Hættan ekki ný af nálinni en almenning þyrstir í upplýsingar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2023 21:02 Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að stjórnvöld hafi lengi vitað af málinu. Utanríkisráðherra segir Ísland ekki í meiri hættu en ella vegna njósna rússneskra skipa, þó fregnir af slíku séu ógnvænlegar. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur lítið hafa breyst annað en að almenningur hafi meiri upplýsingar en áður um mál af þessum toga, sem stjórnvöld þurfi að bregðast við. Ríkisfjölmiðlar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands birtu á dögunum fyrsta þátt sinn í heimildaþáttaröð um njósnir Rússa en greint var frá því að Rússar starfræki dulbúinn flota af njósnafleyjum í Norðursjó. Þar hafi þau kortlagt sæstrengi meðal annars og skoðað að vinna skemmdarverk ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta ógnvænlegar fréttir, þó þær komi ekki sérstaklega á óvart. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings,“ segir Þórdís. Taka málin af meiri alvöru en áður Ætla má að yfirvöld hafi vitað af málinu í nokkurn tíma en Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir það ekki að ástæðulausu að eftirlit hafi verið aukið sem og framlag til öryggis- og varnarmála. Umfjöllunin breyti litlu í því samhengi. „Það sem er kannski nýtt í þessu er að það verður almennari vitneskja með þessum hætti, þetta eru upplýsingar sem að gjarnan eru hjá öryggis- og leyniþjónustum viðkomandi ríkja og þá bundin trúnaði og það er þá ekki verið að bera þær upplýsingar á torg,“ segir Friðrik. Komið hefur fram að Rússar hafi meðal annars kortlagt íslenska sæstrengi, en árásir á þá myndu hafa gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag og í raun taka landið úr sambandi. Mögulega þurfi að efla varaleiðir þannig lágmarksupplýsingar komist til skila. Almennt séð sé hættan þó ekki ný af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið nær okkur en við höfum kannski viljað horfast í augu við. Umræða hér áður um öryggis- og varnarmál, ég hef leyft mér stundum að gagnrýna að hún hafi stundum verið á fliss-stiginu, hún hafi ekki verið tekin nógu hátíðlega og nógu alvarlega en það hefur breyst og það er til hins betra. Við eigum að taka þessi mál alvarlega,“ segir Friðrik. Stjórnvöld skoði það eflaust í framhaldinu hvernig upplýsingagjöf er háttað, þó það sé vandmeðfarið með tilliti til trúnaðarskyldu. „Það þarf að meta það í hvert skipti hvað er hægt að segja og hvernig er hægt að segja það. En fyrir almenning sem núna kannski í þessu umhverfi þyrstir í meiri upplýsingar, þá getur verið að það sé ekki fullnægjandi að segja; Við vitum af þessu, við erum að bregðast við, við erum að gera eitthvað. Hafið þið ekki áhyggjur,“ segir Friðrik. Öryggis- og varnarmál Rússland Hernaður Sæstrengir Tengdar fréttir Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 19. apríl 2023 08:33 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Ríkisfjölmiðlar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands birtu á dögunum fyrsta þátt sinn í heimildaþáttaröð um njósnir Rússa en greint var frá því að Rússar starfræki dulbúinn flota af njósnafleyjum í Norðursjó. Þar hafi þau kortlagt sæstrengi meðal annars og skoðað að vinna skemmdarverk ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta ógnvænlegar fréttir, þó þær komi ekki sérstaklega á óvart. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings,“ segir Þórdís. Taka málin af meiri alvöru en áður Ætla má að yfirvöld hafi vitað af málinu í nokkurn tíma en Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir það ekki að ástæðulausu að eftirlit hafi verið aukið sem og framlag til öryggis- og varnarmála. Umfjöllunin breyti litlu í því samhengi. „Það sem er kannski nýtt í þessu er að það verður almennari vitneskja með þessum hætti, þetta eru upplýsingar sem að gjarnan eru hjá öryggis- og leyniþjónustum viðkomandi ríkja og þá bundin trúnaði og það er þá ekki verið að bera þær upplýsingar á torg,“ segir Friðrik. Komið hefur fram að Rússar hafi meðal annars kortlagt íslenska sæstrengi, en árásir á þá myndu hafa gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag og í raun taka landið úr sambandi. Mögulega þurfi að efla varaleiðir þannig lágmarksupplýsingar komist til skila. Almennt séð sé hættan þó ekki ný af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið nær okkur en við höfum kannski viljað horfast í augu við. Umræða hér áður um öryggis- og varnarmál, ég hef leyft mér stundum að gagnrýna að hún hafi stundum verið á fliss-stiginu, hún hafi ekki verið tekin nógu hátíðlega og nógu alvarlega en það hefur breyst og það er til hins betra. Við eigum að taka þessi mál alvarlega,“ segir Friðrik. Stjórnvöld skoði það eflaust í framhaldinu hvernig upplýsingagjöf er háttað, þó það sé vandmeðfarið með tilliti til trúnaðarskyldu. „Það þarf að meta það í hvert skipti hvað er hægt að segja og hvernig er hægt að segja það. En fyrir almenning sem núna kannski í þessu umhverfi þyrstir í meiri upplýsingar, þá getur verið að það sé ekki fullnægjandi að segja; Við vitum af þessu, við erum að bregðast við, við erum að gera eitthvað. Hafið þið ekki áhyggjur,“ segir Friðrik.
Öryggis- og varnarmál Rússland Hernaður Sæstrengir Tengdar fréttir Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 19. apríl 2023 08:33 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 19. apríl 2023 08:33