Deilan um Ríkarðshús leyst Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. apríl 2023 07:01 Ríkarður í vinnustofu sinni við Grundarstíg. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Samkomulag hefur náðst um framtíð Ríkarðshús á Djúpavogi á milli stjórnar félagsins og afkomenda myndhöggvarans Ríkarðs Jónssonar. Áður hafði gjafagerningur til safnsins verið dreginn til baka af Ásdísi dóttur Ríkarðs. „Þetta er í eins góðum farvegi og hægt er,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður stjórnar Ríkarðshúss og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Djúpavogi. Stefnt er að því að safnið verið flutt í húsnæði er kallast Sambúð en húsnæðismál safnsins voru ástæða fyrir því að gjöfinni var rift á sínum tíma. Einbýlishús, jörð og flygill Fréttablaðið greindi frá því í júní árið 2021 að gjöfin hefði verið dregin til baka. Um er að ræða einbýlishús í Reykjavík, jörð í Mosfellsbæ, sumarhús í Hveragerði, stóran flygil, málverk eftir listamenn á borð við Jóhannes Kjarval og Finn Jónsson og ótal verk eftir Ríkarð Jónsson, fyrsta og einn fremsta myndhöggvara og útskurðarmeistara Íslands. Meðal verka Ríkarðs eru fundarhamar Sameinuðu þjóðanna og fyrsta landvættarskjaldarmerki Íslands. Ásdís og tvíburasystir hennar Ólöf vildu gefa eigur sínar til þess að koma safni föður síns á laggirnar. Var gert samkomulag við Djúpavogshrepp þar að lútandi árið 2012. Gjöfin átti að verða arfur til safnsins við andlát systranna. Ólöf er nú látin en Ásdís verður 101 árs í sumar. Ríkarður bjó lengst af í Reykjavík og hafði sína vinnustofu við Grundarstíg en hann var fæddur í Hamarsfirði við Djúpavog. Því var safnið sett þar á fót. Vildu systurnar að safnið hefði útsýni yfir Búlandstindinn. Sýning í sumar Framan af var erfitt að finna hentugt húsnæði fyrir Ríkarðshús og afar dýrt hefði verið að byggja nýtt hús undir safnið. Um tíma var safnið í húsi er kallast Langabúð, sem systurnar voru ekki sáttar við sem framtíðarhúsnæði safnsins. Heldur ekki svokallað Faktorshús sem sveitarstjórn hugðist koma safninu fyrir í um tíma. Annað húsnæði, Vogaland 5, kom til greina en þangað flutti listasafnið Ars Longa. Gauti Jóhannesson formaður stjórnar Ríkarðshúss og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Djúpavogi.Vilhelm Gunnarsson Í umfjöllun Fréttablaðsins í mars árið 2022 kom fram að heimastjórn Djúpavogs vildi leysa húsnæðiskapalinn og koma Ríkarðshúsi fyrir í húsi er kallast Sambúð, sem er hrátt húsnæði sem hýsir meðal annars björgunarsveitina og Rauða krossinn. Voru systurnar sáttar við það húsnæði, meðal annars út af staðsetningunni og útsýninu. Hefur það núna orðið raunin. Múlaþing Menning Söfn Tengdar fréttir Hreppurinn var tilbúinn að bjóða hærra í fálka Ríkarðs á uppboðinu Nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
„Þetta er í eins góðum farvegi og hægt er,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður stjórnar Ríkarðshúss og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Djúpavogi. Stefnt er að því að safnið verið flutt í húsnæði er kallast Sambúð en húsnæðismál safnsins voru ástæða fyrir því að gjöfinni var rift á sínum tíma. Einbýlishús, jörð og flygill Fréttablaðið greindi frá því í júní árið 2021 að gjöfin hefði verið dregin til baka. Um er að ræða einbýlishús í Reykjavík, jörð í Mosfellsbæ, sumarhús í Hveragerði, stóran flygil, málverk eftir listamenn á borð við Jóhannes Kjarval og Finn Jónsson og ótal verk eftir Ríkarð Jónsson, fyrsta og einn fremsta myndhöggvara og útskurðarmeistara Íslands. Meðal verka Ríkarðs eru fundarhamar Sameinuðu þjóðanna og fyrsta landvættarskjaldarmerki Íslands. Ásdís og tvíburasystir hennar Ólöf vildu gefa eigur sínar til þess að koma safni föður síns á laggirnar. Var gert samkomulag við Djúpavogshrepp þar að lútandi árið 2012. Gjöfin átti að verða arfur til safnsins við andlát systranna. Ólöf er nú látin en Ásdís verður 101 árs í sumar. Ríkarður bjó lengst af í Reykjavík og hafði sína vinnustofu við Grundarstíg en hann var fæddur í Hamarsfirði við Djúpavog. Því var safnið sett þar á fót. Vildu systurnar að safnið hefði útsýni yfir Búlandstindinn. Sýning í sumar Framan af var erfitt að finna hentugt húsnæði fyrir Ríkarðshús og afar dýrt hefði verið að byggja nýtt hús undir safnið. Um tíma var safnið í húsi er kallast Langabúð, sem systurnar voru ekki sáttar við sem framtíðarhúsnæði safnsins. Heldur ekki svokallað Faktorshús sem sveitarstjórn hugðist koma safninu fyrir í um tíma. Annað húsnæði, Vogaland 5, kom til greina en þangað flutti listasafnið Ars Longa. Gauti Jóhannesson formaður stjórnar Ríkarðshúss og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Djúpavogi.Vilhelm Gunnarsson Í umfjöllun Fréttablaðsins í mars árið 2022 kom fram að heimastjórn Djúpavogs vildi leysa húsnæðiskapalinn og koma Ríkarðshúsi fyrir í húsi er kallast Sambúð, sem er hrátt húsnæði sem hýsir meðal annars björgunarsveitina og Rauða krossinn. Voru systurnar sáttar við það húsnæði, meðal annars út af staðsetningunni og útsýninu. Hefur það núna orðið raunin.
Múlaþing Menning Söfn Tengdar fréttir Hreppurinn var tilbúinn að bjóða hærra í fálka Ríkarðs á uppboðinu Nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
Hreppurinn var tilbúinn að bjóða hærra í fálka Ríkarðs á uppboðinu Nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. 19. febrúar 2018 06:00