Hamarinn spyr ekki um stétt, stöðu eða kennitölu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 20. apríl 2023 08:00 Margrét segir nauðsynlegt að grípa ungmennin sem fyrst, sérstaklega þau sem komi fylgdarlaus. Börn af erlendum uppruna geta átt erfitt með að finna sig í skipulögðu tómstundastarfi og sérstaklega ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Í Hafnarfirði er starfrækt ungmennahús sem spyr ekki um stétt né stöðu, eða kennitölu. Samkvæmt gögnum frá starfshópi sem skilaði af sér niðurstöðum árið 2021 er lang minnst virkni í skipulögðu félagsstarfi frá aldrinum 16-18 ára. Það þarf ekki að koma mikið á óvart. Það er á þessu aldursbili sem ungmenni fara í framhaldsskóla og félagslífið þar tekur oft yfir. Það er einmitt aldurinn sem Hamarinn þjónustar en Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ segir mjög fjölbreyttan hóp sækja húsið. „Við erum bara með alla flóruna myndi ég segja, frá morgni til kvölds. En kannski í ljósi aðstæðna þá er að koma til okkar mikið af krökkum sem eru að bíða eftir því að fá úrlausn sinna mála varðandi kennitölur og fleira.“ Það er samt ekkert endilega auðvelt að ná til unga fólksins, þau eru ekki á sömu samfélagsmiðlum og fullorðnir og eiga kannski erfiðara með að finna út úr því hvar svona starf er að finna. „Við erum virk á samfélagsmiðlum, sérstaklega instagram, því krakkarnir eru hættir á facebook. En við erum líka í samstarfi við Red cross youth club. Þau koma hérna og eru með skipulögð kvöld tvisvar í mánuði. Þannig oftar kynnast krakkarnir Hamrinum og halda áfram að koma.“ Þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi hrynur eftir að grunnskólagöngu lýkur. Kassim kemur frá Venesúela en foreldrar hans eru upprunalega frá Líbanon, hann hefur verið duglegur að sækja Hamarinn heim, en hvernig frétti hann af húsinu? „Ég eignaðist vini á hótelinu og þeir fóru með mig hingað. Ég hef eignast marga vini hér. Þetta er góður staður.“ „Ég spila biljarð og hitti mikið af fólki. Þegar ég kom í fyrsta skiptið þá voru þrjátíu strákar hérna. Helmingurinn af öllum vinum mínum kemur í Hamarinn.“ Biljarð er vinsæl afþreying í ungmennahúsinu. Vísir/Bjarni Ísak Thomas stundar líka ungmennahúsið, hann heldur að það sé hægt að ná til ungmenna sem tala ekki íslensku. En hvernig heyrir ungt fólk af erlendum uppruna af húsinu? „Mér finnst ólíklegt að það hafi verið í gegnum foreldra, þar sem að mjög lítið af auglýsingunum sem ég hef sé hafa verið að ná almennilega til foreldra. Ég held að þau hafi sjálf séð auglýsingar um Hamarinn og orðið forvitinn eða heyrt frá vinum eða álíka. Það er mun líklegra.“ „Það er klárlega ekki nógu mikið gert til þess að koma fólki af erlendum uppruna inn í tómstundastarf. Það er mjög takmarkað úrval af tómstundastarfi á ensku eða öðrum tungumálum.“ Margrét segir að við verðum að grípa utan um ungt fólk á flótta. „Síðan má heldur ekki gleyma því að mikið af þessum krökkum eru að koma hingað ein. Við verðum að kippa þeim inn. Strax.“ Hafnarfjörður Félagsmál Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Samkvæmt gögnum frá starfshópi sem skilaði af sér niðurstöðum árið 2021 er lang minnst virkni í skipulögðu félagsstarfi frá aldrinum 16-18 ára. Það þarf ekki að koma mikið á óvart. Það er á þessu aldursbili sem ungmenni fara í framhaldsskóla og félagslífið þar tekur oft yfir. Það er einmitt aldurinn sem Hamarinn þjónustar en Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ segir mjög fjölbreyttan hóp sækja húsið. „Við erum bara með alla flóruna myndi ég segja, frá morgni til kvölds. En kannski í ljósi aðstæðna þá er að koma til okkar mikið af krökkum sem eru að bíða eftir því að fá úrlausn sinna mála varðandi kennitölur og fleira.“ Það er samt ekkert endilega auðvelt að ná til unga fólksins, þau eru ekki á sömu samfélagsmiðlum og fullorðnir og eiga kannski erfiðara með að finna út úr því hvar svona starf er að finna. „Við erum virk á samfélagsmiðlum, sérstaklega instagram, því krakkarnir eru hættir á facebook. En við erum líka í samstarfi við Red cross youth club. Þau koma hérna og eru með skipulögð kvöld tvisvar í mánuði. Þannig oftar kynnast krakkarnir Hamrinum og halda áfram að koma.“ Þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi hrynur eftir að grunnskólagöngu lýkur. Kassim kemur frá Venesúela en foreldrar hans eru upprunalega frá Líbanon, hann hefur verið duglegur að sækja Hamarinn heim, en hvernig frétti hann af húsinu? „Ég eignaðist vini á hótelinu og þeir fóru með mig hingað. Ég hef eignast marga vini hér. Þetta er góður staður.“ „Ég spila biljarð og hitti mikið af fólki. Þegar ég kom í fyrsta skiptið þá voru þrjátíu strákar hérna. Helmingurinn af öllum vinum mínum kemur í Hamarinn.“ Biljarð er vinsæl afþreying í ungmennahúsinu. Vísir/Bjarni Ísak Thomas stundar líka ungmennahúsið, hann heldur að það sé hægt að ná til ungmenna sem tala ekki íslensku. En hvernig heyrir ungt fólk af erlendum uppruna af húsinu? „Mér finnst ólíklegt að það hafi verið í gegnum foreldra, þar sem að mjög lítið af auglýsingunum sem ég hef sé hafa verið að ná almennilega til foreldra. Ég held að þau hafi sjálf séð auglýsingar um Hamarinn og orðið forvitinn eða heyrt frá vinum eða álíka. Það er mun líklegra.“ „Það er klárlega ekki nógu mikið gert til þess að koma fólki af erlendum uppruna inn í tómstundastarf. Það er mjög takmarkað úrval af tómstundastarfi á ensku eða öðrum tungumálum.“ Margrét segir að við verðum að grípa utan um ungt fólk á flótta. „Síðan má heldur ekki gleyma því að mikið af þessum krökkum eru að koma hingað ein. Við verðum að kippa þeim inn. Strax.“
Hafnarfjörður Félagsmál Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira