Fótbolti

Kalmar á toppinn eftir sigur á meisturum Häcken | Hákon Rafn hélt hreinu í stór­sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Davíð Kristján er kominn á toppinn í Svíþjóð.
Davíð Kristján er kominn á toppinn í Svíþjóð. Kalmar

Hákon Rafn Valdimarsson spilaði allan leikinn í 5-0 sigri Elfsborg á Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Það gerði Davíð Kristján Ólafsson einnig í óvæntum 3-1 útisigri Kalmar á meisturum Häcken.

Elfsborg gerði svo gott sem út um leikinn á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Staðan var þá orðin 2-0 og þannig var hún enn þegar Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af varamannabekk Elfsborg eftir hálftíma leik.

Í upphafi síðari hálfleiks bættu heimamenn við tveimur mörkum og kláruðu dæmið eftir rúma klukkustund. Lokatölur 5-0 og Elfsborg komið á blað í sænsku deildinni.

Valgeir Lunddal Friðriksson sat allan tímann á bekknum þegar Häcken tapaði nokkuð óvænt fyrir Kalmar á heimavelli. Davíð Kristján stóð vaktina í vinstri bakverði Kalmar og nældi sér í gult spjald á 26. mínútu.

Kalmar fer með sigrinum upp í toppsæti deildarinnar með 6 stig að loknum 3 leikjum. Häcken er í 2. sæti með jafn mörg stig á meðan Elfsborg er í 4. sæti með 4 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×