Þú getur hjálpað barni að eignast hjól Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 25. apríl 2023 15:00 Nú er Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hafin í tólfta sinn. Viðtökurnar hafa verið góðar og mikill fjöldi hjóla hefur safnast á móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Hjólin eru lagfærð af sjálfboðaliðum og þeim svo úthlutað til barna og ungmenna sem að öðrum kosti hafa ekki tök á því að eignast hjól. Eins og gera má ráð fyrir eru hjólin í misgóðu ástandi og meðan það dugar að bæta lofti í dekkin á sumum hjólum þá þarfnast önnur meiri lagfæringar. Í gegnum árin hefur þátttaka sjálfboðaliða í hjólaviðgerðum verið mikilvægur liður í því að geta veitt öllum þeim börnum og ungmennum hjól sem á þeim þurfa að halda en á hverju ári eru þau um 300 talsins. Eins og fram kemur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn sama rétt og þeim skal ekki mismunað á neinn hátt. Auk þess hafa þau rétt á lífsafkomu sem tryggir að líkamlegum, sálrænum, andlegum, siðferðilegum og félagslegum þroska sé náð. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tengjast líkt og Barnasáttmálinn markmiðum Hjólasöfnunarinnar en þar er kveðið meðal annars á um enga fátækt, aukinn jöfnuð, sjálfbæra orku og heilsu og vellíðan. Það er því ljóst að með Hjólasöfnuninni er komið til móts við mörg þau réttindi sem börn og ungmenni eiga. Allir geta lagt sitt af mörkum í Hjólasöfnuninni. Ekki er nauðsynlegt að hafa mikla kunnáttu í hjólaviðgerðum til að taka þátt því sérfræðingar frá Reiðhjólabændum leiðbeina þeim sem bjóða fram krafta sína. Reiðhjólaklúbbar, fyrirtæki og félög hafa í gegnum árin tekið höndum saman og gert við hjól og hefur sá stuðningur verið ómetanlegur fyrir börnin. Frá upphafi hafa margir sjálfboðaliðar stuðlað að því að samtals hafa um 3.500 börn fengið tækifæri til að hjóla um með jafnöldrum sínum. Þannig er stuðlað að réttindum þeirra til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum eins og fram kemur í Barnasáttmálanum. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Sjá meira
Nú er Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hafin í tólfta sinn. Viðtökurnar hafa verið góðar og mikill fjöldi hjóla hefur safnast á móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Hjólin eru lagfærð af sjálfboðaliðum og þeim svo úthlutað til barna og ungmenna sem að öðrum kosti hafa ekki tök á því að eignast hjól. Eins og gera má ráð fyrir eru hjólin í misgóðu ástandi og meðan það dugar að bæta lofti í dekkin á sumum hjólum þá þarfnast önnur meiri lagfæringar. Í gegnum árin hefur þátttaka sjálfboðaliða í hjólaviðgerðum verið mikilvægur liður í því að geta veitt öllum þeim börnum og ungmennum hjól sem á þeim þurfa að halda en á hverju ári eru þau um 300 talsins. Eins og fram kemur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn sama rétt og þeim skal ekki mismunað á neinn hátt. Auk þess hafa þau rétt á lífsafkomu sem tryggir að líkamlegum, sálrænum, andlegum, siðferðilegum og félagslegum þroska sé náð. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tengjast líkt og Barnasáttmálinn markmiðum Hjólasöfnunarinnar en þar er kveðið meðal annars á um enga fátækt, aukinn jöfnuð, sjálfbæra orku og heilsu og vellíðan. Það er því ljóst að með Hjólasöfnuninni er komið til móts við mörg þau réttindi sem börn og ungmenni eiga. Allir geta lagt sitt af mörkum í Hjólasöfnuninni. Ekki er nauðsynlegt að hafa mikla kunnáttu í hjólaviðgerðum til að taka þátt því sérfræðingar frá Reiðhjólabændum leiðbeina þeim sem bjóða fram krafta sína. Reiðhjólaklúbbar, fyrirtæki og félög hafa í gegnum árin tekið höndum saman og gert við hjól og hefur sá stuðningur verið ómetanlegur fyrir börnin. Frá upphafi hafa margir sjálfboðaliðar stuðlað að því að samtals hafa um 3.500 börn fengið tækifæri til að hjóla um með jafnöldrum sínum. Þannig er stuðlað að réttindum þeirra til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum eins og fram kemur í Barnasáttmálanum. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar