Arnar um brottrekstur nafna síns: „Virkilega skrítinn tímapunktur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2023 13:01 Arnar Gunnlaugsson hefur náð eftirtektarverðum árangri í Fossvoginum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, var gestur í síðasta þætti hlaðvarpsins Chat After Dark. Var Arnar spurður hvort ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands væri sanngjörn. Það er að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara. „Það er rosalega erfitt fyrir mig að dæma um það. Hann er náttúrulega í bransa þar sem þarf að ná úrslitum, eins og við allir. Þetta er ótryggasta starf í heimi, erum alltaf þrem korterum frá krísu. Tímapunkturinn er virkilega skrítinn,“ sagði Arnar og hélt áfram. Arnar Þór Viðarsson tók við sem þjálfari A-landsliðs karla af Svíanum Erik Hamrén í lok árs 2020.Getty/Juan Manuel Serrano „Vorkenni honum að vissu leyti að fá ekki júnígluggann. Ef þú vinnur leikinn í júníglugganum ertu kominn í 2. sæti í riðlinum. Virkilega skrítinn tímapunktur. Frammistöðulega séð hafa verið jákvæðir punktar síðasta árið, og neikvæðir. Hefur ekki tekist að finna jafnvægið á milli að lágmarka neikvæðu og hámarka jákvæðu punktana.“ „Þetta tímabil sem hefur hann hefur verið þjálfari, þessi 3-4 ár, guð minn góður hvað hann er búinn að lenda í sjálfur með þvílíka vesenið fyrir utan og í hverjum einasta glugga. Umhverfið sem hann er búinn að starfa í óháð hvað gerðist á vellinum er ótrúlegt. Ef ég myndi sjá sjálfan mig í þessari stöðu og stjórna liði líka þá er það helvíti erfitt gigg.“ „Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð og frammistaðan á móti Bosníu var ekki nægilega góð. Má alveg réttlæta þetta en tímasetningin er mjög skrítin,“ sagði að endingu um ákvörðun KSÍ. Var hann næst spurður út í umfjöllun um landsliðið og landsliðsþjálfarann fyrrverandi. „Þetta er náttúrulega þannig heimur að það er mikið fjallað um allt, allir hafa skoðanir og það er frábært. Fagna því alltaf. Held það hafi ekki beint, vona að það hafi ekki of mikil áhrif á skoðun stjórnanda. Annars værum við almenningur að stjórna öllu í landinu.“ „Við vitum bara hálfa söguna, vitum ekki hvað er að gerast á bakvið tjöldin og hversu langan aðdraganda þetta er búið að eiga. Samtölin á milli stjórnar og þjálfara, erfitt að vera fabúlera um eitthvað ef þú ert ekki með alla myndina fyrir framan þig. Eina sem við höfum er að sjá hvort liðið er að vinna, tapa eða gera jafntefli. Við dæmum út frá því,“ sagði Arnar að endingu en þátturinn í heild sinni er í spilaranum hér að ofan. Víkingur mætir Stjörnunni í Garðabæ þegar Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað þann 10. apríl. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira
„Það er rosalega erfitt fyrir mig að dæma um það. Hann er náttúrulega í bransa þar sem þarf að ná úrslitum, eins og við allir. Þetta er ótryggasta starf í heimi, erum alltaf þrem korterum frá krísu. Tímapunkturinn er virkilega skrítinn,“ sagði Arnar og hélt áfram. Arnar Þór Viðarsson tók við sem þjálfari A-landsliðs karla af Svíanum Erik Hamrén í lok árs 2020.Getty/Juan Manuel Serrano „Vorkenni honum að vissu leyti að fá ekki júnígluggann. Ef þú vinnur leikinn í júníglugganum ertu kominn í 2. sæti í riðlinum. Virkilega skrítinn tímapunktur. Frammistöðulega séð hafa verið jákvæðir punktar síðasta árið, og neikvæðir. Hefur ekki tekist að finna jafnvægið á milli að lágmarka neikvæðu og hámarka jákvæðu punktana.“ „Þetta tímabil sem hefur hann hefur verið þjálfari, þessi 3-4 ár, guð minn góður hvað hann er búinn að lenda í sjálfur með þvílíka vesenið fyrir utan og í hverjum einasta glugga. Umhverfið sem hann er búinn að starfa í óháð hvað gerðist á vellinum er ótrúlegt. Ef ég myndi sjá sjálfan mig í þessari stöðu og stjórna liði líka þá er það helvíti erfitt gigg.“ „Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð og frammistaðan á móti Bosníu var ekki nægilega góð. Má alveg réttlæta þetta en tímasetningin er mjög skrítin,“ sagði að endingu um ákvörðun KSÍ. Var hann næst spurður út í umfjöllun um landsliðið og landsliðsþjálfarann fyrrverandi. „Þetta er náttúrulega þannig heimur að það er mikið fjallað um allt, allir hafa skoðanir og það er frábært. Fagna því alltaf. Held það hafi ekki beint, vona að það hafi ekki of mikil áhrif á skoðun stjórnanda. Annars værum við almenningur að stjórna öllu í landinu.“ „Við vitum bara hálfa söguna, vitum ekki hvað er að gerast á bakvið tjöldin og hversu langan aðdraganda þetta er búið að eiga. Samtölin á milli stjórnar og þjálfara, erfitt að vera fabúlera um eitthvað ef þú ert ekki með alla myndina fyrir framan þig. Eina sem við höfum er að sjá hvort liðið er að vinna, tapa eða gera jafntefli. Við dæmum út frá því,“ sagði Arnar að endingu en þátturinn í heild sinni er í spilaranum hér að ofan. Víkingur mætir Stjörnunni í Garðabæ þegar Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað þann 10. apríl.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira