Einar Jónsson: Ýmislegt annað sem má laga í þessum handboltaleik Þorsteinn HJálmsson skrifar 16. apríl 2023 18:55 Einar vonsvikinn. Vísir/Diego Framarar eru lentir undir, 1-0, í einvígi sínu gegn Aftureldingu í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir framlengdan leik liðanna í Úlfarsárdal í kvöld þar sem lokatölur voru 30-33 Aftureldingu í vil. Aðspurður hvað hafi ráðið úrslitum í leiknum, sem var mjög sveiflukenndur, sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, þetta. „Það er von að þú spyrjir. Við áttum að klára þetta í venjulegum leiktíma, það er alveg á hreinu. Mér finnst við slakir í vörn í dag. Byrjum illa sóknarlega líka, mjötlum þetta samt áfram. Það kannski fer þar bara kannski best að segja sem minnst hvað það varðar.“ Fram hóf síðari hálfleik leiksins mjög vel eftir að hafa verið marki undir í hálfleik en misstu þá forystu hratt frá sér. Einar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Diego „Við vorum komnir hérna þrem yfir um miðbik seinni hálfleiks eða einhvers staðar þar um kring. Þá bara köstum við boltanum frá okkur, bara glórulausar ákvarðanir, illa framkvæmdar sóknir og þar vorum við sjálfum okkur verstir því miður. Við hefðum kannski getað verið með stærri forystu og fengið betri tök á leikinn, það er alveg klárt mál. Það er margt sem við getum lagað, alveg klárlega, en það er ýmislegt annað sem má laga í þessum handboltaleik,“ sagði Einar. Aðspurður hvort hann væri að tala um dómgæsluna varðandi það hvað mætti laga í leiknum þá neitaði hann því, þó í kaldhæðnislegum tón. „Nei, ég ætla ekki að segja neitt núna. Þeir eru alltaf frábærir, stóðu sig frábærlega, ekki spurning.“ Næsti leikur í einvíginu er á miðvikudaginn að Varmá í Mosfellsbæ. Einar bendir til himins.Vísir/Diego „Möguleikarnir eru bara að fara og spila betur og vinna þá og koma aftur hingað heim. Við fáum bara alvöru dómara á þann leik, þannig að þetta verður bara frábær umgjörð og ég er ánægður með það. Það er ekkert annað því til fyrirstöðu en bara að vinna þetta en við þurfum að spila betur. Vera betri varnarlega klárlega og sóknarlega erum við svolítið einhæfir. Við erum slakir í framlengingunni líka. Það er margt sem ég get talið upp hérna sem var ábótavant. Svona eru allir leikir búnir að vera, Fram-Afturelding. Við erum ekkert að grafa hausnum í sandinn við bara mætum teinréttir á miðvikudaginn og reynum að ná í topp frammistöðu og þá komum við aftur hingað,“ sagði Einar Jónsson að lokum. Handbolti Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 30-33 | Mosfellingur unnu í Úlfarsárdalnum Afturelding vann dramatískan þriggja marka sigur á Fram í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Framlengja þurfti leikinn en þar reyndist Afturelding sterkari. 16. apríl 2023 18:00 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Aðspurður hvað hafi ráðið úrslitum í leiknum, sem var mjög sveiflukenndur, sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, þetta. „Það er von að þú spyrjir. Við áttum að klára þetta í venjulegum leiktíma, það er alveg á hreinu. Mér finnst við slakir í vörn í dag. Byrjum illa sóknarlega líka, mjötlum þetta samt áfram. Það kannski fer þar bara kannski best að segja sem minnst hvað það varðar.“ Fram hóf síðari hálfleik leiksins mjög vel eftir að hafa verið marki undir í hálfleik en misstu þá forystu hratt frá sér. Einar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Diego „Við vorum komnir hérna þrem yfir um miðbik seinni hálfleiks eða einhvers staðar þar um kring. Þá bara köstum við boltanum frá okkur, bara glórulausar ákvarðanir, illa framkvæmdar sóknir og þar vorum við sjálfum okkur verstir því miður. Við hefðum kannski getað verið með stærri forystu og fengið betri tök á leikinn, það er alveg klárt mál. Það er margt sem við getum lagað, alveg klárlega, en það er ýmislegt annað sem má laga í þessum handboltaleik,“ sagði Einar. Aðspurður hvort hann væri að tala um dómgæsluna varðandi það hvað mætti laga í leiknum þá neitaði hann því, þó í kaldhæðnislegum tón. „Nei, ég ætla ekki að segja neitt núna. Þeir eru alltaf frábærir, stóðu sig frábærlega, ekki spurning.“ Næsti leikur í einvíginu er á miðvikudaginn að Varmá í Mosfellsbæ. Einar bendir til himins.Vísir/Diego „Möguleikarnir eru bara að fara og spila betur og vinna þá og koma aftur hingað heim. Við fáum bara alvöru dómara á þann leik, þannig að þetta verður bara frábær umgjörð og ég er ánægður með það. Það er ekkert annað því til fyrirstöðu en bara að vinna þetta en við þurfum að spila betur. Vera betri varnarlega klárlega og sóknarlega erum við svolítið einhæfir. Við erum slakir í framlengingunni líka. Það er margt sem ég get talið upp hérna sem var ábótavant. Svona eru allir leikir búnir að vera, Fram-Afturelding. Við erum ekkert að grafa hausnum í sandinn við bara mætum teinréttir á miðvikudaginn og reynum að ná í topp frammistöðu og þá komum við aftur hingað,“ sagði Einar Jónsson að lokum.
Handbolti Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 30-33 | Mosfellingur unnu í Úlfarsárdalnum Afturelding vann dramatískan þriggja marka sigur á Fram í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Framlengja þurfti leikinn en þar reyndist Afturelding sterkari. 16. apríl 2023 18:00 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 30-33 | Mosfellingur unnu í Úlfarsárdalnum Afturelding vann dramatískan þriggja marka sigur á Fram í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Framlengja þurfti leikinn en þar reyndist Afturelding sterkari. 16. apríl 2023 18:00