Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 10:14 Einhverjir fimmmenninganna voru handteknir í Linköping í Suður-Svíþjóð. Vísir/Getty Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. Mennirnir voru handteknir í samhæfðum aðgerðum lögreglu í Eskiltuna, Linköping og Strängnäs. Húsleit var gerð á nokkrum stöðum, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT. Mennirnir eru sagðir tengjast hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams en Susanna Trehörning, aðstoðardeildarstjóri hryðjuverkadeildar sænsku öryggislögreglunnar Säpo, segist ekki geta greint frekar frá þeim tengslum. Sænsk yfirvöld hafa fengið upplýsingar um hryðjuverkaógn í Svíþjóð eða gegn sænskum hagsmunum eftir að danski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan brenndi Kóraninn fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Svíþjóð í janúar. Þær brennur urðu einnig til þess að Tyrkir settu Svíum stólinn fyrir dyrnar um að ganga í Atlantshafsbandalagið. Karin Lutz, blaðafulltrúi Säpo, segir að Kóranbrennan hafi verið tilefnið að fyrirætlunum mannanna sem voru handteknir í morgun, að því er kemur fram í frétt Aftonbladet. Trehöring segir að mennirnir séu grunaðir um að undribúa hryðjuverk í Svíþjóð en að þau áform hafi verið á frumstigi. Árás hafi ekki verið aðsteðjandi. Saksóknari segir að mennirnir séu búsettir í borgunum þremur þar sem þeir voru handteknir. Taka þarf ákvörðun fyrir föstudag um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum eða þeim sleppt. Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Mennirnir voru handteknir í samhæfðum aðgerðum lögreglu í Eskiltuna, Linköping og Strängnäs. Húsleit var gerð á nokkrum stöðum, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT. Mennirnir eru sagðir tengjast hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams en Susanna Trehörning, aðstoðardeildarstjóri hryðjuverkadeildar sænsku öryggislögreglunnar Säpo, segist ekki geta greint frekar frá þeim tengslum. Sænsk yfirvöld hafa fengið upplýsingar um hryðjuverkaógn í Svíþjóð eða gegn sænskum hagsmunum eftir að danski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan brenndi Kóraninn fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Svíþjóð í janúar. Þær brennur urðu einnig til þess að Tyrkir settu Svíum stólinn fyrir dyrnar um að ganga í Atlantshafsbandalagið. Karin Lutz, blaðafulltrúi Säpo, segir að Kóranbrennan hafi verið tilefnið að fyrirætlunum mannanna sem voru handteknir í morgun, að því er kemur fram í frétt Aftonbladet. Trehöring segir að mennirnir séu grunaðir um að undribúa hryðjuverk í Svíþjóð en að þau áform hafi verið á frumstigi. Árás hafi ekki verið aðsteðjandi. Saksóknari segir að mennirnir séu búsettir í borgunum þremur þar sem þeir voru handteknir. Taka þarf ákvörðun fyrir föstudag um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum eða þeim sleppt.
Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56
Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04