Heimsfræg górilla geispaði óvænt golunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2023 10:45 Bokito vaknaði ekki aftur eftir að starfsmenn dýragarðsins svæfðu hann. EPA/Evert-Jan Daniels Górillan Bokito sem varð heimsfræg árið 2007 þegar hún flúði úr dýragarði í Rotterdam og réðist á þrjár manneskjur, þar á meðal sinn helsta aðdáenda, er nú látin eftir snörp veikindi. Enn er óvitað hvað dró Bokito til dauða en síðastliðinn sunnudag veiktist hann og missti alla matarlyst. Starfsmenn dýragarðsins svæfðu hann til að gefa honum næringu í æð en Bokito vaknaði ekki aftur eftir það. Rannsókn á dauða hans stendur nú yfir og hefur górillubúrinu verið lokað til að leyfa hinum górillunum að syrgja. Bokito eignaðist alls tíu afkvæmi og þúsundir aðdáenda svo það eru vafalaust margir sem syrgja fráfall hans.EPA/ED OUDENAARDEN Erik Zevenbergen, forseti dýragarðsins, sagði að það væri ljóst að górillurnar væru í mikilli sorg og það sama ætti við um starfsmenn dýragarðsins. Þá sagði hann „Bokito var kærleiksríkur fjölskyldufaðir sem við munum öll sakna mjög mikið.“ Þess ber að geta að Bokito var eitt af þeim dýragarðsdýrum sem veiktust af Covid árið 2021 þegar faraldurinn reið yfir. Þá fann Bokito fyrir ýmsum einkennum, hósta og slappleika en var fljótur að jafna sig. Almennt ná górillur allt að 40 ára aldri í dýragörðum en Bokito var aðeins 27 ára þegar hann dó. Réðist á aðdáenda eftir ítrekaðar ögranir hennar Bokito varð heimsfrægur eftir að hann stökk yfir skurð sem aðskildi búr hans og gesti Biljdorp-dýragarðsins í Rotterdam árið 2007. Talið er tvennt hafi ögrað Bokito. Annars vegar börn sem léku sér að kasta steinum í hann og hins vegar kona sem hafði vanið komur sínar daglega í dýragarðinn til að horfa á Bokito. Konan hafði ítrekað sett lófa sína upp að gleri búrsins og horft beint í augu Bokito. Vísindamenn sem hafa rannsakað hegðun górilla halda því fram að górillur líti á beint augnsamband sem ögrun. Eftir að Bokito stökk yfir síkið réðist hann á konuna, kastaði henni fram og til baka og beit hana fjölmörgum sinnum. Síðan fór hann inn á kaffiteríu dýragarðsins og réðist þar á tvo gesti til viðbótar áður en hann var skotinn með svæfingarpílu. Í viðtölum við fjölmiðla eftir atvikið sagðist konan ekki vera sár út í Bokito og að hann væri enn uppáhaldið hennar. Hún sagði að þegar hún hafi sett lófa sinn upp að gleri búrsins hafi hann sett sinn lófa upp að glerinum hinu megin. Þá hafi hún brosað til hans og hann brosað til baka. Forseti dýragarðsins á þeim tíma, Ton Dorresteijn, var ekki sammála þessari túlkun konunnar. „Tíðir gestir, eins og hún, brosa til górillunnar og sjá hann brosa til baka. En górillur brosa aldrei,“ sagði hann í viðtali við Den Telegraf árið 2007 og bætti við „Þegar hann lyftir efri vörinni þá er það ógnun.“ Árásin leiddi til nýsköpunar og orðasmíðar Uppákoman vakti heimsathygli og ferðaðist fólk víða að til að berja górilluna augum. Innan Hollands varð Bokito jafnframt að stjörnu og varð flótti hennar innblástur að tveimur fyrirbærum. Bokito-kíkirinn sem varð til í kjölfar árásar Bokito vann til virtra hönnunarverðlauna. Annars vegar Bokito-kíkjanna (Bokitokikjer), gleraugna sem voru hönnuð til að fólk gæti horft á dýragarðsdýr án þess að dýrin gerðu sér grein fyrir því (sjá mynd). Hins vegar var það orðið „Bokitoproof“ sem var kosið orð ársins í Hollandi 2007 og merkir það sem er nógu sterkt til að þola árás brjálaðrar górillu. Mark Rutte, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, vísaði líka ítrekað í Bokito í deilum við Tyrki þar sem hann sagði að Bokito-hegðun dugði skammt. Það er allavega ljóst að áhrif að áhrifa Bokito gætir víða og veður hans sárt saknað. Dýr Holland Dýragarðar Tengdar fréttir Górilla slasar tvo á flótta í Rotterdam Górilla flúði af afgirtu svæði og slasaði tvær manneskjur í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi í dag. Ekki er vitað hvernig górillan slap af svæðinu, eða hversu alvarlega fólkið er slasað. Lögregla sagði að fyrstu skýrslur gæfu til kynna að ekki væri um alvarlega áverka að ræða. 18. maí 2007 15:07 Górilla slapp úr búri sínu Skelfing greip um sig í dýragarði í Rotterdam í gær þegar górilluapinn Bokito slapp út úr búri sínu. Fólk flúði í allar áttir og varð af talsverður troðningur. Bokito sem er sagður alla jafna skapgóður og blíður kunni þessum látum illa og slæmdi höndunum í fjóra gesti, sem hlutu af einhver meiðsli. 19. maí 2007 09:47 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Sjá meira
Enn er óvitað hvað dró Bokito til dauða en síðastliðinn sunnudag veiktist hann og missti alla matarlyst. Starfsmenn dýragarðsins svæfðu hann til að gefa honum næringu í æð en Bokito vaknaði ekki aftur eftir það. Rannsókn á dauða hans stendur nú yfir og hefur górillubúrinu verið lokað til að leyfa hinum górillunum að syrgja. Bokito eignaðist alls tíu afkvæmi og þúsundir aðdáenda svo það eru vafalaust margir sem syrgja fráfall hans.EPA/ED OUDENAARDEN Erik Zevenbergen, forseti dýragarðsins, sagði að það væri ljóst að górillurnar væru í mikilli sorg og það sama ætti við um starfsmenn dýragarðsins. Þá sagði hann „Bokito var kærleiksríkur fjölskyldufaðir sem við munum öll sakna mjög mikið.“ Þess ber að geta að Bokito var eitt af þeim dýragarðsdýrum sem veiktust af Covid árið 2021 þegar faraldurinn reið yfir. Þá fann Bokito fyrir ýmsum einkennum, hósta og slappleika en var fljótur að jafna sig. Almennt ná górillur allt að 40 ára aldri í dýragörðum en Bokito var aðeins 27 ára þegar hann dó. Réðist á aðdáenda eftir ítrekaðar ögranir hennar Bokito varð heimsfrægur eftir að hann stökk yfir skurð sem aðskildi búr hans og gesti Biljdorp-dýragarðsins í Rotterdam árið 2007. Talið er tvennt hafi ögrað Bokito. Annars vegar börn sem léku sér að kasta steinum í hann og hins vegar kona sem hafði vanið komur sínar daglega í dýragarðinn til að horfa á Bokito. Konan hafði ítrekað sett lófa sína upp að gleri búrsins og horft beint í augu Bokito. Vísindamenn sem hafa rannsakað hegðun górilla halda því fram að górillur líti á beint augnsamband sem ögrun. Eftir að Bokito stökk yfir síkið réðist hann á konuna, kastaði henni fram og til baka og beit hana fjölmörgum sinnum. Síðan fór hann inn á kaffiteríu dýragarðsins og réðist þar á tvo gesti til viðbótar áður en hann var skotinn með svæfingarpílu. Í viðtölum við fjölmiðla eftir atvikið sagðist konan ekki vera sár út í Bokito og að hann væri enn uppáhaldið hennar. Hún sagði að þegar hún hafi sett lófa sinn upp að gleri búrsins hafi hann sett sinn lófa upp að glerinum hinu megin. Þá hafi hún brosað til hans og hann brosað til baka. Forseti dýragarðsins á þeim tíma, Ton Dorresteijn, var ekki sammála þessari túlkun konunnar. „Tíðir gestir, eins og hún, brosa til górillunnar og sjá hann brosa til baka. En górillur brosa aldrei,“ sagði hann í viðtali við Den Telegraf árið 2007 og bætti við „Þegar hann lyftir efri vörinni þá er það ógnun.“ Árásin leiddi til nýsköpunar og orðasmíðar Uppákoman vakti heimsathygli og ferðaðist fólk víða að til að berja górilluna augum. Innan Hollands varð Bokito jafnframt að stjörnu og varð flótti hennar innblástur að tveimur fyrirbærum. Bokito-kíkirinn sem varð til í kjölfar árásar Bokito vann til virtra hönnunarverðlauna. Annars vegar Bokito-kíkjanna (Bokitokikjer), gleraugna sem voru hönnuð til að fólk gæti horft á dýragarðsdýr án þess að dýrin gerðu sér grein fyrir því (sjá mynd). Hins vegar var það orðið „Bokitoproof“ sem var kosið orð ársins í Hollandi 2007 og merkir það sem er nógu sterkt til að þola árás brjálaðrar górillu. Mark Rutte, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, vísaði líka ítrekað í Bokito í deilum við Tyrki þar sem hann sagði að Bokito-hegðun dugði skammt. Það er allavega ljóst að áhrif að áhrifa Bokito gætir víða og veður hans sárt saknað.
Dýr Holland Dýragarðar Tengdar fréttir Górilla slasar tvo á flótta í Rotterdam Górilla flúði af afgirtu svæði og slasaði tvær manneskjur í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi í dag. Ekki er vitað hvernig górillan slap af svæðinu, eða hversu alvarlega fólkið er slasað. Lögregla sagði að fyrstu skýrslur gæfu til kynna að ekki væri um alvarlega áverka að ræða. 18. maí 2007 15:07 Górilla slapp úr búri sínu Skelfing greip um sig í dýragarði í Rotterdam í gær þegar górilluapinn Bokito slapp út úr búri sínu. Fólk flúði í allar áttir og varð af talsverður troðningur. Bokito sem er sagður alla jafna skapgóður og blíður kunni þessum látum illa og slæmdi höndunum í fjóra gesti, sem hlutu af einhver meiðsli. 19. maí 2007 09:47 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Sjá meira
Górilla slasar tvo á flótta í Rotterdam Górilla flúði af afgirtu svæði og slasaði tvær manneskjur í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi í dag. Ekki er vitað hvernig górillan slap af svæðinu, eða hversu alvarlega fólkið er slasað. Lögregla sagði að fyrstu skýrslur gæfu til kynna að ekki væri um alvarlega áverka að ræða. 18. maí 2007 15:07
Górilla slapp úr búri sínu Skelfing greip um sig í dýragarði í Rotterdam í gær þegar górilluapinn Bokito slapp út úr búri sínu. Fólk flúði í allar áttir og varð af talsverður troðningur. Bokito sem er sagður alla jafna skapgóður og blíður kunni þessum látum illa og slæmdi höndunum í fjóra gesti, sem hlutu af einhver meiðsli. 19. maí 2007 09:47