Tvær klappstýrur skotnar eftir að hafa sest upp í vitlausan bíl Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2023 08:37 Payton Washington slasaðist alvarlega í árásinni. Baylor Athletics Tvær klappstýrur voru skotnar af manni eftir að önnur þeirra settist óvart upp í bílinn hans. Var hann handtekinn og hefur verið kærður af lögreglu. Atvikið átti sér stað í gær nálægt borginni Austin í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Klappstýrurnar, sem báðar eru átján ára gamlar, voru saman í bíl fyrir utan verslun í bænum Elgin þegar ein þeirra, Heather Roth, fór úr bílnum til að fara að eigin ökutæki. Settist hún óvart upp í bíl sem ekki var í hennar eigu. Þar sat 25 ára karlmaður, Pedro Tello Rodriguez. Roth fór snögglega út úr bílnum og aftur í bíl vinkonu sinnar, Heather Washington. Pedro Tello Rodriguez Jr hefur verið kærður fyrir árásina.Lögreglan í Austin „Ég sá manninn fara út úr bílnum. Svo ég skrúfaði rúðuna mína niður og reyndi að biðja hann afsökunar. Hann tók þá upp byssu og byrjaði að skjóta okkur,“ sagði Roth í samtali við BBC. Hún slasaðist ekki alvarlega en Washington liggur nú á spítala með alvarlegri áverka. Er hún með rifið milta og áverka á brisi og þind. Búið er að fjarlægja miltað úr henni. Varð starfsmaður í verslun nálægt vitni að árásinni og tókst annað hvort honum eða stelpunum að skrá niður bílnúmerið á ökutæki Rodriguez. Var hann því handtekinn seinna um kvöldið og kærður af lögreglu fyrir árásina. Voru stelpurnar að undirbúa sig fyrir mót sem fer fram í Orlando í Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Liðsfélagar Washington og Roth hafa búið til GoFundMe-styrktarsíðu til að safna fyrir lækniskostnaði Washington. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Atvikið átti sér stað í gær nálægt borginni Austin í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Klappstýrurnar, sem báðar eru átján ára gamlar, voru saman í bíl fyrir utan verslun í bænum Elgin þegar ein þeirra, Heather Roth, fór úr bílnum til að fara að eigin ökutæki. Settist hún óvart upp í bíl sem ekki var í hennar eigu. Þar sat 25 ára karlmaður, Pedro Tello Rodriguez. Roth fór snögglega út úr bílnum og aftur í bíl vinkonu sinnar, Heather Washington. Pedro Tello Rodriguez Jr hefur verið kærður fyrir árásina.Lögreglan í Austin „Ég sá manninn fara út úr bílnum. Svo ég skrúfaði rúðuna mína niður og reyndi að biðja hann afsökunar. Hann tók þá upp byssu og byrjaði að skjóta okkur,“ sagði Roth í samtali við BBC. Hún slasaðist ekki alvarlega en Washington liggur nú á spítala með alvarlegri áverka. Er hún með rifið milta og áverka á brisi og þind. Búið er að fjarlægja miltað úr henni. Varð starfsmaður í verslun nálægt vitni að árásinni og tókst annað hvort honum eða stelpunum að skrá niður bílnúmerið á ökutæki Rodriguez. Var hann því handtekinn seinna um kvöldið og kærður af lögreglu fyrir árásina. Voru stelpurnar að undirbúa sig fyrir mót sem fer fram í Orlando í Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Liðsfélagar Washington og Roth hafa búið til GoFundMe-styrktarsíðu til að safna fyrir lækniskostnaði Washington.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira