Umfjöllun: Stjarnan - Valur 37-32 | Fimmti tapleikur Vals í röð Andri Már Eggertsson skrifar 5. apríl 2023 21:55 Stjarnan Valur. Undanúrslit Powerade-bikar karla vetur 2023 handbolti HSÍ. Stjarnan vann nokkuð sannfærandi fimm marka sigur á Val 37-32. Stjarnan endaði á að gera síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og gekk síðan frá Val í seinni hálfleik. Þetta var fimmti tapleikur Vals í röð. Bæði félögin áttu það sameiginlegt að vera með mikið af leikmönnum í meiðslum og það vantaði töluvert af lykilmönnum í bæði lið. Stjarnan var aðeins með þrettán leikmenn á skýrslu og af þessum þrettán voru þrír markmenn. Leikmenn hafa verið að detta út hjá Val og eftir síðasta leik helltust Björgvin Páll Gústavsson og Magnús Óli Magnússon úr lestinni. Það var lítil sem engin vörn og markvarsla í fyrri hálfleik. Liðin byrjuðu strax frá fyrstu mínútu að skiptast á mörkum og þetta minnti á skemmtilega skotæfingu. Adam Thorstensen, markmaður Stjörnunnar, varði eitt skot og Motoki Sakai, markmaður Vals, sjö skot. Stjarnan endaði á að skora síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleiks og var þremur mörkum yfir í hálfleik 21-18. Valur byrjaði seinni hálfleik afar illa og var í vandræðum sóknarlega. Arnór Freyr Stefánsson fór í markið hjá Stjörnunni og náði að klukka nokkra bolta. Valur skoraði aðeins þrjú mörk á tólf mínútum sem var afar lítið miðað við fyrri hálfleik. Stjarnan var sjö mörkum yfir 30-23 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Stjarnan hélt áfram að spila vel og gaf Val aldrei tækifæri til þess að koma til baka. Heimamenn unnu á endanum fimm marka sigur 37-32. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan endaði á að gera síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og byrjaði seinni hálfleik af krafti. Valur gerði aðeins þrjú mörk á fyrstu þrettán mínútum seinni hálfleik. Stjarnan gekk á lagið og komst sex mörkum yfir. Hverjir stóðu upp úr? Ari Sverrir Magnússon fór á kostum í vinstra horninu og skoraði níu mörk. Ísak Logi Einarsson var langbesti leikmaður Vals í kvöld. Ísak skoraði átta mörk úr níu skotum. Hvað gekk illa? Markvarslan var afar lítil hjá Val. Motoki Sakai varði níu skot og var með 23 prósent markvörslu. Stefán Pétursson varði tvo bolta og endaði með 20 prósent markvörslu. Arnór Snær Óskarsson tók tvö mjög léleg víti. Fyrst skaut hann langt framhjá og síðan tók hann annað víti sem fór í gólfið og yfir. Hvað gerist næst? Lokaumferðin í Olís deildinni verður spiluð öll á sama tíma næsta mánudag klukkan 16:00. Valur fær ÍBV í heimsókn á meðan Afturelding mætir Stjörnunni. Olís-deild karla Stjarnan Valur
Stjarnan vann nokkuð sannfærandi fimm marka sigur á Val 37-32. Stjarnan endaði á að gera síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og gekk síðan frá Val í seinni hálfleik. Þetta var fimmti tapleikur Vals í röð. Bæði félögin áttu það sameiginlegt að vera með mikið af leikmönnum í meiðslum og það vantaði töluvert af lykilmönnum í bæði lið. Stjarnan var aðeins með þrettán leikmenn á skýrslu og af þessum þrettán voru þrír markmenn. Leikmenn hafa verið að detta út hjá Val og eftir síðasta leik helltust Björgvin Páll Gústavsson og Magnús Óli Magnússon úr lestinni. Það var lítil sem engin vörn og markvarsla í fyrri hálfleik. Liðin byrjuðu strax frá fyrstu mínútu að skiptast á mörkum og þetta minnti á skemmtilega skotæfingu. Adam Thorstensen, markmaður Stjörnunnar, varði eitt skot og Motoki Sakai, markmaður Vals, sjö skot. Stjarnan endaði á að skora síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleiks og var þremur mörkum yfir í hálfleik 21-18. Valur byrjaði seinni hálfleik afar illa og var í vandræðum sóknarlega. Arnór Freyr Stefánsson fór í markið hjá Stjörnunni og náði að klukka nokkra bolta. Valur skoraði aðeins þrjú mörk á tólf mínútum sem var afar lítið miðað við fyrri hálfleik. Stjarnan var sjö mörkum yfir 30-23 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Stjarnan hélt áfram að spila vel og gaf Val aldrei tækifæri til þess að koma til baka. Heimamenn unnu á endanum fimm marka sigur 37-32. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan endaði á að gera síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og byrjaði seinni hálfleik af krafti. Valur gerði aðeins þrjú mörk á fyrstu þrettán mínútum seinni hálfleik. Stjarnan gekk á lagið og komst sex mörkum yfir. Hverjir stóðu upp úr? Ari Sverrir Magnússon fór á kostum í vinstra horninu og skoraði níu mörk. Ísak Logi Einarsson var langbesti leikmaður Vals í kvöld. Ísak skoraði átta mörk úr níu skotum. Hvað gekk illa? Markvarslan var afar lítil hjá Val. Motoki Sakai varði níu skot og var með 23 prósent markvörslu. Stefán Pétursson varði tvo bolta og endaði með 20 prósent markvörslu. Arnór Snær Óskarsson tók tvö mjög léleg víti. Fyrst skaut hann langt framhjá og síðan tók hann annað víti sem fór í gólfið og yfir. Hvað gerist næst? Lokaumferðin í Olís deildinni verður spiluð öll á sama tíma næsta mánudag klukkan 16:00. Valur fær ÍBV í heimsókn á meðan Afturelding mætir Stjörnunni.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti