Fjölmiðlar og framtíðin Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. apríl 2023 06:01 Mörg fjölmiðlafyrirtæki um allan heim eiga við ramman reip að draga um þessar mundir. Ör tækniþróun, samfélagsmiðlar og breytt neysluhegðun hefur óumdeilanlega áhrif á reksturinn. Fyrirtækin hafa sum hver þurft undirgangast uppskurð til að aðlaga sig breyttum veruleika. Sum hafa það ekki af, líkt og örlög Fréttablaðsins bera glöggt vitni um. En fjölmiðlar eru ekki einir um að þurfa að finna frumlegar leiðir til að fóta sig í breyttum veruleika á tækniöld. Ekki þarf að leita langt yfir skammt til að finna sambærileg dæmi. Bankaþjónusta hefur gerbreyst, Uber hefur haft þau áhrif að starfsumhverfi leigubílstjóra tók stakkaskiptum og það heyrir til undantekninga ef manneskja af holdi og blóði afgreiðir þig í verslun með matvöru. Fjölmiðlar líkt og önnur fyrirtæki standa frammi fyrir því að þurfa að aðlaga fyrirtæki sín að breyttum heimi. Pólítíkin á ekki að standa í stafni slíkrar frumkvöðlastarfsemi. Hlutverk stjórnmálanna er að búa svo um hnútana að eðlileg flóra fjölmiðla geti þrifist og að þau séu ekki beinlínis fyrir. Á hinu pólítíska sviði er það einkum tvennt sem stendur því fyrir þrifum að fjölmiðlafyrirtæki með framtíðarsýn geti siglt báruna - þótt gefi á bátinn - og vonandi endað í höfn. Annars vegar er það vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og hins vegar sú staðreynd að ógrynni auglýsingafjár frá íslenskum fyrirtækjum rennur úr landi til erlendra fyrirtækja og streymisveitna. Þessi staða hefur legið fyrir lengi. Ráðherrar málaflokksins, hver á fætur öðrum, hafa stigið fram og lýst yfir þungum áhyggjum. Síðan hefur hver bútasaumslausnin rekið aðra undanfarinn áratug eða svo. Nú síðast, hundruð milljóna greiðslur á ári úr ríkissjóði sem hafa svo gott sem ekkert að segja um stóru myndina. Svo er skipuð nefnd. Og nefnd um þá nefnd. Fjölmiðlamarkaðurinn liggur nokkurn veginn svona. Hér á landi eru starfræktir tveir, stórir einkareknir miðlar. Þeir eru undir merkjum Sýnar annars vegar og Árvakurs hins vegar. Ölmusa úr ríkissjóði hefur engin teljandi áhrif á þessa miðla. Fjölmiðlastyrknum var ætlað að halda úti hinum minni miðlum. Það hefur algerlega mistekist miðað við hversu margir hafa horfið á braut á eingöngu fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Niðurstaðan er sú að ef það er yfir höfuð áhugi á því meðal valdhafa að sjá til þess að hér sé frjór jarðvegur undir lýðræðislega og fjölbreytta umræðu er löngu kominn tími á að líta málið raunsæjum augum. Annars vegar þarf að taka ríflegt gjald af þeim erlendu fyrirtækjum sem selja auglýsingar hér á landi fyrir marga milljarða á ári skattfrjálst. Hins vegar þarf að fjarlægja Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og gera eðlilega hagræðingarkröfu á stofnunina svo jafna megi samkeppnisgrundvöllinn. Það þarf að slá í klárinn. Á meðan stjórnmálin gaufast áfram verður framhald á atgervisflótta úr blaðamannastétt, dýrmæt vörumerki tapast og verðmætur tími sem ætti að nýta til framþróunar glatast. Eftir því sem málið dregst á langinn eiga íslensk fjölmiðlafyrirtæki enn lengra í land til að snúa vörn í sókn. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Mörg fjölmiðlafyrirtæki um allan heim eiga við ramman reip að draga um þessar mundir. Ör tækniþróun, samfélagsmiðlar og breytt neysluhegðun hefur óumdeilanlega áhrif á reksturinn. Fyrirtækin hafa sum hver þurft undirgangast uppskurð til að aðlaga sig breyttum veruleika. Sum hafa það ekki af, líkt og örlög Fréttablaðsins bera glöggt vitni um. En fjölmiðlar eru ekki einir um að þurfa að finna frumlegar leiðir til að fóta sig í breyttum veruleika á tækniöld. Ekki þarf að leita langt yfir skammt til að finna sambærileg dæmi. Bankaþjónusta hefur gerbreyst, Uber hefur haft þau áhrif að starfsumhverfi leigubílstjóra tók stakkaskiptum og það heyrir til undantekninga ef manneskja af holdi og blóði afgreiðir þig í verslun með matvöru. Fjölmiðlar líkt og önnur fyrirtæki standa frammi fyrir því að þurfa að aðlaga fyrirtæki sín að breyttum heimi. Pólítíkin á ekki að standa í stafni slíkrar frumkvöðlastarfsemi. Hlutverk stjórnmálanna er að búa svo um hnútana að eðlileg flóra fjölmiðla geti þrifist og að þau séu ekki beinlínis fyrir. Á hinu pólítíska sviði er það einkum tvennt sem stendur því fyrir þrifum að fjölmiðlafyrirtæki með framtíðarsýn geti siglt báruna - þótt gefi á bátinn - og vonandi endað í höfn. Annars vegar er það vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og hins vegar sú staðreynd að ógrynni auglýsingafjár frá íslenskum fyrirtækjum rennur úr landi til erlendra fyrirtækja og streymisveitna. Þessi staða hefur legið fyrir lengi. Ráðherrar málaflokksins, hver á fætur öðrum, hafa stigið fram og lýst yfir þungum áhyggjum. Síðan hefur hver bútasaumslausnin rekið aðra undanfarinn áratug eða svo. Nú síðast, hundruð milljóna greiðslur á ári úr ríkissjóði sem hafa svo gott sem ekkert að segja um stóru myndina. Svo er skipuð nefnd. Og nefnd um þá nefnd. Fjölmiðlamarkaðurinn liggur nokkurn veginn svona. Hér á landi eru starfræktir tveir, stórir einkareknir miðlar. Þeir eru undir merkjum Sýnar annars vegar og Árvakurs hins vegar. Ölmusa úr ríkissjóði hefur engin teljandi áhrif á þessa miðla. Fjölmiðlastyrknum var ætlað að halda úti hinum minni miðlum. Það hefur algerlega mistekist miðað við hversu margir hafa horfið á braut á eingöngu fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Niðurstaðan er sú að ef það er yfir höfuð áhugi á því meðal valdhafa að sjá til þess að hér sé frjór jarðvegur undir lýðræðislega og fjölbreytta umræðu er löngu kominn tími á að líta málið raunsæjum augum. Annars vegar þarf að taka ríflegt gjald af þeim erlendu fyrirtækjum sem selja auglýsingar hér á landi fyrir marga milljarða á ári skattfrjálst. Hins vegar þarf að fjarlægja Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og gera eðlilega hagræðingarkröfu á stofnunina svo jafna megi samkeppnisgrundvöllinn. Það þarf að slá í klárinn. Á meðan stjórnmálin gaufast áfram verður framhald á atgervisflótta úr blaðamannastétt, dýrmæt vörumerki tapast og verðmætur tími sem ætti að nýta til framþróunar glatast. Eftir því sem málið dregst á langinn eiga íslensk fjölmiðlafyrirtæki enn lengra í land til að snúa vörn í sókn. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun