„Þetta er mesti skaði allra þjóðfélaga“ Máni Snær Þorláksson skrifar 24. apríl 2023 20:03 Bubbi segir að það þurfi að horfast í augu við vandamálið. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens vakti töluverða athygli um helgina er hann sagðist hafa sungið í ellefu jarðarförum á þessu ári hjá fólki sem féll frá vegna fíknisjúkdóms. Hann segir gott að þessi orð hans hafi vakið athygli því samfélagið þurfi að vera meðvitað og takast á við vandamálið. Það skaði þjóðfélög þegar fólki er skipt upp á móti hvoru öðru. „Við sem samfélag þurfum að geta talað um þessa hluti og við þurfum að horfast í augu við að þetta er ekki gífuryrði eða einhvers konar bull,“ segir Bubbi í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þið verðið að athuga það að þessir ellefu einstaklingar, þeir eru ekki einu sinni helmingurinn af þeirri tölu sem dó á seinasta ári úr of stórum skömmtum.“ Bubbi segir að elsti einstaklingurinn sem hann er búinn að syngja yfir sé 46 ára ogað sá yngsti hafi verið 21 árs gamall. Hann segir að þetta séu jafnvel einstaklingar sem hafi ekki verið í langri neyslu. „Sumir hverjir hafa bara í rauninni byrjað einhvers staðar þarna að ánetjast þessum ofboðslega sterku verkjalyfjum og deyja. Það er nú ekki flóknara en það.“ Ástandið sé lagað með samkennd, kærleika og manngæsku Bubbi kallar eftir viðbrögðum frá samfélaginu og yfirvöldum hér á landi. Það þurfi að íhuga hvað sé hægt að gera til að bæta ástandið. „Það þýðir ekki og það lagar ekkert að dæma fárveika einstaklinga í fangelsi fyrir það að þeir séu að nota fíkniefni eða lyf til þess að komast í vímu,“ segir hann. „Ég held að við þurfum að fara að skoða líka hvernig við umgöngumst þessa einstaklinga, refsigleði bjargar engum. Við erum með ráðherra sem telja að ef þú ert nógu grimmur og svipan þín er með nógu mörgum göddum þá getum við lagað eitthvað ástand. Það er bara fjarri því, við lögum ekkert nema með samkennd, kærleika, manngæsku og að viðurkenna að ástandið er eins og það er.“ Þá segir Bubbi að það megi ekki gleymast að á bakvið hvern einstakling sem deyr sé fjölskylda í kringum þá. Fjölskyldan muni bera þetta alla ævi og að þetta muni lita líf þeirra. „Þetta er svo margfaldur skaði fyrir utan þann skaða að missa ungt fólk sem tekur ekki þátt í þjóðfélaginu og nær ekki að verða það sem það hefði getað orðið. Tapið okkar er rosalegt.“ Þörf sé á samstilltu átaki Aðspurður um hvað sé hægt að gera í þessu segir Bubbi að til að byrja með þurfi að horfast í augu við vandamálið og viðurkenna að það sé til staðar. „Fyrsta skrefið er að viðurkenna að það er faraldur í gangi með þessa tegund af efnum sem eru til dæmis að drepa fólk í hrönnum í Bandaríkjunum, við erum að tala um þúsundir ofan á þúsundir og úti um allan heim. Við þurfum að byrja á að viðurkenna það, viðurkenna að þetta er staðan og hún er svona.“ Bubbi vill svo að næsta skref sé ekki að setja málið í stýrihóp heldur þurfi að fara beint í aðgerðir. Þörf sé á forvörnum og samstillu átaki. „Ef við gerum þetta samstillt eins og oft hefur verið gert í þessu þjóðfélagi þá held ég að við gætum bæði spornað við en aðalmálið sem mér finnst skipta mestu máli er þetta: Við verðum að fara út úr rammanum, út úr þessum ramma sem við höfum verið í gagnvart skaðaneyslu og við förum að hætta að einblína á þetta sem einhvers konar vandamál sem kemur okkur ekki við.“ Þurfi að hugsa málið upp á nýtt Í færslunni sem Bubbi birti á Facebook-síðu sinni sagði hann að það ríkti algjör þögn hjá yfirvöldum vegna þessa. „Ég vil heldur ekki dæma pólitíkusana sem einhverja asna eða hálvita eða annað. Ég held bara að þeir verði sjálfir að taka sig taki og hugsa málið upp á nýtt,“ segir hann í viðtalinu í dag. „Þetta er ekki eitthvað „við“ og svo „hin“ - þetta er mesti skaði allra þjóðfélaga.“ Bubbi segir að það þurfi að horfa öðruvísi á þetta og þar sé stjórnmálafólk engin undantekning. „Pólitíkusar verða að taka sig taki og gjöra svo vel að horfast í augu við að þetta er að drepa fleiri ungmenni en nokkuð annað í þessu þjóðfélagi,“ segir hann. Sem dæmi nefnir Bubbi að ef þessi fjöldi væri að láta lífið á hverju ári í nátturuhamförum eins og snjóflóðum, jarðskjálftum eða eldgosi þá væri búið að grípa til aðgerða. Heilbrigðismál Fíkn Reykjavík síðdegis Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Við sem samfélag þurfum að geta talað um þessa hluti og við þurfum að horfast í augu við að þetta er ekki gífuryrði eða einhvers konar bull,“ segir Bubbi í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þið verðið að athuga það að þessir ellefu einstaklingar, þeir eru ekki einu sinni helmingurinn af þeirri tölu sem dó á seinasta ári úr of stórum skömmtum.“ Bubbi segir að elsti einstaklingurinn sem hann er búinn að syngja yfir sé 46 ára ogað sá yngsti hafi verið 21 árs gamall. Hann segir að þetta séu jafnvel einstaklingar sem hafi ekki verið í langri neyslu. „Sumir hverjir hafa bara í rauninni byrjað einhvers staðar þarna að ánetjast þessum ofboðslega sterku verkjalyfjum og deyja. Það er nú ekki flóknara en það.“ Ástandið sé lagað með samkennd, kærleika og manngæsku Bubbi kallar eftir viðbrögðum frá samfélaginu og yfirvöldum hér á landi. Það þurfi að íhuga hvað sé hægt að gera til að bæta ástandið. „Það þýðir ekki og það lagar ekkert að dæma fárveika einstaklinga í fangelsi fyrir það að þeir séu að nota fíkniefni eða lyf til þess að komast í vímu,“ segir hann. „Ég held að við þurfum að fara að skoða líka hvernig við umgöngumst þessa einstaklinga, refsigleði bjargar engum. Við erum með ráðherra sem telja að ef þú ert nógu grimmur og svipan þín er með nógu mörgum göddum þá getum við lagað eitthvað ástand. Það er bara fjarri því, við lögum ekkert nema með samkennd, kærleika, manngæsku og að viðurkenna að ástandið er eins og það er.“ Þá segir Bubbi að það megi ekki gleymast að á bakvið hvern einstakling sem deyr sé fjölskylda í kringum þá. Fjölskyldan muni bera þetta alla ævi og að þetta muni lita líf þeirra. „Þetta er svo margfaldur skaði fyrir utan þann skaða að missa ungt fólk sem tekur ekki þátt í þjóðfélaginu og nær ekki að verða það sem það hefði getað orðið. Tapið okkar er rosalegt.“ Þörf sé á samstilltu átaki Aðspurður um hvað sé hægt að gera í þessu segir Bubbi að til að byrja með þurfi að horfast í augu við vandamálið og viðurkenna að það sé til staðar. „Fyrsta skrefið er að viðurkenna að það er faraldur í gangi með þessa tegund af efnum sem eru til dæmis að drepa fólk í hrönnum í Bandaríkjunum, við erum að tala um þúsundir ofan á þúsundir og úti um allan heim. Við þurfum að byrja á að viðurkenna það, viðurkenna að þetta er staðan og hún er svona.“ Bubbi vill svo að næsta skref sé ekki að setja málið í stýrihóp heldur þurfi að fara beint í aðgerðir. Þörf sé á forvörnum og samstillu átaki. „Ef við gerum þetta samstillt eins og oft hefur verið gert í þessu þjóðfélagi þá held ég að við gætum bæði spornað við en aðalmálið sem mér finnst skipta mestu máli er þetta: Við verðum að fara út úr rammanum, út úr þessum ramma sem við höfum verið í gagnvart skaðaneyslu og við förum að hætta að einblína á þetta sem einhvers konar vandamál sem kemur okkur ekki við.“ Þurfi að hugsa málið upp á nýtt Í færslunni sem Bubbi birti á Facebook-síðu sinni sagði hann að það ríkti algjör þögn hjá yfirvöldum vegna þessa. „Ég vil heldur ekki dæma pólitíkusana sem einhverja asna eða hálvita eða annað. Ég held bara að þeir verði sjálfir að taka sig taki og hugsa málið upp á nýtt,“ segir hann í viðtalinu í dag. „Þetta er ekki eitthvað „við“ og svo „hin“ - þetta er mesti skaði allra þjóðfélaga.“ Bubbi segir að það þurfi að horfa öðruvísi á þetta og þar sé stjórnmálafólk engin undantekning. „Pólitíkusar verða að taka sig taki og gjöra svo vel að horfast í augu við að þetta er að drepa fleiri ungmenni en nokkuð annað í þessu þjóðfélagi,“ segir hann. Sem dæmi nefnir Bubbi að ef þessi fjöldi væri að láta lífið á hverju ári í nátturuhamförum eins og snjóflóðum, jarðskjálftum eða eldgosi þá væri búið að grípa til aðgerða.
Heilbrigðismál Fíkn Reykjavík síðdegis Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira