Heimsfræg górilla geispaði óvænt golunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2023 10:45 Bokito vaknaði ekki aftur eftir að starfsmenn dýragarðsins svæfðu hann. EPA/Evert-Jan Daniels Górillan Bokito sem varð heimsfræg árið 2007 þegar hún flúði úr dýragarði í Rotterdam og réðist á þrjár manneskjur, þar á meðal sinn helsta aðdáenda, er nú látin eftir snörp veikindi. Enn er óvitað hvað dró Bokito til dauða en síðastliðinn sunnudag veiktist hann og missti alla matarlyst. Starfsmenn dýragarðsins svæfðu hann til að gefa honum næringu í æð en Bokito vaknaði ekki aftur eftir það. Rannsókn á dauða hans stendur nú yfir og hefur górillubúrinu verið lokað til að leyfa hinum górillunum að syrgja. Bokito eignaðist alls tíu afkvæmi og þúsundir aðdáenda svo það eru vafalaust margir sem syrgja fráfall hans.EPA/ED OUDENAARDEN Erik Zevenbergen, forseti dýragarðsins, sagði að það væri ljóst að górillurnar væru í mikilli sorg og það sama ætti við um starfsmenn dýragarðsins. Þá sagði hann „Bokito var kærleiksríkur fjölskyldufaðir sem við munum öll sakna mjög mikið.“ Þess ber að geta að Bokito var eitt af þeim dýragarðsdýrum sem veiktust af Covid árið 2021 þegar faraldurinn reið yfir. Þá fann Bokito fyrir ýmsum einkennum, hósta og slappleika en var fljótur að jafna sig. Almennt ná górillur allt að 40 ára aldri í dýragörðum en Bokito var aðeins 27 ára þegar hann dó. Réðist á aðdáenda eftir ítrekaðar ögranir hennar Bokito varð heimsfrægur eftir að hann stökk yfir skurð sem aðskildi búr hans og gesti Biljdorp-dýragarðsins í Rotterdam árið 2007. Talið er tvennt hafi ögrað Bokito. Annars vegar börn sem léku sér að kasta steinum í hann og hins vegar kona sem hafði vanið komur sínar daglega í dýragarðinn til að horfa á Bokito. Konan hafði ítrekað sett lófa sína upp að gleri búrsins og horft beint í augu Bokito. Vísindamenn sem hafa rannsakað hegðun górilla halda því fram að górillur líti á beint augnsamband sem ögrun. Eftir að Bokito stökk yfir síkið réðist hann á konuna, kastaði henni fram og til baka og beit hana fjölmörgum sinnum. Síðan fór hann inn á kaffiteríu dýragarðsins og réðist þar á tvo gesti til viðbótar áður en hann var skotinn með svæfingarpílu. Í viðtölum við fjölmiðla eftir atvikið sagðist konan ekki vera sár út í Bokito og að hann væri enn uppáhaldið hennar. Hún sagði að þegar hún hafi sett lófa sinn upp að gleri búrsins hafi hann sett sinn lófa upp að glerinum hinu megin. Þá hafi hún brosað til hans og hann brosað til baka. Forseti dýragarðsins á þeim tíma, Ton Dorresteijn, var ekki sammála þessari túlkun konunnar. „Tíðir gestir, eins og hún, brosa til górillunnar og sjá hann brosa til baka. En górillur brosa aldrei,“ sagði hann í viðtali við Den Telegraf árið 2007 og bætti við „Þegar hann lyftir efri vörinni þá er það ógnun.“ Árásin leiddi til nýsköpunar og orðasmíðar Uppákoman vakti heimsathygli og ferðaðist fólk víða að til að berja górilluna augum. Innan Hollands varð Bokito jafnframt að stjörnu og varð flótti hennar innblástur að tveimur fyrirbærum. Bokito-kíkirinn sem varð til í kjölfar árásar Bokito vann til virtra hönnunarverðlauna. Annars vegar Bokito-kíkjanna (Bokitokikjer), gleraugna sem voru hönnuð til að fólk gæti horft á dýragarðsdýr án þess að dýrin gerðu sér grein fyrir því (sjá mynd). Hins vegar var það orðið „Bokitoproof“ sem var kosið orð ársins í Hollandi 2007 og merkir það sem er nógu sterkt til að þola árás brjálaðrar górillu. Mark Rutte, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, vísaði líka ítrekað í Bokito í deilum við Tyrki þar sem hann sagði að Bokito-hegðun dugði skammt. Það er allavega ljóst að áhrif að áhrifa Bokito gætir víða og veður hans sárt saknað. Dýr Holland Dýragarðar Tengdar fréttir Górilla slasar tvo á flótta í Rotterdam Górilla flúði af afgirtu svæði og slasaði tvær manneskjur í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi í dag. Ekki er vitað hvernig górillan slap af svæðinu, eða hversu alvarlega fólkið er slasað. Lögregla sagði að fyrstu skýrslur gæfu til kynna að ekki væri um alvarlega áverka að ræða. 18. maí 2007 15:07 Górilla slapp úr búri sínu Skelfing greip um sig í dýragarði í Rotterdam í gær þegar górilluapinn Bokito slapp út úr búri sínu. Fólk flúði í allar áttir og varð af talsverður troðningur. Bokito sem er sagður alla jafna skapgóður og blíður kunni þessum látum illa og slæmdi höndunum í fjóra gesti, sem hlutu af einhver meiðsli. 19. maí 2007 09:47 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Enn er óvitað hvað dró Bokito til dauða en síðastliðinn sunnudag veiktist hann og missti alla matarlyst. Starfsmenn dýragarðsins svæfðu hann til að gefa honum næringu í æð en Bokito vaknaði ekki aftur eftir það. Rannsókn á dauða hans stendur nú yfir og hefur górillubúrinu verið lokað til að leyfa hinum górillunum að syrgja. Bokito eignaðist alls tíu afkvæmi og þúsundir aðdáenda svo það eru vafalaust margir sem syrgja fráfall hans.EPA/ED OUDENAARDEN Erik Zevenbergen, forseti dýragarðsins, sagði að það væri ljóst að górillurnar væru í mikilli sorg og það sama ætti við um starfsmenn dýragarðsins. Þá sagði hann „Bokito var kærleiksríkur fjölskyldufaðir sem við munum öll sakna mjög mikið.“ Þess ber að geta að Bokito var eitt af þeim dýragarðsdýrum sem veiktust af Covid árið 2021 þegar faraldurinn reið yfir. Þá fann Bokito fyrir ýmsum einkennum, hósta og slappleika en var fljótur að jafna sig. Almennt ná górillur allt að 40 ára aldri í dýragörðum en Bokito var aðeins 27 ára þegar hann dó. Réðist á aðdáenda eftir ítrekaðar ögranir hennar Bokito varð heimsfrægur eftir að hann stökk yfir skurð sem aðskildi búr hans og gesti Biljdorp-dýragarðsins í Rotterdam árið 2007. Talið er tvennt hafi ögrað Bokito. Annars vegar börn sem léku sér að kasta steinum í hann og hins vegar kona sem hafði vanið komur sínar daglega í dýragarðinn til að horfa á Bokito. Konan hafði ítrekað sett lófa sína upp að gleri búrsins og horft beint í augu Bokito. Vísindamenn sem hafa rannsakað hegðun górilla halda því fram að górillur líti á beint augnsamband sem ögrun. Eftir að Bokito stökk yfir síkið réðist hann á konuna, kastaði henni fram og til baka og beit hana fjölmörgum sinnum. Síðan fór hann inn á kaffiteríu dýragarðsins og réðist þar á tvo gesti til viðbótar áður en hann var skotinn með svæfingarpílu. Í viðtölum við fjölmiðla eftir atvikið sagðist konan ekki vera sár út í Bokito og að hann væri enn uppáhaldið hennar. Hún sagði að þegar hún hafi sett lófa sinn upp að gleri búrsins hafi hann sett sinn lófa upp að glerinum hinu megin. Þá hafi hún brosað til hans og hann brosað til baka. Forseti dýragarðsins á þeim tíma, Ton Dorresteijn, var ekki sammála þessari túlkun konunnar. „Tíðir gestir, eins og hún, brosa til górillunnar og sjá hann brosa til baka. En górillur brosa aldrei,“ sagði hann í viðtali við Den Telegraf árið 2007 og bætti við „Þegar hann lyftir efri vörinni þá er það ógnun.“ Árásin leiddi til nýsköpunar og orðasmíðar Uppákoman vakti heimsathygli og ferðaðist fólk víða að til að berja górilluna augum. Innan Hollands varð Bokito jafnframt að stjörnu og varð flótti hennar innblástur að tveimur fyrirbærum. Bokito-kíkirinn sem varð til í kjölfar árásar Bokito vann til virtra hönnunarverðlauna. Annars vegar Bokito-kíkjanna (Bokitokikjer), gleraugna sem voru hönnuð til að fólk gæti horft á dýragarðsdýr án þess að dýrin gerðu sér grein fyrir því (sjá mynd). Hins vegar var það orðið „Bokitoproof“ sem var kosið orð ársins í Hollandi 2007 og merkir það sem er nógu sterkt til að þola árás brjálaðrar górillu. Mark Rutte, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, vísaði líka ítrekað í Bokito í deilum við Tyrki þar sem hann sagði að Bokito-hegðun dugði skammt. Það er allavega ljóst að áhrif að áhrifa Bokito gætir víða og veður hans sárt saknað.
Dýr Holland Dýragarðar Tengdar fréttir Górilla slasar tvo á flótta í Rotterdam Górilla flúði af afgirtu svæði og slasaði tvær manneskjur í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi í dag. Ekki er vitað hvernig górillan slap af svæðinu, eða hversu alvarlega fólkið er slasað. Lögregla sagði að fyrstu skýrslur gæfu til kynna að ekki væri um alvarlega áverka að ræða. 18. maí 2007 15:07 Górilla slapp úr búri sínu Skelfing greip um sig í dýragarði í Rotterdam í gær þegar górilluapinn Bokito slapp út úr búri sínu. Fólk flúði í allar áttir og varð af talsverður troðningur. Bokito sem er sagður alla jafna skapgóður og blíður kunni þessum látum illa og slæmdi höndunum í fjóra gesti, sem hlutu af einhver meiðsli. 19. maí 2007 09:47 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Górilla slasar tvo á flótta í Rotterdam Górilla flúði af afgirtu svæði og slasaði tvær manneskjur í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi í dag. Ekki er vitað hvernig górillan slap af svæðinu, eða hversu alvarlega fólkið er slasað. Lögregla sagði að fyrstu skýrslur gæfu til kynna að ekki væri um alvarlega áverka að ræða. 18. maí 2007 15:07
Górilla slapp úr búri sínu Skelfing greip um sig í dýragarði í Rotterdam í gær þegar górilluapinn Bokito slapp út úr búri sínu. Fólk flúði í allar áttir og varð af talsverður troðningur. Bokito sem er sagður alla jafna skapgóður og blíður kunni þessum látum illa og slæmdi höndunum í fjóra gesti, sem hlutu af einhver meiðsli. 19. maí 2007 09:47