„Ég er bara orðlaus“ Hinrik Wöhler skrifar 19. apríl 2023 21:46 Einar Jónsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var langt niðri fyrir eftir eins marks tap sinna manna í Mosfellsbæ í kvöld. Tapið þýðir að Fram er á leið í sumarfrí eftir að hafa tapað í tvígang á móti Aftureldingu í 8-liða úrslitakeppni Olís-deildar karla. „Ég er bara orðlaus, við sýndum karakter og komum til baka. Við vorum búnir að grafa okkur eigin gröf fyrstu fimmtíu mínúturnar en við komum við afar sterkir til baka, en það skipti ekki máli í dag,“ sagði Einar eftir leikinn í Mosfellsbæ í kvöld. Fram skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu átján mínútum leiksins og sóknarleikurinn framan af leik var tilviljunarkenndur. „Við vorum að brenna alltof mikið af dauðafærum en við vorum að skapa okkur ágætis færi. Við vitum að Afturelding spilar mjög sterka vörn og þetta kom okkur ekkert á óvart. Staðan var 6-2 og þeir voru búnir að skora úr öllum sínum skotum á meðan við vorum að brenna víti og dauðafæri.“ „Munurinn lá eiginlega þar eftir þessar átján mínútur og eiginlega saga okkar leiks. Ég veit ekki hvað við förum með, þrjú eða fjögur víti, og örugglega á annan tug dauðafæra. Það er dýrt í svona leik og sérstaklega þegar þú skorar ekki meira en 23 mörk. Hraðaupphlaup, dauðafæri, færi af línu og vítaköst og fleira í þeim dúr, þetta telur virkilega mikið og sennilega það sem varð okkur að falli í dag.“ Fram breytti um vörn um miðbik síðari hálfleiks og byrjaði leikurinn að snúast Frömurum í hag, en því miður fyrir gestina var það um seinan. „Örugglega mátti breyta því fyrr miðað við hvernig það gekk allavega, en planið var á einhverjum tímapunkti að gera þetta. Hvort við gerðum það nógu snemma er erfitt að segja, ef og hefði. Erfitt að svara þessu. Ég hef ekki hugmynd um það.“ Framarar eru á leið í sumarfrí og verður Einar við stjórnvölinn hjá karla- og kvennaliði Fram á næsta tímabili. Einar var þokkalega sáttur með tímabilið þrátt fyrir að endalokin voru ekki þau sem hann óskaði sér. „Við erum vonandi reynslunni ríkari og deildarkeppnin var nokkuð góð hjá okkur, að komast meðal efstu fjóra en það hefur ekki gerst í langan tíma. Þetta er bara búinn að vera fínn vetur en auðvitað ætluðum okkur stærri hluti í þessari úrslitakeppni. Við mættum frábæru liði og ég óska þeim góðs gengis í framhaldinu. Við lítum mjög björtum augum á framhaldið þó það sé erfitt að tala um það núna. Við erum búnir að styrkja hópinn og við verðum með þrusulið á næsta ári, það er á hreinu,“ sagði Einar að lokum. Handbolti Fram Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 24-23 | Mosfellingar í undanúrslit eftir annan spennutrylli Afturelding er komið í undanúrslit Olís deildar karla í handbolta eftir spennutrylli gegn Fram. Báðir leikir liðanna enduðu með minnsta mun en það er Afturelding sem fer áfram. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:15 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
„Ég er bara orðlaus, við sýndum karakter og komum til baka. Við vorum búnir að grafa okkur eigin gröf fyrstu fimmtíu mínúturnar en við komum við afar sterkir til baka, en það skipti ekki máli í dag,“ sagði Einar eftir leikinn í Mosfellsbæ í kvöld. Fram skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu átján mínútum leiksins og sóknarleikurinn framan af leik var tilviljunarkenndur. „Við vorum að brenna alltof mikið af dauðafærum en við vorum að skapa okkur ágætis færi. Við vitum að Afturelding spilar mjög sterka vörn og þetta kom okkur ekkert á óvart. Staðan var 6-2 og þeir voru búnir að skora úr öllum sínum skotum á meðan við vorum að brenna víti og dauðafæri.“ „Munurinn lá eiginlega þar eftir þessar átján mínútur og eiginlega saga okkar leiks. Ég veit ekki hvað við förum með, þrjú eða fjögur víti, og örugglega á annan tug dauðafæra. Það er dýrt í svona leik og sérstaklega þegar þú skorar ekki meira en 23 mörk. Hraðaupphlaup, dauðafæri, færi af línu og vítaköst og fleira í þeim dúr, þetta telur virkilega mikið og sennilega það sem varð okkur að falli í dag.“ Fram breytti um vörn um miðbik síðari hálfleiks og byrjaði leikurinn að snúast Frömurum í hag, en því miður fyrir gestina var það um seinan. „Örugglega mátti breyta því fyrr miðað við hvernig það gekk allavega, en planið var á einhverjum tímapunkti að gera þetta. Hvort við gerðum það nógu snemma er erfitt að segja, ef og hefði. Erfitt að svara þessu. Ég hef ekki hugmynd um það.“ Framarar eru á leið í sumarfrí og verður Einar við stjórnvölinn hjá karla- og kvennaliði Fram á næsta tímabili. Einar var þokkalega sáttur með tímabilið þrátt fyrir að endalokin voru ekki þau sem hann óskaði sér. „Við erum vonandi reynslunni ríkari og deildarkeppnin var nokkuð góð hjá okkur, að komast meðal efstu fjóra en það hefur ekki gerst í langan tíma. Þetta er bara búinn að vera fínn vetur en auðvitað ætluðum okkur stærri hluti í þessari úrslitakeppni. Við mættum frábæru liði og ég óska þeim góðs gengis í framhaldinu. Við lítum mjög björtum augum á framhaldið þó það sé erfitt að tala um það núna. Við erum búnir að styrkja hópinn og við verðum með þrusulið á næsta ári, það er á hreinu,“ sagði Einar að lokum.
Handbolti Fram Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 24-23 | Mosfellingar í undanúrslit eftir annan spennutrylli Afturelding er komið í undanúrslit Olís deildar karla í handbolta eftir spennutrylli gegn Fram. Báðir leikir liðanna enduðu með minnsta mun en það er Afturelding sem fer áfram. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:15 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Fram 24-23 | Mosfellingar í undanúrslit eftir annan spennutrylli Afturelding er komið í undanúrslit Olís deildar karla í handbolta eftir spennutrylli gegn Fram. Báðir leikir liðanna enduðu með minnsta mun en það er Afturelding sem fer áfram. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:15