Þróttur sparkaði fyrrum nágrönnum sínum úr leik | Hádramatík hjá Stjörnunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 23:01 Stjarnan er komin áfram í Mjólkurbikarnum. Vísir/Hulda Margrét Öllum leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu er nú lokið. Þróttur Reykjavík lagði Fram í Úlfarsárdal, Valur „marði“ neðri deildarlið RB, Stjarnan og Keflavík fóru áfram eftir framlengda leiki. Þróttur R. leikur í Lengjudeildinni eftir að hafa komið upp úr 2. deildinni á síðustu leiktíð. Það var ekki að sjá í kvöld þegar liðið þrammaði upp í Úlfarsárdal og lagði fyrrum nágranna sína fram, lokatölur 2-3. Hinn ungi Emil Skúli Einarsson kom Þrótti yfir snemma leiks en Akureyringurinn Orri Sigurjónsson jafnaði fyrir Fram. Emil Skúli kom Þrótti aftur yfir eftir hálftíma leik og Izaro Abella Sanchez kom gestunum 3-1 yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Tiago Fernandes minnkaði muninn fyrir Fram í síðari hálfleik en þar við sat, lokatölur 2-3 og Þróttur R. komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Arnar Grétarsson gerði fjölda breytinga á Valsliðinu sem vann 5. deildarlið RB aðeins 4-1 á Hlíðarenda. Tvö síðustu mörkin komu þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hilmir Starri Hilmarsson, Þorsteinn Emil Jónsson, Haukur Páll Sigurðsson og Lúkas Logi Heimisson skoruðu mörk Vals. Í Garðabænum var ÍBV í heimsókn. Hvorki gestunum frá Eyjum né heimamönnum í Stjörnunni tókst að skora í venjulegum leiktíma, því var framlengt. Bjarki Björn Gunnarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði ÍBV. Gestirnir kláruðu leikinn því manni færri og treystu á að komast alla leið í vítaspyrnukeppni. Sindri Þór Ingimarsson með mark fyrir Stjörnumenn á lokasekúndum leiksins. Stjarnan er á leið í 16 liða úrslit! pic.twitter.com/3dt1sYlBRK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023 Það var svo ekki fyrr en tvær mínútur voru komnar fram yfir þær 30 mínútur sem framlengingin er þegar Stjarnan skoraði loks það sem reyndist sigurmarkið. Það gerði miðvörðurinn Sindri Þór Ingimarsson og tryggði heimamönnum sæti í 16-liða úrslitum. Að lokum skoraði Stefan Ljubicic eina markið í leik Keflavíkur og ÍA en þar þurfti einnig að framlengja. Keflavík komið áfram. Keflvíkingar leiða eftir mark Stefáns Ljubicic! pic.twitter.com/slEqscMl0W— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023 Markarskorarar af Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Breiðablik, KA, KR og Leiknir Reykjavík í sextán liða úrslit Breiðablik, KR og KA fóru nokkuð örugglega áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Leiknir Reykjavík dramatískan sigur. 19. apríl 2023 20:02 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Þróttur R. leikur í Lengjudeildinni eftir að hafa komið upp úr 2. deildinni á síðustu leiktíð. Það var ekki að sjá í kvöld þegar liðið þrammaði upp í Úlfarsárdal og lagði fyrrum nágranna sína fram, lokatölur 2-3. Hinn ungi Emil Skúli Einarsson kom Þrótti yfir snemma leiks en Akureyringurinn Orri Sigurjónsson jafnaði fyrir Fram. Emil Skúli kom Þrótti aftur yfir eftir hálftíma leik og Izaro Abella Sanchez kom gestunum 3-1 yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Tiago Fernandes minnkaði muninn fyrir Fram í síðari hálfleik en þar við sat, lokatölur 2-3 og Þróttur R. komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Arnar Grétarsson gerði fjölda breytinga á Valsliðinu sem vann 5. deildarlið RB aðeins 4-1 á Hlíðarenda. Tvö síðustu mörkin komu þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hilmir Starri Hilmarsson, Þorsteinn Emil Jónsson, Haukur Páll Sigurðsson og Lúkas Logi Heimisson skoruðu mörk Vals. Í Garðabænum var ÍBV í heimsókn. Hvorki gestunum frá Eyjum né heimamönnum í Stjörnunni tókst að skora í venjulegum leiktíma, því var framlengt. Bjarki Björn Gunnarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði ÍBV. Gestirnir kláruðu leikinn því manni færri og treystu á að komast alla leið í vítaspyrnukeppni. Sindri Þór Ingimarsson með mark fyrir Stjörnumenn á lokasekúndum leiksins. Stjarnan er á leið í 16 liða úrslit! pic.twitter.com/3dt1sYlBRK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023 Það var svo ekki fyrr en tvær mínútur voru komnar fram yfir þær 30 mínútur sem framlengingin er þegar Stjarnan skoraði loks það sem reyndist sigurmarkið. Það gerði miðvörðurinn Sindri Þór Ingimarsson og tryggði heimamönnum sæti í 16-liða úrslitum. Að lokum skoraði Stefan Ljubicic eina markið í leik Keflavíkur og ÍA en þar þurfti einnig að framlengja. Keflavík komið áfram. Keflvíkingar leiða eftir mark Stefáns Ljubicic! pic.twitter.com/slEqscMl0W— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023 Markarskorarar af Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Breiðablik, KA, KR og Leiknir Reykjavík í sextán liða úrslit Breiðablik, KR og KA fóru nokkuð örugglega áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Leiknir Reykjavík dramatískan sigur. 19. apríl 2023 20:02 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Breiðablik, KA, KR og Leiknir Reykjavík í sextán liða úrslit Breiðablik, KR og KA fóru nokkuð örugglega áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Leiknir Reykjavík dramatískan sigur. 19. apríl 2023 20:02