Ráðstefna um loftslagsbreytingar og aðlögun Árni Sæberg skrifar 17. apríl 2023 08:00 Ráðstefnan verður haldin á Grand hótel í Reykjavík. Vísir/Egill Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2023 og af því tilefni stendur Veðurstofa Íslands, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, fyrir norrænni ráðstefnu um loftslagsbreytingar og aðlögun, NOCCA23. Ráðstefnan fer fram dagana 17. og 18. apríl á Grand hótel auk þess sem hægt verður að fylgjast með í streymi hér að neðan. Á ráðstefnunni í ár verður lögð sérstök áhersla á hvernig sveitarfélög á Norðurlöndunum undirbúa sig undir áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga. Meðal annars verður fjallað um skipulagsgerð með það að markmiði að auka loftslagsþol, áskoranir tengdar hækkandi sjávarstöðu, áhrif loftslagsbreytinga þvert á landamæri og náttúrumiðaðar lausnir sem leið til þess að búa sig undir breyttan heim. Á viðburðinum verða saman komnir norrænir sérfræðingar í viðfangsefninu frá sveitarfélögum og ráðuneytum, fagstofnunum og fyrirtækjum, háskólum og félagasamtökum. Það er því ljóst að um einstakt tækifæri er að ræða til þess að skiptast á þekkingu og læra af því sem vel hefur verið gert og jafnvel því sem illa hefur farið. Fyrri dagur ráðstefnunnar samanstendur af fjölbreyttum fyrirlestrum en á seinni deginum gefst fundargestum tækifæri á að taka í áhugaverðum og skemmtilegum vinnustofum þar sem meðal annars verður notast við íslensk tilfelli til þess leita að úrlausnum áskorana. Niðurstöður ráðstefnunnar verða teknar saman í stefnuskjal sem mun nýtast sem leiðarvísir fyrir áframhaldandi norrænt samstarf á þessu sviði. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á www.nocca.is. Hægt verður að fylgjast með fyrri ráðstefnudeginum í beinu streymi en þeim sem hafa áhuga á þátttöku í vinnustofum er bent á að hægt er að skrá sig sérstaklega á þær. Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Ráðstefnan fer fram dagana 17. og 18. apríl á Grand hótel auk þess sem hægt verður að fylgjast með í streymi hér að neðan. Á ráðstefnunni í ár verður lögð sérstök áhersla á hvernig sveitarfélög á Norðurlöndunum undirbúa sig undir áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga. Meðal annars verður fjallað um skipulagsgerð með það að markmiði að auka loftslagsþol, áskoranir tengdar hækkandi sjávarstöðu, áhrif loftslagsbreytinga þvert á landamæri og náttúrumiðaðar lausnir sem leið til þess að búa sig undir breyttan heim. Á viðburðinum verða saman komnir norrænir sérfræðingar í viðfangsefninu frá sveitarfélögum og ráðuneytum, fagstofnunum og fyrirtækjum, háskólum og félagasamtökum. Það er því ljóst að um einstakt tækifæri er að ræða til þess að skiptast á þekkingu og læra af því sem vel hefur verið gert og jafnvel því sem illa hefur farið. Fyrri dagur ráðstefnunnar samanstendur af fjölbreyttum fyrirlestrum en á seinni deginum gefst fundargestum tækifæri á að taka í áhugaverðum og skemmtilegum vinnustofum þar sem meðal annars verður notast við íslensk tilfelli til þess leita að úrlausnum áskorana. Niðurstöður ráðstefnunnar verða teknar saman í stefnuskjal sem mun nýtast sem leiðarvísir fyrir áframhaldandi norrænt samstarf á þessu sviði. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á www.nocca.is. Hægt verður að fylgjast með fyrri ráðstefnudeginum í beinu streymi en þeim sem hafa áhuga á þátttöku í vinnustofum er bent á að hægt er að skrá sig sérstaklega á þær.
Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira