Hættan ekki ný af nálinni en almenning þyrstir í upplýsingar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2023 21:02 Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að stjórnvöld hafi lengi vitað af málinu. Utanríkisráðherra segir Ísland ekki í meiri hættu en ella vegna njósna rússneskra skipa, þó fregnir af slíku séu ógnvænlegar. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur lítið hafa breyst annað en að almenningur hafi meiri upplýsingar en áður um mál af þessum toga, sem stjórnvöld þurfi að bregðast við. Ríkisfjölmiðlar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands birtu á dögunum fyrsta þátt sinn í heimildaþáttaröð um njósnir Rússa en greint var frá því að Rússar starfræki dulbúinn flota af njósnafleyjum í Norðursjó. Þar hafi þau kortlagt sæstrengi meðal annars og skoðað að vinna skemmdarverk ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta ógnvænlegar fréttir, þó þær komi ekki sérstaklega á óvart. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings,“ segir Þórdís. Taka málin af meiri alvöru en áður Ætla má að yfirvöld hafi vitað af málinu í nokkurn tíma en Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir það ekki að ástæðulausu að eftirlit hafi verið aukið sem og framlag til öryggis- og varnarmála. Umfjöllunin breyti litlu í því samhengi. „Það sem er kannski nýtt í þessu er að það verður almennari vitneskja með þessum hætti, þetta eru upplýsingar sem að gjarnan eru hjá öryggis- og leyniþjónustum viðkomandi ríkja og þá bundin trúnaði og það er þá ekki verið að bera þær upplýsingar á torg,“ segir Friðrik. Komið hefur fram að Rússar hafi meðal annars kortlagt íslenska sæstrengi, en árásir á þá myndu hafa gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag og í raun taka landið úr sambandi. Mögulega þurfi að efla varaleiðir þannig lágmarksupplýsingar komist til skila. Almennt séð sé hættan þó ekki ný af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið nær okkur en við höfum kannski viljað horfast í augu við. Umræða hér áður um öryggis- og varnarmál, ég hef leyft mér stundum að gagnrýna að hún hafi stundum verið á fliss-stiginu, hún hafi ekki verið tekin nógu hátíðlega og nógu alvarlega en það hefur breyst og það er til hins betra. Við eigum að taka þessi mál alvarlega,“ segir Friðrik. Stjórnvöld skoði það eflaust í framhaldinu hvernig upplýsingagjöf er háttað, þó það sé vandmeðfarið með tilliti til trúnaðarskyldu. „Það þarf að meta það í hvert skipti hvað er hægt að segja og hvernig er hægt að segja það. En fyrir almenning sem núna kannski í þessu umhverfi þyrstir í meiri upplýsingar, þá getur verið að það sé ekki fullnægjandi að segja; Við vitum af þessu, við erum að bregðast við, við erum að gera eitthvað. Hafið þið ekki áhyggjur,“ segir Friðrik. Öryggis- og varnarmál Rússland Hernaður Sæstrengir Tengdar fréttir Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 19. apríl 2023 08:33 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ríkisfjölmiðlar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands birtu á dögunum fyrsta þátt sinn í heimildaþáttaröð um njósnir Rússa en greint var frá því að Rússar starfræki dulbúinn flota af njósnafleyjum í Norðursjó. Þar hafi þau kortlagt sæstrengi meðal annars og skoðað að vinna skemmdarverk ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta ógnvænlegar fréttir, þó þær komi ekki sérstaklega á óvart. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings,“ segir Þórdís. Taka málin af meiri alvöru en áður Ætla má að yfirvöld hafi vitað af málinu í nokkurn tíma en Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir það ekki að ástæðulausu að eftirlit hafi verið aukið sem og framlag til öryggis- og varnarmála. Umfjöllunin breyti litlu í því samhengi. „Það sem er kannski nýtt í þessu er að það verður almennari vitneskja með þessum hætti, þetta eru upplýsingar sem að gjarnan eru hjá öryggis- og leyniþjónustum viðkomandi ríkja og þá bundin trúnaði og það er þá ekki verið að bera þær upplýsingar á torg,“ segir Friðrik. Komið hefur fram að Rússar hafi meðal annars kortlagt íslenska sæstrengi, en árásir á þá myndu hafa gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag og í raun taka landið úr sambandi. Mögulega þurfi að efla varaleiðir þannig lágmarksupplýsingar komist til skila. Almennt séð sé hættan þó ekki ný af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið nær okkur en við höfum kannski viljað horfast í augu við. Umræða hér áður um öryggis- og varnarmál, ég hef leyft mér stundum að gagnrýna að hún hafi stundum verið á fliss-stiginu, hún hafi ekki verið tekin nógu hátíðlega og nógu alvarlega en það hefur breyst og það er til hins betra. Við eigum að taka þessi mál alvarlega,“ segir Friðrik. Stjórnvöld skoði það eflaust í framhaldinu hvernig upplýsingagjöf er háttað, þó það sé vandmeðfarið með tilliti til trúnaðarskyldu. „Það þarf að meta það í hvert skipti hvað er hægt að segja og hvernig er hægt að segja það. En fyrir almenning sem núna kannski í þessu umhverfi þyrstir í meiri upplýsingar, þá getur verið að það sé ekki fullnægjandi að segja; Við vitum af þessu, við erum að bregðast við, við erum að gera eitthvað. Hafið þið ekki áhyggjur,“ segir Friðrik.
Öryggis- og varnarmál Rússland Hernaður Sæstrengir Tengdar fréttir Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 19. apríl 2023 08:33 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 19. apríl 2023 08:33