Dagmar Ýr tekur við af Jónu bæjarstjóra Bjarki Sigurðsson skrifar 30. mars 2023 17:05 Dagmar Ýr Stefánsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Austurbrúar. Aðsend Dagmar Ýr Stefánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Austurbrúar. Hún tekur við af Jónu Árnýju Þórðardóttur sem fer nú í starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Jón Björn Hákonarson, fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði í lok febrúarmánaðar eftir því að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í Facebook-færslu í kjölfar uppsagnarinnar sagði Jón tíma sinn sem bæjarstjóra hafa verið annasaman. „Ég neita því þó ekki að síðustu misseri hef ég haft ákveðnar áhyggjur af því hvernig orðræða um störf kjörinna fulltrúa er að þróast og gagnrýni og rökræða um málefni hefur þróast yfir á persónulegar nótur á samfélagsmiðlum og í almennri umræðu. Því þurfum við að breyta í samfélaginu okkar til að gera störf kjörinna fulltrúa eftirsóknarverð til framtíðar litið,“ sagði Jón einnig. Úr Jóni í Jónu Daginn eftir var greint frá því að Jóna Árný Þórðardóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Austurbrúar, myndi taka við af Jóni. Gert var ráð fyrir því að Jóna hæfi störf þegar Jón myndi hætta og mun það gerast um mánaðamótin. Frá því er greint á vef Austurbrúar, stofnun sem vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, að Dagmar Ýr Stefánsdóttir muni taka við af Jónu. Dagmar er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Síðan 2013 hefur hún starfað sem yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli. Áður starfaði Dagmar sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs hjá Háskólanum á Akureyri í fimm ár og var þar áður fréttamaður hjá fjölmiðlafyrirtækinu N4 í eitt ár. Á ætlað er að Dagmar Ýr komi til starfa hjá Austurbrú í júní. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður stjórnar Austurbrúar, fagnar ráðningunni. „Jóna Árný, fráfarandi framkvæmdastjóri, var einstaklega öflug í sínu starfi og skilar af sér góðu búi. Stjórn SSA og Austurbrúar er sannfærð um að Dagmar Ýr sé rétta manneskjan til að taka við af henni. Hugmyndir hennar samrýmast framtíðarsýn okkar, eins og hún birtist í Svæðisskipulagi Austurlands, og hún hefur réttu þekkinguna og reynsluna til að stýra Austurbrú áfram til góðra verka,“ er haft eftir Berglindi í tilkynningunni. Vistaskipti Fjarðabyggð Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Jón Björn Hákonarson, fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði í lok febrúarmánaðar eftir því að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í Facebook-færslu í kjölfar uppsagnarinnar sagði Jón tíma sinn sem bæjarstjóra hafa verið annasaman. „Ég neita því þó ekki að síðustu misseri hef ég haft ákveðnar áhyggjur af því hvernig orðræða um störf kjörinna fulltrúa er að þróast og gagnrýni og rökræða um málefni hefur þróast yfir á persónulegar nótur á samfélagsmiðlum og í almennri umræðu. Því þurfum við að breyta í samfélaginu okkar til að gera störf kjörinna fulltrúa eftirsóknarverð til framtíðar litið,“ sagði Jón einnig. Úr Jóni í Jónu Daginn eftir var greint frá því að Jóna Árný Þórðardóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Austurbrúar, myndi taka við af Jóni. Gert var ráð fyrir því að Jóna hæfi störf þegar Jón myndi hætta og mun það gerast um mánaðamótin. Frá því er greint á vef Austurbrúar, stofnun sem vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, að Dagmar Ýr Stefánsdóttir muni taka við af Jónu. Dagmar er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Síðan 2013 hefur hún starfað sem yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli. Áður starfaði Dagmar sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs hjá Háskólanum á Akureyri í fimm ár og var þar áður fréttamaður hjá fjölmiðlafyrirtækinu N4 í eitt ár. Á ætlað er að Dagmar Ýr komi til starfa hjá Austurbrú í júní. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður stjórnar Austurbrúar, fagnar ráðningunni. „Jóna Árný, fráfarandi framkvæmdastjóri, var einstaklega öflug í sínu starfi og skilar af sér góðu búi. Stjórn SSA og Austurbrúar er sannfærð um að Dagmar Ýr sé rétta manneskjan til að taka við af henni. Hugmyndir hennar samrýmast framtíðarsýn okkar, eins og hún birtist í Svæðisskipulagi Austurlands, og hún hefur réttu þekkinguna og reynsluna til að stýra Austurbrú áfram til góðra verka,“ er haft eftir Berglindi í tilkynningunni.
Vistaskipti Fjarðabyggð Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira