Sex skemmtistöðum lokað tímabundið í nótt vegna réttindalausra dyravarða Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2023 07:40 Föstudagskvöldið hefur eflaust verið sérstaklega langt fyrir marga enda föstudagurinn langi í gær. Vísir/Vilhelm Nokkur erill var á lögreglunni í nótt. Meðal þeirra verkefna sem lögreglan sinnti var eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en þar kom í ljós að fjöldi réttindalausra dyravarða var að störfum. Einnig var aðstoðar lögreglu óskað vegna líkamsárásar í vesturbænum. Þá gerðist fjöldi ökumanna sekir um akstursbrot vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í vesturbænum var lögreglan kölluð til vegna líkamsárásar og eignaspjalla rúmlega tíu í gærkvöldi. Frá tíu til eitt sinnti lögreglan eftirliti með samkomustöðum í miðborg Reykjavíkur. Þar kom í ljós að réttindalausir dyraverðir voru við störf á sex stöðum. Þeim var gert að hætta störfum á meðan vaktstjórar útveguðu dyraverði með réttindi í staðinn. Málin eru rannsökuð sem brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og eiga staðirnir og ábyrgðarmenn þeirra yfir höfði sér sekt vegna þessa. Laust fyrir þrjú voru tveir aðilar kærðir fyrir að kasta af sér þvagi á almannafæri í miðbænum. Það hefur verið dýrt piss. Ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum eða akandi réttindalausir Víða um höfuðborgarsvæðið voru ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum eða þá sektaðir vegna annarra brota. Skömmu fyrir fjögur í nótt var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í Bústaðahverfi. Fyrr um kvöldið höfðu tveir ökumenn verið handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna, annar í miðbæ Kópavogs og hinn í Fellahverfinu í Breiðholti. Allir þrír voru látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Ökumenn voru einnig sektaðir vegna annarra brota. Tveir ökumenn voru sektaðir fyrir að aka bifreið sviptir ökuréttindum, annar um kvöldmatarleytið í Hafnarfirði og hinn um þrjúleytið í nótt í Grafarvoginum. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að aka með of marga farþega og voru börn ekki í viðeigandi öryggisbúnaði þar. Að sögn lögreglu verður málið tilkynnt til barnaverndarnefndar. Reykjavík Lögreglumál Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í vesturbænum var lögreglan kölluð til vegna líkamsárásar og eignaspjalla rúmlega tíu í gærkvöldi. Frá tíu til eitt sinnti lögreglan eftirliti með samkomustöðum í miðborg Reykjavíkur. Þar kom í ljós að réttindalausir dyraverðir voru við störf á sex stöðum. Þeim var gert að hætta störfum á meðan vaktstjórar útveguðu dyraverði með réttindi í staðinn. Málin eru rannsökuð sem brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og eiga staðirnir og ábyrgðarmenn þeirra yfir höfði sér sekt vegna þessa. Laust fyrir þrjú voru tveir aðilar kærðir fyrir að kasta af sér þvagi á almannafæri í miðbænum. Það hefur verið dýrt piss. Ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum eða akandi réttindalausir Víða um höfuðborgarsvæðið voru ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum eða þá sektaðir vegna annarra brota. Skömmu fyrir fjögur í nótt var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í Bústaðahverfi. Fyrr um kvöldið höfðu tveir ökumenn verið handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna, annar í miðbæ Kópavogs og hinn í Fellahverfinu í Breiðholti. Allir þrír voru látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Ökumenn voru einnig sektaðir vegna annarra brota. Tveir ökumenn voru sektaðir fyrir að aka bifreið sviptir ökuréttindum, annar um kvöldmatarleytið í Hafnarfirði og hinn um þrjúleytið í nótt í Grafarvoginum. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að aka með of marga farþega og voru börn ekki í viðeigandi öryggisbúnaði þar. Að sögn lögreglu verður málið tilkynnt til barnaverndarnefndar.
Reykjavík Lögreglumál Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent