Ódýr aðferð til að búa til birgðir fyrir nýju kennitöluna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2023 08:01 Ólafur Stephensen er framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda furðar sig á lagaákvæði sem hann segir auðvelda fyrirsvarsmönnum fyrirtækja að færa eignir á nýtt fyrirtæki eftir gjaldþrot. Hann segist hafa kallað eftir breytingum í fleiri ár og veltir því upp hvort verið sé að gera fjármálafyrirtækjum hærra undir höfði á kostnað smærri atvinnurekenda. Fréttastofa ræddi við Kareni Jónsdóttur í vikunni sem á og rekur fyrirtækið Kaja Organic. Um er að ræða litla heildsölu sem flytur inn og framleiðir lífrænt vottaða matvöru. Vörur frá Kaju eru enn til sölu í versluninni Frú Laugu, sem nýlega fór í gjaldþrot, þó að eftir eigi að greiða fyrir vörurnar. Eftir stendur Karen með tjón sem hún segir vera upp á þrjú hundruð þúsund. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir í samtali við fréttastofu að málið sé langt frá því að vera einsdæmi. „Það er voðalega einkennilegt að það virðist ekkert hægt að þoka þessu máli. Þetta gerist iðulega í svona gjaldþrota- og kennitöluflakksmálum að rekstraraðilar, smásalar, stunda það að panta vörur frá birgjum. Svo er farið í þrot og eignir úr þrotabúinu gjarnan seldar sama aðila á nýrri kennitölu. Þetta er í rauninni ódýr aðferð til að búa til birgðir fyrir nýju kennitöluna.“ Afskaplega öfugsnúin staða Hann segir ljóst að neytendavernd búi að baki lagaákvæðinu, 36. gr. laga um samningsveð, til dæmis svo að neytendur, grandlausir, lendi ekki í vandræðum við kaup á vörum sem ekki hafa verið greiddar upp til heildsala. Hins vegar sé enginn vandi á að breyta ákvæðinu þannig að það brúi bil beggja. Félag atvinnurekenda sendi meðal annars umsögn fyrir tæpum þremur árum þar sem stungið var upp á breyttu orðalagi. „En það sem gerist er að bankarnir eru engu að síður að taka veð í öllum lagernum og öllu dótinu, í vörum sem hvorki þeir né þrotabúið eiga. Og það er afskaplega öfugsnúin staða. Þannig að við getum ekki séð neina aðra ástæðu fyrir því að það sé ekki búið að breyta þessu heldur en að það sé einhverra hluta vegna verið að gæta hagsmuna fjármálastofnana á kostnað birgja. Og við erum bara alls ekki sátt við það.“ „Allt of algengt“ Eins og fram hefur komið segir Ólafur að gengið hafi verið á eftir breytingum á ákvæðinu í áratug – eða meira. Þingnefndir hafi sagst ætla að skoða málið, ráðuneytið hafi tekið í sama streng en bætt við að líka þurfi að gæta hagsmuna fjármálastofnana. En ekkert gerist. „Þetta er bara allt of algengt, því miður. Þetta gerir fyrirtæki tregari til að veita greiðslufresti og er af þeim sökum í rauninni hindrun í vegi eðlilegra viðskipta og rýrir traust í viðskiptum. Okkur finnst að dómsálaráðherra ætti að hafa frumkvæðið að því að breyta þessu,“ segir Ólafur að lokum. Neytendur Verslun Gjaldþrot Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Kareni Jónsdóttur í vikunni sem á og rekur fyrirtækið Kaja Organic. Um er að ræða litla heildsölu sem flytur inn og framleiðir lífrænt vottaða matvöru. Vörur frá Kaju eru enn til sölu í versluninni Frú Laugu, sem nýlega fór í gjaldþrot, þó að eftir eigi að greiða fyrir vörurnar. Eftir stendur Karen með tjón sem hún segir vera upp á þrjú hundruð þúsund. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir í samtali við fréttastofu að málið sé langt frá því að vera einsdæmi. „Það er voðalega einkennilegt að það virðist ekkert hægt að þoka þessu máli. Þetta gerist iðulega í svona gjaldþrota- og kennitöluflakksmálum að rekstraraðilar, smásalar, stunda það að panta vörur frá birgjum. Svo er farið í þrot og eignir úr þrotabúinu gjarnan seldar sama aðila á nýrri kennitölu. Þetta er í rauninni ódýr aðferð til að búa til birgðir fyrir nýju kennitöluna.“ Afskaplega öfugsnúin staða Hann segir ljóst að neytendavernd búi að baki lagaákvæðinu, 36. gr. laga um samningsveð, til dæmis svo að neytendur, grandlausir, lendi ekki í vandræðum við kaup á vörum sem ekki hafa verið greiddar upp til heildsala. Hins vegar sé enginn vandi á að breyta ákvæðinu þannig að það brúi bil beggja. Félag atvinnurekenda sendi meðal annars umsögn fyrir tæpum þremur árum þar sem stungið var upp á breyttu orðalagi. „En það sem gerist er að bankarnir eru engu að síður að taka veð í öllum lagernum og öllu dótinu, í vörum sem hvorki þeir né þrotabúið eiga. Og það er afskaplega öfugsnúin staða. Þannig að við getum ekki séð neina aðra ástæðu fyrir því að það sé ekki búið að breyta þessu heldur en að það sé einhverra hluta vegna verið að gæta hagsmuna fjármálastofnana á kostnað birgja. Og við erum bara alls ekki sátt við það.“ „Allt of algengt“ Eins og fram hefur komið segir Ólafur að gengið hafi verið á eftir breytingum á ákvæðinu í áratug – eða meira. Þingnefndir hafi sagst ætla að skoða málið, ráðuneytið hafi tekið í sama streng en bætt við að líka þurfi að gæta hagsmuna fjármálastofnana. En ekkert gerist. „Þetta er bara allt of algengt, því miður. Þetta gerir fyrirtæki tregari til að veita greiðslufresti og er af þeim sökum í rauninni hindrun í vegi eðlilegra viðskipta og rýrir traust í viðskiptum. Okkur finnst að dómsálaráðherra ætti að hafa frumkvæðið að því að breyta þessu,“ segir Ólafur að lokum.
Neytendur Verslun Gjaldþrot Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira