„Velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2023 20:58 Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra segir vinnubrögð Tindastóls ekki vera til útfluttnings. Samsett/Vestri Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn. Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, segir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að síðasta sumar hafi félagið sent tölvupóst til allra félaganna sem voru með 11. flokki Vestra í deild í Íslandsmótinu. Tilefni tölvupóstsins var til að kanna hvort hin félögin væru til í að gera heiðursmannasamkomulag um að leyfa leikmanni sem var orðinn of gamall til að spila í 11. flokki að spila með flokknum í vetur. „Ljóst var að það væri enginn vettvangur fyrir þennan dreng á tímabilinu sem er að líða og því ákváðum við að kanna þennan möguleika, því ekki vildum við að hann hætti í körfubolta. Það reynist oft erfitt að manna flokka á landsbyggðini eftir því sem iðkendur okkar eldast og stóðu hlutirnir þannig að þessi umræddi leikmaður var einn eftir á þessum aldri,“ segir Þórir í færslu sinni. Tindastóll fer í úrslitakeppni á kostnað Vestra Samkvæmt færslu Þóris samþykktu öll lið deildarinnar þessa beiðni Vestra og því lék umræddur leikmaður með 11. flokki félagsins í vetur. Vestri hafnaði að lokum í fjórða sæti 2. deildar, tveimur stigum fyrir ofan Tindastól sem hafnaði í fimmta sæti. Liðin mættust innbyrðis í þrígang á tímabilinu þar sem Vestri vann tvo leiki og Tindastóll einn. Þórir segir svo frá því að í dag hafi honum hins vegar borist tölvupóstur frá Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ, þar sem honum er tilkynnt að borist hefði formleg kvörtun frá Tindastóli vegna þess að Vestri hafði notað ólöglegan leikmann í leikjunum á móti þeim. Það sé því nokkuð ljóst að Tindastóli verði dæmdur 20-0 sigur í leikjunum tveimur sem töpuðust gegn Vestra, en úrslitin úr sigurleik Tindastóls gegn Vestra haldast óbreytt. Tindastóll mun því færast upp í fjórða sæti deildarinnar og fær sæti í úrslitakeppni 2. deildar á kostnað Vestra. Vissu af áhættunni Þórir bendir þó á að hann og aðrir innan stjórnar Vestra hafi vissulega vitað að eitthvað líkt þessu gæti gerst. Hann veltir hins vegar fyrir sér virði heiðursmannasamkomulags. „Ég veit vel hvernig regluverk KKÍ er og vissum við vel af þessari áhættu. En það hefur tíðkast að lið ræði saman í svona aðstöðu og hafa lið nánast alltaf hjálpast að við að skapa öllum vettvang og því sýnt þessu skilning, innan skynsamlegra marka að sjálfsögðu,“ ritar Þórir. „Við getum auðvitað ekkert gert og tökum þessu, enda var þessi áhætta til staðar. Ég hinsvegar velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags og hvort að fólki finnist svona auðvelt að ganga á bak orða sinna? Ég vill trúa því að það sé mikill minnihluti sem geri það og erum við bara óheppin að hluti af því fólki er í barna- og unglingaráði Tindastóls.“ „Ég vill samt óska drengjunum í Tindastóli til hamingju með að vera komnir í úrslitakeppnina og vonandi gengur þeim vel. Vona að stjórn barna- og unglingaráðs Tindastóls sé líka stolt af þessum vinnubrögðum sínum. Ef þið spyrjið mig þá myndi ég segja að þau séu ekki til útflutnings,“ segir Þórir að lokum og lætur skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum við barna- og unglingaráð Tindastóls fylgja með. Uppfært kl. 22:37. Þórir hefur nú uppfært Facebook-færslu sína þar sem hann segist hafa verið í góðum samskiptum við fólk úr röðum Tindastóls eftir að upphafleg færsla hans birtis. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin af miklum minnihluta deildarinnar, án vitundar drengjanna í liðinu og foreldra þeirra. „Er búinn að vera í góðum samskiptum við fólk úr röðum Tindastóls og kom í ljós að þessi ákvörðun var tekin af miklum minnihluta deildarinnar. Það er ljóst að langflestir vissu ekki af þessu og ekki drengirnir í flokknum né foreldrar þeirra.“ Körfubolti Vestri Tindastóll Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira
Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, segir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að síðasta sumar hafi félagið sent tölvupóst til allra félaganna sem voru með 11. flokki Vestra í deild í Íslandsmótinu. Tilefni tölvupóstsins var til að kanna hvort hin félögin væru til í að gera heiðursmannasamkomulag um að leyfa leikmanni sem var orðinn of gamall til að spila í 11. flokki að spila með flokknum í vetur. „Ljóst var að það væri enginn vettvangur fyrir þennan dreng á tímabilinu sem er að líða og því ákváðum við að kanna þennan möguleika, því ekki vildum við að hann hætti í körfubolta. Það reynist oft erfitt að manna flokka á landsbyggðini eftir því sem iðkendur okkar eldast og stóðu hlutirnir þannig að þessi umræddi leikmaður var einn eftir á þessum aldri,“ segir Þórir í færslu sinni. Tindastóll fer í úrslitakeppni á kostnað Vestra Samkvæmt færslu Þóris samþykktu öll lið deildarinnar þessa beiðni Vestra og því lék umræddur leikmaður með 11. flokki félagsins í vetur. Vestri hafnaði að lokum í fjórða sæti 2. deildar, tveimur stigum fyrir ofan Tindastól sem hafnaði í fimmta sæti. Liðin mættust innbyrðis í þrígang á tímabilinu þar sem Vestri vann tvo leiki og Tindastóll einn. Þórir segir svo frá því að í dag hafi honum hins vegar borist tölvupóstur frá Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ, þar sem honum er tilkynnt að borist hefði formleg kvörtun frá Tindastóli vegna þess að Vestri hafði notað ólöglegan leikmann í leikjunum á móti þeim. Það sé því nokkuð ljóst að Tindastóli verði dæmdur 20-0 sigur í leikjunum tveimur sem töpuðust gegn Vestra, en úrslitin úr sigurleik Tindastóls gegn Vestra haldast óbreytt. Tindastóll mun því færast upp í fjórða sæti deildarinnar og fær sæti í úrslitakeppni 2. deildar á kostnað Vestra. Vissu af áhættunni Þórir bendir þó á að hann og aðrir innan stjórnar Vestra hafi vissulega vitað að eitthvað líkt þessu gæti gerst. Hann veltir hins vegar fyrir sér virði heiðursmannasamkomulags. „Ég veit vel hvernig regluverk KKÍ er og vissum við vel af þessari áhættu. En það hefur tíðkast að lið ræði saman í svona aðstöðu og hafa lið nánast alltaf hjálpast að við að skapa öllum vettvang og því sýnt þessu skilning, innan skynsamlegra marka að sjálfsögðu,“ ritar Þórir. „Við getum auðvitað ekkert gert og tökum þessu, enda var þessi áhætta til staðar. Ég hinsvegar velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags og hvort að fólki finnist svona auðvelt að ganga á bak orða sinna? Ég vill trúa því að það sé mikill minnihluti sem geri það og erum við bara óheppin að hluti af því fólki er í barna- og unglingaráði Tindastóls.“ „Ég vill samt óska drengjunum í Tindastóli til hamingju með að vera komnir í úrslitakeppnina og vonandi gengur þeim vel. Vona að stjórn barna- og unglingaráðs Tindastóls sé líka stolt af þessum vinnubrögðum sínum. Ef þið spyrjið mig þá myndi ég segja að þau séu ekki til útflutnings,“ segir Þórir að lokum og lætur skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum við barna- og unglingaráð Tindastóls fylgja með. Uppfært kl. 22:37. Þórir hefur nú uppfært Facebook-færslu sína þar sem hann segist hafa verið í góðum samskiptum við fólk úr röðum Tindastóls eftir að upphafleg færsla hans birtis. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin af miklum minnihluta deildarinnar, án vitundar drengjanna í liðinu og foreldra þeirra. „Er búinn að vera í góðum samskiptum við fólk úr röðum Tindastóls og kom í ljós að þessi ákvörðun var tekin af miklum minnihluta deildarinnar. Það er ljóst að langflestir vissu ekki af þessu og ekki drengirnir í flokknum né foreldrar þeirra.“
Körfubolti Vestri Tindastóll Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum