Hildur greinir frá komu drengsins á Facebook síðu sinni. Þar segir að drengurinn hafi fæðst á skírdag, þremur vikum fyrir settan dag.
„Við þurftum að vera í viku á Landspítalanum meðal annars þar sem litli páskaunginn okkar var of gulur. Það er ekki ofsagt að af þeim tugum heilbrigðisstarfsmanna sem aðstoðuðu okkur voru þau öll með eindæmum stórkostleg,“ segir í Facebook færslu Hildar.
Fyrir tveimur árum síðan greindi Hildur frá því í viðtali við DV að hún hafi sjálf kynnst því af eigin raun að ekki sé sjálfgefið að eignast barn. Þá hafði hún farið í fjórar meðferðir hjá Livio, sem sérhæfir sig í frjósemismeðferðum, á tveimur árum, án árangurs.
Hildur hefur verið ötul baráttukona fyrir því að regluverk í kringum tæknifrjóvganir verði einfaldað auk þess sem að hún hefur barist fyrir auknu frelsi og sjálfsákvörðunarrétti fyrir þá sem þurfa að nýta sér tæknifrjóvgun.