MS segir koma til greina að endurskoða markpósta til foreldra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. apríl 2023 06:41 Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur segir foreldra fullfæra um að sjá um næringu barna sinna. Aðsend Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir koma til greina að endurskoða þá aðferðafræði að senda markpóst heim til einstaklinga sem hafa nýverið eignast barn. „Við viljum auðvitað ekki valda fólki ama með þessum markpósti,“ segir hann í svörum við fyrirspurn fréttastofu. Vísir greindi frá gagnrýni móður í gær, sem sagði meðal annars galið að inni á vefnum Heilsuvera væri talað um einstök vörumerki. Þá sagðist hún hafa sent Persónuvernd fyrirspurn vegna fyrirtækja sem virðast fá upplýsingar um fæðingar á landinu. „Ég spyr hvaðan MS fær þessar upplýsingar,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um markpóst MS um Stoðmjólk, „af hverju þau hafi aðgang að þeim og hvers vegna þetta fyrirtæki megi senda svona.“ Björn segir MS af og til fá skilaboð eða spurningar frá foreldrum um markpóstinn en fyrirtækið notist við þjónustu Þjóðskrár og fái þaðan útsendingarlista fyrir foreldra 6 til 7 mánaða gamalla barna. „Samkvæmt opinberum ráðleggingum um næringu ungbarna er mælt með að börn fái Stoðmjólk, þ.e. sérstaka stoðblöndu eða þurrmjólk, þegar hætt er að gefa barninu móðurmjólk,“ segir Björn. „Stoðmjólk var þróuð á sínum tíma í samvinnu við rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala og samstarfshóp um næringu ungbarna á vegum Manneldisráðs, Landlæknisembættisins, barnalækna við Landspítala, félags barnahjúkrunarfræðinga og félags heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Stoðmjólkin er sniðin að þörfum ung- og smábarna frá 6 mánaða aldri og samsetningin samkvæmt reglugerð um ungbarnablöndur og stoðblöndur. Þegar Stoðmjólkin kom á markað fyrir 20 árum var járnskortur nokkuð algengur meðal íslenskra ungbarna en með tilkomu vörunnar og breyttra ráðlegginga um næringu ungbarna hefur tekist nánast að útrýma járnskorti meðal íslenskra ungbarna. Það hefur verið staðfest með rannsókn sem gerð var á íslenskum börnum fæddum árið 2005. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru birtar í European Journal of Clinical Nutrition 2012,“ segir Björn. Hulda, sem er vegan, benti hins vegar á að fólk væri meðvitað um að börn þyrftu járn, fitusýrur og önnur mikilvæg næringarefni. „Umhverfi okkar er þannig í dag að við getum lesið okkur til, valið hvaða næringu við ætlum að gefa og það þarf ekki að ota ákveðinni vöru frá MS að okkur,“ sagði hún. Matvælaframleiðsla Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Vísir greindi frá gagnrýni móður í gær, sem sagði meðal annars galið að inni á vefnum Heilsuvera væri talað um einstök vörumerki. Þá sagðist hún hafa sent Persónuvernd fyrirspurn vegna fyrirtækja sem virðast fá upplýsingar um fæðingar á landinu. „Ég spyr hvaðan MS fær þessar upplýsingar,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um markpóst MS um Stoðmjólk, „af hverju þau hafi aðgang að þeim og hvers vegna þetta fyrirtæki megi senda svona.“ Björn segir MS af og til fá skilaboð eða spurningar frá foreldrum um markpóstinn en fyrirtækið notist við þjónustu Þjóðskrár og fái þaðan útsendingarlista fyrir foreldra 6 til 7 mánaða gamalla barna. „Samkvæmt opinberum ráðleggingum um næringu ungbarna er mælt með að börn fái Stoðmjólk, þ.e. sérstaka stoðblöndu eða þurrmjólk, þegar hætt er að gefa barninu móðurmjólk,“ segir Björn. „Stoðmjólk var þróuð á sínum tíma í samvinnu við rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala og samstarfshóp um næringu ungbarna á vegum Manneldisráðs, Landlæknisembættisins, barnalækna við Landspítala, félags barnahjúkrunarfræðinga og félags heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Stoðmjólkin er sniðin að þörfum ung- og smábarna frá 6 mánaða aldri og samsetningin samkvæmt reglugerð um ungbarnablöndur og stoðblöndur. Þegar Stoðmjólkin kom á markað fyrir 20 árum var járnskortur nokkuð algengur meðal íslenskra ungbarna en með tilkomu vörunnar og breyttra ráðlegginga um næringu ungbarna hefur tekist nánast að útrýma járnskorti meðal íslenskra ungbarna. Það hefur verið staðfest með rannsókn sem gerð var á íslenskum börnum fæddum árið 2005. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru birtar í European Journal of Clinical Nutrition 2012,“ segir Björn. Hulda, sem er vegan, benti hins vegar á að fólk væri meðvitað um að börn þyrftu járn, fitusýrur og önnur mikilvæg næringarefni. „Umhverfi okkar er þannig í dag að við getum lesið okkur til, valið hvaða næringu við ætlum að gefa og það þarf ekki að ota ákveðinni vöru frá MS að okkur,“ sagði hún.
Matvælaframleiðsla Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira