„Fólk gerir mistök en mistök trekk í trekk eru ekki boðleg“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. apríl 2023 18:15 Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals. Vísir/Dúi „Það er náttúrulega bara trekk í trekk vonbrigði með ÍTF. Við vildum taka höndum saman og lýsa yfir óánægju okkar með þessi vinnubrögð,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals, um ákvörðun fyrirliða liða í Bestu deild kvenna að mæta ekki á fund ÍTF þar sem taka átti upp kynningarefni fyrir deildina. Elísa hefði ekki komist þá þar sem hún verður að keppa í Meistarakeppni KSÍ á sama tíma. „Klárlega var þetta svolítið dropinn sem fyllti mælinn. Að boða okkur í tökur á þeim degi sem við erum að spila Meistarar meistaranna. Það er í raun fyrsti leikur í móti, eins og við horfum á það. Það var klárlega dropinn sem fyllti mælinn en það voru atvik vikum áður sem voru líka eitthvað sem við vorum ekki hressar með en þarna fannst okkur við þurfa að standa í lappirnar og koma okkar á framfæri.“ Átti að vera auglýsing fyrir báðar deildir „Fyrst og fremst þessi auglýsing. Að hún hafi komist í gegn án þess að nokkur hafi sett spurningamerki við. Frábær auglýsing, ætla ekki að setja út á það en að kvenmenn hafi ekki verið framar þar í flokki voru vonbrigði. Þetta átti að vera auglýsing fyrir báðar deildir. Þegar ég horfði á auglýsinguna í fyrsta skipti hélt ég að þetta væri bara fyrir Bestu deild karla og var þá að bíða eftir kvenna auglýsingunni. Svo var víst ekki,“ sagði Elísa aðspurð hvað það var í aðdragandanum sem þær voru ekki sáttar með. „Svo auðvitað þessi Fantasy-deild. Við erum alltaf að reyna ryðja veginn fyrir komandi kynslóðir. Þetta er ofboðslega mikilvægt skref í þessari kvenréttindabaráttu og til að lyfta kvennaboltanum á næsta stig. Fyrir mér snýst þetta ekki um peninga, snýst um að lyfta fyrirmyndum upp og gera þær sýnilegar. Þannig erum við að búa til betri knattspyrnukonur fyrir framtíðina.“ Klippa: Elísa Viðarsdóttir um ÍTF: Fólk gerir mistök en mistök trekk í trekk eru ekki boðleg Þetta skiptir sköpum „Mér finnst þetta alvarlegt upp á það að gera að við erum ekki að lyfta kvenfyrirmyndum nægilega mikið upp. Við erum ekki eins sýnilegar fyrir litlu stelpunum okkar. Þetta skiptir sköpum þegar við erum að reyna fara í þróun með það að koma kvennaboltanum lengra eða á hærri stall. Þetta er allt klárlega partur af því. Mín skoðun er sú að mér finnst þetta ekki boðlegt, erum klárlega að taka skref aftur á bak.“ „Erum búin að vera taka framfaraskref frá því ég byrjaði í meistaraflokki, þau hafa verið svakalega stór og hröð. Mér finnst þetta skref aftur á bak og vonandi verður þessi umræða til þess að þetta mun ekki koma fyrir aftur. Fólk gerir mistök en mistök trekk í trekk eru ekki boðleg svo við viljum sjá ÍTF gera betur.“ „Fyrst og fremst vonbrigði kannski. Finnst ekki smekklegt hjá Þóri að koma svona fram. Hann á að vita betur og ég held að hann viti alveg betur,“ sagði Elísa aðspurð út í ummæli Þóris Hákonarsonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, og starfsmanns ÍTF. „Ég vildi óska þess að svarið væri nei. Ég held að það sé enginn að smána kvennaboltann, held það sé ekki grunnurinn að þessu. Held að þetta sé fyrst og fremst hugsunarleysi. Maður vill ekki að kyn skipti máli þegar kemur að svona baráttu eða lyfta báðum deildum til jafns. Kannski þurfum við að fá inn einhvern sem hefur virkilega brennandi áhuga á kvennabolta. Það er fullt af fólki þarna úti sem hefur áhuga, hvort sem það eru konur eða karlar. Það væri kannski byrjunin,“ sagði Elísa um kynjaskiptingu starfsmanna ÍTF og hvort það hefði áhrif.“ Að endingu var Elísa spurð hvernig hún væri stemmd fyrir komandi tímabili. Svarið við því sem og viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir ÍTF hefur boðað forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna á fund Hagsmunasamtökin Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur gefið út tilkynningu eftir umræðu undanfarna daga. Þar segir að ÍTF hafi boðið forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á fund til að ræða málin. 16. apríl 2023 17:08 Enginn Fantasy leikur fyrir kvennadeildina: „Besta-deild karla kemst ekki í top 30“ Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna. 5. apríl 2023 12:00 „Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
„Klárlega var þetta svolítið dropinn sem fyllti mælinn. Að boða okkur í tökur á þeim degi sem við erum að spila Meistarar meistaranna. Það er í raun fyrsti leikur í móti, eins og við horfum á það. Það var klárlega dropinn sem fyllti mælinn en það voru atvik vikum áður sem voru líka eitthvað sem við vorum ekki hressar með en þarna fannst okkur við þurfa að standa í lappirnar og koma okkar á framfæri.“ Átti að vera auglýsing fyrir báðar deildir „Fyrst og fremst þessi auglýsing. Að hún hafi komist í gegn án þess að nokkur hafi sett spurningamerki við. Frábær auglýsing, ætla ekki að setja út á það en að kvenmenn hafi ekki verið framar þar í flokki voru vonbrigði. Þetta átti að vera auglýsing fyrir báðar deildir. Þegar ég horfði á auglýsinguna í fyrsta skipti hélt ég að þetta væri bara fyrir Bestu deild karla og var þá að bíða eftir kvenna auglýsingunni. Svo var víst ekki,“ sagði Elísa aðspurð hvað það var í aðdragandanum sem þær voru ekki sáttar með. „Svo auðvitað þessi Fantasy-deild. Við erum alltaf að reyna ryðja veginn fyrir komandi kynslóðir. Þetta er ofboðslega mikilvægt skref í þessari kvenréttindabaráttu og til að lyfta kvennaboltanum á næsta stig. Fyrir mér snýst þetta ekki um peninga, snýst um að lyfta fyrirmyndum upp og gera þær sýnilegar. Þannig erum við að búa til betri knattspyrnukonur fyrir framtíðina.“ Klippa: Elísa Viðarsdóttir um ÍTF: Fólk gerir mistök en mistök trekk í trekk eru ekki boðleg Þetta skiptir sköpum „Mér finnst þetta alvarlegt upp á það að gera að við erum ekki að lyfta kvenfyrirmyndum nægilega mikið upp. Við erum ekki eins sýnilegar fyrir litlu stelpunum okkar. Þetta skiptir sköpum þegar við erum að reyna fara í þróun með það að koma kvennaboltanum lengra eða á hærri stall. Þetta er allt klárlega partur af því. Mín skoðun er sú að mér finnst þetta ekki boðlegt, erum klárlega að taka skref aftur á bak.“ „Erum búin að vera taka framfaraskref frá því ég byrjaði í meistaraflokki, þau hafa verið svakalega stór og hröð. Mér finnst þetta skref aftur á bak og vonandi verður þessi umræða til þess að þetta mun ekki koma fyrir aftur. Fólk gerir mistök en mistök trekk í trekk eru ekki boðleg svo við viljum sjá ÍTF gera betur.“ „Fyrst og fremst vonbrigði kannski. Finnst ekki smekklegt hjá Þóri að koma svona fram. Hann á að vita betur og ég held að hann viti alveg betur,“ sagði Elísa aðspurð út í ummæli Þóris Hákonarsonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, og starfsmanns ÍTF. „Ég vildi óska þess að svarið væri nei. Ég held að það sé enginn að smána kvennaboltann, held það sé ekki grunnurinn að þessu. Held að þetta sé fyrst og fremst hugsunarleysi. Maður vill ekki að kyn skipti máli þegar kemur að svona baráttu eða lyfta báðum deildum til jafns. Kannski þurfum við að fá inn einhvern sem hefur virkilega brennandi áhuga á kvennabolta. Það er fullt af fólki þarna úti sem hefur áhuga, hvort sem það eru konur eða karlar. Það væri kannski byrjunin,“ sagði Elísa um kynjaskiptingu starfsmanna ÍTF og hvort það hefði áhrif.“ Að endingu var Elísa spurð hvernig hún væri stemmd fyrir komandi tímabili. Svarið við því sem og viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir ÍTF hefur boðað forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna á fund Hagsmunasamtökin Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur gefið út tilkynningu eftir umræðu undanfarna daga. Þar segir að ÍTF hafi boðið forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á fund til að ræða málin. 16. apríl 2023 17:08 Enginn Fantasy leikur fyrir kvennadeildina: „Besta-deild karla kemst ekki í top 30“ Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna. 5. apríl 2023 12:00 „Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
ÍTF hefur boðað forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna á fund Hagsmunasamtökin Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur gefið út tilkynningu eftir umræðu undanfarna daga. Þar segir að ÍTF hafi boðið forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á fund til að ræða málin. 16. apríl 2023 17:08
Enginn Fantasy leikur fyrir kvennadeildina: „Besta-deild karla kemst ekki í top 30“ Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna. 5. apríl 2023 12:00
„Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki