tekið þessi mál upp hér á þinginu. Þau standa mér mjög nærri og ég hef skrifað um það. Það er auðvitað mikilvægt starf hjá okkur þingmönnum að veita stjórnvöldum aðhald og ég mun gera það og beita mér ötullega fyrir þessum málaflokki,“ segir Diljá. Viðhorfsbreyting hafi orðið gagnvart fíknisjúkdómum að undanförnu en áherslur stjórnvalda og fjármagn hafi ekki fylgt þeirri viðhorfsbreytingu nógu vel. „Það er það sem aðstandendur hafa bent á, þeim finnst við bara taka þetta upp á tillidögum. En hvernig skýrum við annars að við séum sinnulaus gagnvart því að ungt fólk sé að deyja hér í svona miklu magni? Við verðum auðvitað bara að grípa til stórtækra aðgerða.“
Fíkn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59
„Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40
Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28