Innlent

Senda kafara til að kanna hugsan­legar skemmdir

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Næstu skref eru að senda kafara niður að skipinu til að skoða og kanna hugsanlegar skemmdir.
Næstu skref eru að senda kafara niður að skipinu til að skoða og kanna hugsanlegar skemmdir. Landhelgisgæslan

Hollenska flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa á þriðjudaginn og varðskipið Freyja liggja nú úti á Steingrímsfirði á Ströndum. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hingað til hafa gengið vel.

„Áhöfnin á varðskipinu Freyju er búin að draga flutningaskipið inn til Steingrímsfjarðar og það hefur gengið mjög vel og næstu skref eru þau að það verður kafað niður að skipinu til að skoða bolinn og kanna hugsanlegar skemmdir.“ 

Að því búnu verði undirbúningur hafinn við að dæla olíu frá skipinu.

„Búnaður verður sendur norður frá Reykjavík. Við gerum ráð fyrir því að þeirri olíu verði dælt í tóma tanka á varðskipinu Freyju.“

Tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 af olíu eru um borð í skipinu.Landhelgisgæslan

Tengdar fréttir

„Við þurftum að fara svolítið varlega“

Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot í morgun. Skipherra á Freyju segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og vel. Nú sé skipið í rólegu togi þar til hægt verður að skoða það betur í skjóli. Það líti þó vel út eins og er.

Wilson Skaw komið á flot

Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot á tíunda tímanum í morgun. Varðskipið Freyja fikrar sig nú hægt áfram með skipið en nokkuð er um blindsker á svæðinu. 

2.000 tonn af salti og 195 tonn af olíu um borð

Engin merki eru um olíuleka frá flutningaskipinu Wilson Skaw sem strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa í gær. Tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 af olíu eru um borð í skipinu. Útlit er fyrir að létta þurfi skipið áður en ráðist verður í björgun þess og ljóst er að það verður ekki fært strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×