Fimmtíu ár liðin frá andláti Pablo Picasso Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. apríl 2023 14:28 Pablo Picasso (1881 - 1973) er einn áhrifamesti listmálari í sögu Spánar. Hann flutti til Frakklands í upphafi 20. aldarinnar og bjó þar æ síðan án þess nokkurn tíma að verða franskur ríkisborgari. Sanford Roth/Getty Images Þess er minnst á Spáni í dag, og reyndar víðar, að hálf öld er liðin frá andláti Pablo Picasso, mesta listmálara Spánar á 20. öldinni. Verk hans seljast sem aldrei fyrr en þó hefur fallið á glansmyndina eftir að ofbeldisfull samskipti hans við konur komust í hámæli. Undrabarn og snillingur Pablo Picasso fæddist þann 25. október 1881 í Málaga á Suður-Spáni. Hann var undrabarn, snillingur, upphafsmaður kúbismans og einn allra fremsti listamaður 20. aldarinnar. Hann er mest seldi listamaður samtímans, þannig er t.a.m. talið að árið 2021 hafi um 3.500 verk eftir Picasso verið seld fyrir andvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Tugir sýninga um Picasso á þessu ári Spánverjar blása til sannkallaðrar veislu á þessu ári og eru um 50 sýningar á verkum Picasso fyrirhugaðar bara á Spáni og í Frakklandi þar sem hann bjó lungann af ævi sinni. Þá eru ótaldar allar aðrar sýningar í Evrópu og Bandaríkjunum. En ef áhugamenn um Pablo Picasso hafa áhuga á að heimsækja Spán, já eða Frakkland, þá er þetta árið til þess að gera það. Í fæðingarborg hans, Málaga finna menn Picasso-safnið sem var opnað fyrir 20 árum og í Barcelona er enn eldra Picasso-safn sem opnaði fyrir 60 árum. Frægasta verk Picasso; Guernica sem er ádeila á stríð og grimmilegar afleiðingar þess. Verkið er innblásið af loftárás þýska lofthersins á baskneska þorpið Guernica í apríl 1937. Sagnfræðingar telja að Hitler hafi viljað prófa afl flughersins sem hann var að byggja upp og hann fékk leyfi Francos til að myrða óbreytta borgara bæjarins.Denis Doyle/Getty Images Frægasta verkið er ádeila á stríð Þá er mörg verka Picassos að finna á Prado-safninu í Madrid, að ógleymdu hans allra frægasta verki Guernica, sem er á Reina Sofia safninu í Madrid. Verkið er innblásið af loftárás þýska og ítalska flughersins þann 26. apríl 1937 á baskneska bæinn Gernika þar sem hundruð óbreyttra borgara voru drepin. Picasso fyrirskipaði að þetta magnaða verk yrði ekki flutt til Spánar fyrr en fasistastjórn Francos liði undir lok og íbúar landsins yrðu frjálsir. Haustið 1981 var flogið með verkið til Madrid, með millilendingu í Keflavík, og síðan þá hefur það verið í Madrid, þrátt fyrir að íbúar Guernica telji að verkið eigi hvergi heima nema þar. Ein og hálf milljón manna skoða verkið á ári hverju, eða um 4.000 manns á dag. Þótti grimmur í samskiptum við konur Á síðustu árum hafa samskipti Picasso við ást- og sambýliskonur hans verið harðlega gagnrýnd og hann sakaður um að hafa beitt þær ofbeldi, andlegu jafnt sem líkamlegu. Þrátt fyrir að vera líklegasti frægasti listmálari Spánar á 20. öldinni, þá er aðeins til eitt einasta viðtal við Picasso á spænsku. Þar segist hann aldrei hafa gleymt Spáni og verði í raun meiri Spánverji við að búa í útlöndum. Spánn Myndlist Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Undrabarn og snillingur Pablo Picasso fæddist þann 25. október 1881 í Málaga á Suður-Spáni. Hann var undrabarn, snillingur, upphafsmaður kúbismans og einn allra fremsti listamaður 20. aldarinnar. Hann er mest seldi listamaður samtímans, þannig er t.a.m. talið að árið 2021 hafi um 3.500 verk eftir Picasso verið seld fyrir andvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Tugir sýninga um Picasso á þessu ári Spánverjar blása til sannkallaðrar veislu á þessu ári og eru um 50 sýningar á verkum Picasso fyrirhugaðar bara á Spáni og í Frakklandi þar sem hann bjó lungann af ævi sinni. Þá eru ótaldar allar aðrar sýningar í Evrópu og Bandaríkjunum. En ef áhugamenn um Pablo Picasso hafa áhuga á að heimsækja Spán, já eða Frakkland, þá er þetta árið til þess að gera það. Í fæðingarborg hans, Málaga finna menn Picasso-safnið sem var opnað fyrir 20 árum og í Barcelona er enn eldra Picasso-safn sem opnaði fyrir 60 árum. Frægasta verk Picasso; Guernica sem er ádeila á stríð og grimmilegar afleiðingar þess. Verkið er innblásið af loftárás þýska lofthersins á baskneska þorpið Guernica í apríl 1937. Sagnfræðingar telja að Hitler hafi viljað prófa afl flughersins sem hann var að byggja upp og hann fékk leyfi Francos til að myrða óbreytta borgara bæjarins.Denis Doyle/Getty Images Frægasta verkið er ádeila á stríð Þá er mörg verka Picassos að finna á Prado-safninu í Madrid, að ógleymdu hans allra frægasta verki Guernica, sem er á Reina Sofia safninu í Madrid. Verkið er innblásið af loftárás þýska og ítalska flughersins þann 26. apríl 1937 á baskneska bæinn Gernika þar sem hundruð óbreyttra borgara voru drepin. Picasso fyrirskipaði að þetta magnaða verk yrði ekki flutt til Spánar fyrr en fasistastjórn Francos liði undir lok og íbúar landsins yrðu frjálsir. Haustið 1981 var flogið með verkið til Madrid, með millilendingu í Keflavík, og síðan þá hefur það verið í Madrid, þrátt fyrir að íbúar Guernica telji að verkið eigi hvergi heima nema þar. Ein og hálf milljón manna skoða verkið á ári hverju, eða um 4.000 manns á dag. Þótti grimmur í samskiptum við konur Á síðustu árum hafa samskipti Picasso við ást- og sambýliskonur hans verið harðlega gagnrýnd og hann sakaður um að hafa beitt þær ofbeldi, andlegu jafnt sem líkamlegu. Þrátt fyrir að vera líklegasti frægasti listmálari Spánar á 20. öldinni, þá er aðeins til eitt einasta viðtal við Picasso á spænsku. Þar segist hann aldrei hafa gleymt Spáni og verði í raun meiri Spánverji við að búa í útlöndum.
Spánn Myndlist Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira