Börn veðji á sína eigin leiki Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2023 19:31 Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri í fjárhættuspilateymi SÁÁ segir að þeim hafi fjölgað sem leita til samtakanna vegna íþróttaveðmála. vísir/stilla Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. Úti um allan heim er hægt að veðja á íþróttaleiki í símanum og efir atvikum græða eða tapa fjármunum. Þeim sem veðja á slíka leiki fer fjölgandi, sérstaklega ungum íþróttamönnum sem ánetjast veðmálinu. „Þetta er ekki lengur þannig að þú ert bara að veðja um úrslitin heldur getur þú alltaf bætt við. Hver tekur næsta innkast? Hver skorar næst? Hvernig verða næstu mínútur. Þannig það er kominn svo mikill hraði í leikinn og það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að því meiri sem hraðinn er, því meiri líkur á að þú ánetjist einhverju,“ segir Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri í fjárhættuspilateymi SÁÁ. Hún segir að til samtakanna leiti ungt fólk niður í tvítugt sem er þá komið með mjög alvarlegan vanda og í flestum tilfellum búið að skuldsetja sig vegna hárra lána sem tekin voru til að fjármagna fíknina. Ólíkt spilakössum er enginn opnunartími þegar kemur að íþróttaveðmálum hjá erlendum veðmálasíðum og því hægt að veðja allan sólarhringinn, úti um allan heim. Veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki barna „Við höfum heyrt niður í þriðja flokk í fótbolta en það er eitthvað sem við sjáum bara á erlendu síðunum. Innlendu síðurnar leyfa ekki að veðja á svona unga krakka. Og það sem er líka að gerast er að krakkar í þessum flokkum eru að veðja á sína eigin leiki á erlendum síðum.“ Og dæmi um að þessi veðmál hafi áhrif á leik barna sem veðja á eigin leiki eða leik vina. Bergþóra segir innlendu veðmálasíðurnar skömminni skárri en þær erlendu þar sem minna er um auglýsingar, auðveldara að setja sér mörk og veðmál ekki leyfð að nóttu til. Fá engan fjárstuðning í verkefnið Samtökin bjóða upp á spilameðferð og skimun fyrir spilafíkn en fá engan pening frá hinu opinbera til að sinna þessari þjónustu sem Bergþóra segir að verði að breytast. „Af því að þetta er rosalega alvarlegur vandi. Við erum að sjá mikla aukningu. Kannski tíu prósent þeirra sem eru með vandann leita sér aðstoðar. Og við erum að tala um að tuttugu prósent af þeim sem þjást af alvarlegri spilafíkn hafa gert sjálfsvígstilraun. Og fimmtíu prósent hafa alvarlega íhugað það af því að þeim líður eins og þeir séu búnir að brenna allar brýr.“ Grípa þurfi inn í áður en illa fer. „Við sjáum bara fram á að þetta sé að fara að aukast. Þetta er orðið svo ofboðslega algengt og við erum alltaf svo stolt af íslenska módelinu okkar, að íslenskir unglingar byrji að drekka miklu seinna en mjög stór partur af unglingum í dag er farinn að veðja í staðinn og þetta er rosalega hættulegt, þegar unlingar byrja að veðja svona snemma því fíknin verður mjög erfið og sterk.“ SÁÁ Íþróttir barna Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Úti um allan heim er hægt að veðja á íþróttaleiki í símanum og efir atvikum græða eða tapa fjármunum. Þeim sem veðja á slíka leiki fer fjölgandi, sérstaklega ungum íþróttamönnum sem ánetjast veðmálinu. „Þetta er ekki lengur þannig að þú ert bara að veðja um úrslitin heldur getur þú alltaf bætt við. Hver tekur næsta innkast? Hver skorar næst? Hvernig verða næstu mínútur. Þannig það er kominn svo mikill hraði í leikinn og það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að því meiri sem hraðinn er, því meiri líkur á að þú ánetjist einhverju,“ segir Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri í fjárhættuspilateymi SÁÁ. Hún segir að til samtakanna leiti ungt fólk niður í tvítugt sem er þá komið með mjög alvarlegan vanda og í flestum tilfellum búið að skuldsetja sig vegna hárra lána sem tekin voru til að fjármagna fíknina. Ólíkt spilakössum er enginn opnunartími þegar kemur að íþróttaveðmálum hjá erlendum veðmálasíðum og því hægt að veðja allan sólarhringinn, úti um allan heim. Veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki barna „Við höfum heyrt niður í þriðja flokk í fótbolta en það er eitthvað sem við sjáum bara á erlendu síðunum. Innlendu síðurnar leyfa ekki að veðja á svona unga krakka. Og það sem er líka að gerast er að krakkar í þessum flokkum eru að veðja á sína eigin leiki á erlendum síðum.“ Og dæmi um að þessi veðmál hafi áhrif á leik barna sem veðja á eigin leiki eða leik vina. Bergþóra segir innlendu veðmálasíðurnar skömminni skárri en þær erlendu þar sem minna er um auglýsingar, auðveldara að setja sér mörk og veðmál ekki leyfð að nóttu til. Fá engan fjárstuðning í verkefnið Samtökin bjóða upp á spilameðferð og skimun fyrir spilafíkn en fá engan pening frá hinu opinbera til að sinna þessari þjónustu sem Bergþóra segir að verði að breytast. „Af því að þetta er rosalega alvarlegur vandi. Við erum að sjá mikla aukningu. Kannski tíu prósent þeirra sem eru með vandann leita sér aðstoðar. Og við erum að tala um að tuttugu prósent af þeim sem þjást af alvarlegri spilafíkn hafa gert sjálfsvígstilraun. Og fimmtíu prósent hafa alvarlega íhugað það af því að þeim líður eins og þeir séu búnir að brenna allar brýr.“ Grípa þurfi inn í áður en illa fer. „Við sjáum bara fram á að þetta sé að fara að aukast. Þetta er orðið svo ofboðslega algengt og við erum alltaf svo stolt af íslenska módelinu okkar, að íslenskir unglingar byrji að drekka miklu seinna en mjög stór partur af unglingum í dag er farinn að veðja í staðinn og þetta er rosalega hættulegt, þegar unlingar byrja að veðja svona snemma því fíknin verður mjög erfið og sterk.“
SÁÁ Íþróttir barna Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent