Að morgni dags eftir stóran hvell Ásgeir Friðgeirsson skrifar 31. mars 2023 08:00 Þjóðfélagsumræðan hefur gjörbreyst en fjölmiðlar ekki á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá því að Vísir.is fór í loftið Skömmu áður en Biggi og félagar hans í Maus rifu sig í gegnum skvaldrið á opnunuarhátíðinni hjá Vísir.is á sviði Borgarleikhússins þann 1. apríl 1998 gerði Halldór Blöndal, þáverandi ráðherra fjarskiptamála, að gamni sínu í ávarpi þegar hann sagði að mesta byltingin sem tilkoma hins nýja miðils boðaði væri að nú gæti hann loksins svarað leiðurum Jónasar Kristjánssonar ritstjóra DV. Á þessum árum birti Vísir.is efni frá DV, Degi-Tímanum og Viðskiðptablaðinu auk eigin frétta og var Jónas mikill skelfir í þjóðmálaumæðunni og sveið valdamönnum oft undan penna hans. Við sem unnum að hinum nýja miðli vissum að við stóðum á krossgötum og leyfðum okkur stundum að grípa til stóryrða á borð við byltingu. Í hálfa öld hafði miðlun frétta og öll umræða um þjóðfélagsmál verið einhliða þar sem útvarp, sjónvarp og fréttablöð dreifðu frásögnum af viðburðum og skoðunum til almennings sem höfðu ekki annað hlutverk en að hlusta, lesa og horfa. Hinn nýji miðill var gagnvirkur – hlustandinn, lesandinn, notandinn stóð jafnfætis miðlinum sem var nýtt og okkur fundust möguleikarnir endalausir. Þá grunaði okkur að hinir ólíku fjölmiðlar sem byggðu á mismunandi tækni eins og prenti, filmum og langbylgjum og áttu ólíka forsögu myndu breytast og renna saman þar sem hin nýja tölvutækni bræddi allt í eina og sömu miðlunarrásina. Við vissum að breytingar og jafnvel byltingin væri handan hornsins en fyrir hornið sáum við ekki. Þó svo einhver áhöld hafi verið um hvort ráðherra fjarskiptamála vissi hvað hann ætti að gera við tölvumúsina þegar hann opnaði Vísir.is hitti hann að líkindum naglann á höfuðið með kjarnann í þeim breytingum sem framundan voru. Gjallarhorn fjölmiðils var á leið inn á sérhvert heimili. Árdagarnir Vísir.is var viðbót á fjölmiðlamarkaði sem stóð á tímamótum. Á blaðamarkaði trónuðu Morgunblaðið og DV en flokksblöðin á miðju stjórnmála og til vinstri voru í andaslitrum. Viðskiptablaðið sat eitt á sinni sillu og dafnaði vel. Stöð 2 var áskriftarsjónvarp í talsverðum blóma og RUV að venju nokkuð búsældarlegt nærri jötu ríkissjóðs. Þessir ritstýrðu miðlar réðu samfélagsumræðunni – allt fór þar í gegn. En blikur voru á loftir því ókeypis fréttamiðlar á borð við erlendu miðlana Sky News og borgarblöðin Metro ógnuðu tekjustofnum einkarekinna áskriftarmiðla. Skjár einn og Fréttablaðið komu inn af miklum krafti um það leiti sem Vísir.is var að slíta barnsskónum. Það var kátt í netheimum í árdaga netmiðlanna. Kapp var mikið enda ævintýramenn á ferð að nema ný lönd. Vísir.is vildi verða miðstöð frétta og þjónustu á netinu og keppti við Mbl.is um efsta sætið á lista yfir vinsælustu vefsvæðin. Ýmsir aðrir leiðangrar voru gerðir út eins og Torg,is með þáttöku Símans, Islandia.is við hlið Íslenksa útvarpsfélagsins (Stöð 2, Bygjan) og Strik.is í samvinnu við Íslandssíma. Á vettvangi stjórnmála tók yngri kynslóðin mikinn kipp og færðist pólitíska umræðan fljótt yfir á vefsvæði á borð við Deiglan.is og Andríki.is þar sem greina mátti ólíkar áherslur hægri manna, KREML.is þar Evrópusinnaðir ungkratar skemmtu sér og skrattanum og Múrinn.is hvar vinstrigrænir söngvar voru sungnir. Þá urðu til áhugasíður um íþróttir og margvísleg önnur áhugamál og þá blómstruðu bloggsíður einstaklinga eins og túnfíflar á sumri. Yfirráðum stóru fjölmiðlanna var ögrað. Raddir þjóðfélagsumræðunnur höfðu aldrei verið eins margar né heyrst eins víða. Á þessum tíma var langt í land að nokkur þessi vefsvæði hefðu tekjur nærri þeim kostnaði sem af þessu hlaust. Viðskiptalíkön voru óljós. Allir stefndu að því að helga sér markaðslönd í þeirri von að þau myndu síðar gefa eitthvað af sér. Starfsemin var ósjálfbær. Bilið var brúað með ólaunaðri vinnu áhugasamra, rekstrarfé móðurfélaga eða takmörkuðum áhættufjármunum fjárfesta. Hin svokallaða netbóla sprakk og áhættufjármagnið hvarf og fór svo að flestum þraut örendið. Eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins, Frjáls fjölmiðlun, varð eitt fórnarlamba og markaði það upphaf endaloka flaggskips þess, síðdegisblaðsins DV. En ytri aðstæður breyttust ört í upphafi aldarinnar í miklum uppgangi og þenslu og réðu þær mestu um framþróun miðla næstu árin á Íslandi. Stóri skellur Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter voru kynntir almenningi árið 2006. Frá árdögum netmiðla var stóri sannleikurinn sá að efni og innihald réði ferðinni og því voru fjölmiðlar miðlægir í framgangi nýmiðla. Með tilkomu samfélagsmiðlanna varð einstaka notandi uppspretta efnis og þar með byrjaði þungamiðja miðlunar smátt og smátt en samt nokkuð hratt að færast frá ritstýrðum fjölmiðlum yfir til hundrað og þúsund milljóna notanda samfélagsmiðlanna. Á sama tíma hafði alþjóðavæðing efnahags- og fjármála sett athafnalíf víðast hvar í heiminum á yfirsnúning. Eins og oft áður voru Íslendingar þar fremstir á meðal jafningja. Eigendahóparnir í kringum bankana þrjá lituðu íslenskt þjóðlíf sínum litum og höfðu þeir skipt einkareknu fjölmiðlunum sín á milli. Hópurinn í kringum Glitni átti Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir.is, aðstandendur Landsbankans höfðu náð meirihluta í Árvakri sem rak Morgunblaðið, mbl.is og fríblaðið 24 stundir og þá höfðu Kaupþingsmenn eignast Viðskiptablaðið og fjölguðu útgáfudögum og stefndu á dagblað. Þarna hafði Skjár einn dáið drottni sínum og tímaritaútgáfa stóð höllum fæti. Stóra mynd fjölmiðla á Íslandi hafði lítt breyst frá árdögum netmiðla, viðskiptalíkön miðlanna byggði á merg gömlu miðlanna og efni netmiðla var opið öllum í samkeppni um auglýsingar við aðra ókeypis miðla. Lánsfé flæddi yfir allt samfélagið, áform voru glæst, sjónvarpsfréttastöð sem gekk allan daginn fór í loftið og jafnvel var haldið í útrás til Danmerkur en hvorki fjölmiðlar né ýmislegt annað á þessum tíma laut lögmálum sjálfbærs rekstrar. Breytt mynstur fjölmiðla eða eignarhald virtist árið 2007 ekki hafa sett mark sitt á umgjörð stjórnmála í landinu því í kosningum þá um vorið fengu stóru flokkarnir fjórir nærri 90% allra atkvæða líkt og áratugina á undan. Byltingingarkenndar uppfinningar í samskiptatækni á borð við prentun, útvarp og internet umturna samfélögum á aldafresti eða meira með stökkbreyttum félagslegum samskiptum. Prentun bóka breyddi út vísindin og útvarpið mótaði lýðræðishefð 20.aldar. Enn er of snemmt að meta áhrif internetsins. Fjármálahrun og kreppur koma stórum og sjaldan – ekki ósvipað tæknibyltingum, og valda usla eins og stríðum, upplausn, byltingum og hruni valdablokka. Stóri hvellurinn undir lok fyrsta áratugs þessarar aldar var þegar laust saman stærsta fjármálahruni sögunnar og umfangs- og áhrifamestu byltingu í samskiptatækni sem sögur fara af. Samfélagsmiðlarnir náðu undirtökum í félagslegum samskiptum á sama tíma og Vesturlönd glímdu við afleiðingar kreppunnar. Heimskreppan 2008 skall fyrst á Íslendingum. Það var óvænt og varð hún snarpari og djúpstæðari en annars staðar sem leiddi til gríðarlegra umskipta í samfélaginu sem sést á meiri sveiflum á milli flokka í niðurstöðum kosninga árið 2009 en nokkru sinni fyrr og síðar. Engu að síður hélt umgjörðin og flokkakerfið sér – að sinni altént. Á meðan öldurnar risu í íslensku samfélagi og samfélagsmiðlar urðu æ veigameiri ásar í samfélagsumræðunni ríkti jafnvægi í fjölmiðlum. Þrátt fyrir uppgjör, endurskoðun og umpólanir í hruninu héldu fjölmiðlar á Íslandi sínu strike - umfang og umgjörð breyttist ekki en eignarhaldið fór á flot. Tvíveldi skiptu með sér greinum, Morgunblaðið og Fréttablaðið réðu blaðamarkaði, RUV og Stöð2/Bylgjan stýrðu öldum ljósvakans og Vísir.is og Mbl.is skyggðu á aðra í netheimum. Eins og fyrri daginn sat Viðskiptablaðið á sinni sillu og undi bærilega við sitt. Eignarhaldið var orðið einhæft. Fréttablaðið, Stöð2/Bylgjan og Vísir.is voru á einni hendi 365 miðla, Árvakur rak með tapi Mbl.is og Morgunblaðið, Viðskiptablaðið var aftur komið í einfalt eignarhald og RUV var á sínum stað. Að auki komu og fóru miðlar eða skiptu um eigendur eins og DV/DV.is,Krónikan, Eyjan.is, Kjarninn.is, Mannlíf.is, Stundin.is o.fl. Stundum var útgáfan samþætt úr prenti og vef en undantekningalaust var fjárhagur veikur og rekstur tæpur. En jafnt og þétt minnkaði vægi allra þessara miðla á kostnað samfélagsmiðla. Samhliða samfélagsmiðlum risu upp alþjóðlegar efnisveitur með tónlist og sjónvarpsefni en hér á landi urðu hlaðvörp æ vinsælli. Rekstur einkarekinna miðla varð sífellt erfiðari en samt leiddi það ekki til þess að gömlu miðlarnir endurskoðuð grunninn að sínu viðskiptalíkani. Þó spurðist út að Síminn, sem eitt sinn var ríkisrekinn landssími en nú skráð almenningshlutafélag, væri að fara af stað með íslenska sjónvarpsveitu þar sem enski fótboltinn var flaggskipið. Á vettvangi alþjóðastjórnmála var það helst að frétta að samfélagsmiðlar lyftu auðkýfingi og tístandi fjölmiðlamanni í æðsta embætti Bandaríkjanna og með markvissri gagnöflun samfélagsmiðla og gagnavinnslu sigruðu andstæðingar Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um áframhaldandi þátttöku í því samstarfi. Á Íslandi hafði flokkum á Alþingi fjölgað í sex árið 2012, sjö í kosningum árið 2016 og í átta í haustkosningum 2017 en það hafði aldrei gerst áður. Tangarhald ritstýrðrar fjölmiðla á umræðunni var horfið, umgjörð stjórnmála var að breytast og litróf þjóðþingsins varð fjölbreyttara. Stóri hvellur sem reið yfir eftir 2008 hafði breytt samtalinu í samfélagin og allri umgjörð þjóðfélagsins. Í umræðunni var fólk uppteknara af eftirköstum hrunsins en að líkindum lagði samskiptabyltingin meira að mörkum til þeirra breytinga sem gengu yfir en flestir hafa gert sér grein fyrir. Morguninn eftir Í dag, aldarfjórðungi eftir að hugtakið nýmiðlar var kynnt til sögunnar, erum við að nudda stírurnar úr augunum morguninn eftir stóran hvell. Við erum í auga storms. Við sjáum að margt er á hreyfingu, óreiðan en margvísleg, við áttum okkur ekki á hvað er að gerast og ótti og öryggisleysis gætir víða. Við heyrum talað um upplýsingaóreiðu og vitum ekki hverju má treysta. Hver fer sína leið og margir hverfa inn í bergmálshella, sameiginlegur skilningur á samfélagslögmálum dvínar og sáttmálar rofna. Staðhæfing er jafngild staðreynd og skautun einkennir umræðuna – á endanum sameinast allir um það eitt að vera ósammála. Fréttum, héðan og þaðan er dreift út og suður á samfélagsmiðlum þar sem ekki er gerður munur á öruggum heimildum og falsi. Áræðanleiki efnis og upplýsinga rýrnar og eftirspurn eftir traustum heimildum og áreiðanlegum miðlum eykst. Sést það vel á alþjóðlegu áskriftarmiðlunum sem frá aldarmótum hafa boðið fjölbreytta þjónustu sína á hverskonar skjám eins og FT og New York Times dafna nú sem aldrei fyrr og einnig á því hve hratt fjarar undan einkareknum miðlum sem bjóða ókeypis fréttaþjónustu á meðan samfélagsmiðlarnir hirða auðlýsingatekjurnar. Við þessar aðstæður eru íslenskir fjölmiðlar í mikilli vörn. Alþjóðlegir samfélagsmiðlar ná til sýn bróðurparti auglýsingatekna hér á landi. Viðskiptalíkan síðusta áratuga er hrunið. Hin aldarfjórðungsgamla tækni breytti snemma viðskiptalíkönum stóru alþjóðlegu fjölmiðlanna en það gerðist ekki hér á landi. Breytingar eru hins vegar að eiga sér stað. Í stórum dráttum eru enn sömu fjölmiðlarnir á sviðinu en eignarhald þeirra þróast nú hratt sem og viðskiptalíkönin. Fjölmiðlafyrirtækin sjá að æ betur að þau fá ekkert í staðinn fyrir að gefa efni, samfélagsmiðlarnir með sína áhrifavalda mun á þeim vettvangi aðeins auka yfirburði sína. Fjarskiptafyrirtækin eru að taka sér æ veigameira hlutverk á sviði fjölmiðla. Síminn býður aðgang að áhugaverðu afþreyingarefni og sýnir ágæt tilþrif í framleiðslu á innlendu efni og áskrifendur virðast kunna að meta. Sýn keypti Stöð 2, Bylgjuna og Vísir.is fyrir fjórum árum og hefur stigið mikilvæg skref í átt að því að meta efni sitt að verðleikum með áskrift bæði í sjónvarpi og verðmætum viðskiptafréttum. Árvakur býður nú áskrifendum Morgunblaðsins upp á sjónvarpsviðtöl um málefni líðandi stundar sem vakið hafa athygli. Allt eru þetta fjölmiðlar í eigu stöndugra fyrirtækja sem sjá margvíslegan ávinning af rekstri miðlanna umfram þær tekjur sem þeir gefa. Þá hafa framsæknir og róttækir miðlar sameinast um rekstur Heimildarinnar sem byggir afkomu sína á að nægjanlega margir séu reiðubúnir til að borga fyrir efnið frá ritstjórn þess. Ekki er annað að sjá að sá rekstur eigi einhverja framtíð. Viðskiptablaðið breytti vef sínum nýverið á þann hátt að áskrifendur blaðsins fengu greiðari aðgang að efni ritstjórnar og væntanlega sér útgefandinn tækifæri í frekari þjónustu sem aukið gæti tekjurnar en væntanlega verða auglýsingatekjur af prentuðu blaði enn útgáfunni nauðsynlegar. Útgáfufélagið Torg er eina stóra fjölmiðlafyrirtækið sem hefur ekki gripið til sölu á áskriftum, gefur allt sitt efni bæði í Fréttablaðinu og á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og reynir að lifa af auglýsingatekjum og kostun á efni. Sá rekstur er erfiður. Vatnið rennur ekki upp í móti. Fréttablaðið dró nýverið verulega úr dreifingu og krefst nú að lesandinn sæki sér blaðið og hjó það verulega í tekjur af auglýsingum. Þá hafa núverandi ritstjórnir miðlanna ekki náð að marka sér sérstöðu með öflugum fréttaflutningi eða fréttaskýringum eða menningar- og mannlífumfjöllun sem náð hefur að standa uppúr öllu því efni sem annars er í boði. Vandi útgáfufélagsins Torgs virðist utanfrá séð allnokkur enda nýtir félagið sér lítið sem ekkert þá byltingu sem orðið hefur á síðasta aldarfjórðung í miðlun og samfélagslegum samskiptum. Hlaðvörpin, bæði hljóð og mynd, hafa rutt sér til rúms og eru orðin fyrirferðamikil í umræðu dagsins. Hlutverk þeirra minna um margt á hlutverk pólitísku vefsvæðanna fyrir tuttugu árum. Gerjun umræðu er mikli á vettvangi hlaðvarpa sem oftast eru keyrð áfram af tveimur eða fleiri einstklingum. Þessir einstaklingar ásamt áhrifavöldum sem eftir er tekið á samfélagsmiðlum eiga síðan mikinn þátt í að móta viðtekin sjónarmið til ólíkra málefna í stjórnmálum, menningu og annarri samfélagsumræðu. Hefðbundnir fjölmiðlar á borð við RUV, netmiðlana og dagblöðin endurvarpa í dag og staðfesta sjónarmiðin fremur en að móta þau og skapa. Umræðan umturnast – miðlarnir lítt breyttir Ummæli fyrrum fjarskiptamálaráðherra, Halldórs Blöndal, frá því fyrir aldarfjórðungi standast því ágætlega tímans tönn. Breytingarnar hafa fyrst og síðast orðið á samfélagsumræðunni en ekki á fjölmiðlunum sjálfum. Við erum enn að lang mestu leiti með sömu fjölmiðlana að framleiða áþekkt efni og reyna að skrimmta af áskriftar- og auglýsingatekjum nema þeir sem eru í skjóli ríkissjóðs. Umræðan er hins vegar gjörbreytt og því veldur að nýja tæknin hefur fært almenningi – einstaklingum, öflugt tæki til að láta í sér heyra. Og gjallarhornin hafa glumið. Og þá er það afmælisbarnið, Vísir.is, tuttuguogfimm ára gamalt. Óhætt er að segja að það dafni vel enda af mörgum talinn áhrifamesti fjölmiðill landsins nú um stundir og sá sem nær hvað mestri útbreiðslu. Hann er ásamt Mbl.is eini vefmiðillinn sem enn lifir frá árdögum nýmiðlanna og hann lifir sjálfstæðu lífi. Hann hefur þroskast vel í gegnum mismunandi eignarhald og allskonar sambúðir við fjölmiðla á borð við DV, Dag-Tímann, Viðskiptablaðið, Fréttablaðið, Stöð2 og Bylgjuna og er þá ekki allt upp talið. Vísir.is er í dag flaggskip fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýn sem er hlutafélag skráð á markað í eigu einstaklinga, lífeyrissjóða, banka og annarra fjárfesta. Áræðni og framsýni hefur einkennt rekstur fyrirtækisins hin síðustu ár og líklegt verður að telja að það verði í forystu um framþróun fjölmiðla hér á landi á næstu árum. Öruggt er að Vísir.is mun þar gegna lykilhlutverki og því má ætla hann eigi annan spennandi aldarfjórðung framundan. Til hamingju með daginn. Höfundur var forstöðumaður mýmiðlunar hjá Frjálsri fjölmiðlun og leiddi uppbyggingu Vísir.is og varð fyrsti ritstjóri miðilsins. Hann hefur starfað við og nærri fjölmiðlum í um fjörtíu ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þjóðfélagsumræðan hefur gjörbreyst en fjölmiðlar ekki á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá því að Vísir.is fór í loftið Skömmu áður en Biggi og félagar hans í Maus rifu sig í gegnum skvaldrið á opnunuarhátíðinni hjá Vísir.is á sviði Borgarleikhússins þann 1. apríl 1998 gerði Halldór Blöndal, þáverandi ráðherra fjarskiptamála, að gamni sínu í ávarpi þegar hann sagði að mesta byltingin sem tilkoma hins nýja miðils boðaði væri að nú gæti hann loksins svarað leiðurum Jónasar Kristjánssonar ritstjóra DV. Á þessum árum birti Vísir.is efni frá DV, Degi-Tímanum og Viðskiðptablaðinu auk eigin frétta og var Jónas mikill skelfir í þjóðmálaumæðunni og sveið valdamönnum oft undan penna hans. Við sem unnum að hinum nýja miðli vissum að við stóðum á krossgötum og leyfðum okkur stundum að grípa til stóryrða á borð við byltingu. Í hálfa öld hafði miðlun frétta og öll umræða um þjóðfélagsmál verið einhliða þar sem útvarp, sjónvarp og fréttablöð dreifðu frásögnum af viðburðum og skoðunum til almennings sem höfðu ekki annað hlutverk en að hlusta, lesa og horfa. Hinn nýji miðill var gagnvirkur – hlustandinn, lesandinn, notandinn stóð jafnfætis miðlinum sem var nýtt og okkur fundust möguleikarnir endalausir. Þá grunaði okkur að hinir ólíku fjölmiðlar sem byggðu á mismunandi tækni eins og prenti, filmum og langbylgjum og áttu ólíka forsögu myndu breytast og renna saman þar sem hin nýja tölvutækni bræddi allt í eina og sömu miðlunarrásina. Við vissum að breytingar og jafnvel byltingin væri handan hornsins en fyrir hornið sáum við ekki. Þó svo einhver áhöld hafi verið um hvort ráðherra fjarskiptamála vissi hvað hann ætti að gera við tölvumúsina þegar hann opnaði Vísir.is hitti hann að líkindum naglann á höfuðið með kjarnann í þeim breytingum sem framundan voru. Gjallarhorn fjölmiðils var á leið inn á sérhvert heimili. Árdagarnir Vísir.is var viðbót á fjölmiðlamarkaði sem stóð á tímamótum. Á blaðamarkaði trónuðu Morgunblaðið og DV en flokksblöðin á miðju stjórnmála og til vinstri voru í andaslitrum. Viðskiptablaðið sat eitt á sinni sillu og dafnaði vel. Stöð 2 var áskriftarsjónvarp í talsverðum blóma og RUV að venju nokkuð búsældarlegt nærri jötu ríkissjóðs. Þessir ritstýrðu miðlar réðu samfélagsumræðunni – allt fór þar í gegn. En blikur voru á loftir því ókeypis fréttamiðlar á borð við erlendu miðlana Sky News og borgarblöðin Metro ógnuðu tekjustofnum einkarekinna áskriftarmiðla. Skjár einn og Fréttablaðið komu inn af miklum krafti um það leiti sem Vísir.is var að slíta barnsskónum. Það var kátt í netheimum í árdaga netmiðlanna. Kapp var mikið enda ævintýramenn á ferð að nema ný lönd. Vísir.is vildi verða miðstöð frétta og þjónustu á netinu og keppti við Mbl.is um efsta sætið á lista yfir vinsælustu vefsvæðin. Ýmsir aðrir leiðangrar voru gerðir út eins og Torg,is með þáttöku Símans, Islandia.is við hlið Íslenksa útvarpsfélagsins (Stöð 2, Bygjan) og Strik.is í samvinnu við Íslandssíma. Á vettvangi stjórnmála tók yngri kynslóðin mikinn kipp og færðist pólitíska umræðan fljótt yfir á vefsvæði á borð við Deiglan.is og Andríki.is þar sem greina mátti ólíkar áherslur hægri manna, KREML.is þar Evrópusinnaðir ungkratar skemmtu sér og skrattanum og Múrinn.is hvar vinstrigrænir söngvar voru sungnir. Þá urðu til áhugasíður um íþróttir og margvísleg önnur áhugamál og þá blómstruðu bloggsíður einstaklinga eins og túnfíflar á sumri. Yfirráðum stóru fjölmiðlanna var ögrað. Raddir þjóðfélagsumræðunnur höfðu aldrei verið eins margar né heyrst eins víða. Á þessum tíma var langt í land að nokkur þessi vefsvæði hefðu tekjur nærri þeim kostnaði sem af þessu hlaust. Viðskiptalíkön voru óljós. Allir stefndu að því að helga sér markaðslönd í þeirri von að þau myndu síðar gefa eitthvað af sér. Starfsemin var ósjálfbær. Bilið var brúað með ólaunaðri vinnu áhugasamra, rekstrarfé móðurfélaga eða takmörkuðum áhættufjármunum fjárfesta. Hin svokallaða netbóla sprakk og áhættufjármagnið hvarf og fór svo að flestum þraut örendið. Eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins, Frjáls fjölmiðlun, varð eitt fórnarlamba og markaði það upphaf endaloka flaggskips þess, síðdegisblaðsins DV. En ytri aðstæður breyttust ört í upphafi aldarinnar í miklum uppgangi og þenslu og réðu þær mestu um framþróun miðla næstu árin á Íslandi. Stóri skellur Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter voru kynntir almenningi árið 2006. Frá árdögum netmiðla var stóri sannleikurinn sá að efni og innihald réði ferðinni og því voru fjölmiðlar miðlægir í framgangi nýmiðla. Með tilkomu samfélagsmiðlanna varð einstaka notandi uppspretta efnis og þar með byrjaði þungamiðja miðlunar smátt og smátt en samt nokkuð hratt að færast frá ritstýrðum fjölmiðlum yfir til hundrað og þúsund milljóna notanda samfélagsmiðlanna. Á sama tíma hafði alþjóðavæðing efnahags- og fjármála sett athafnalíf víðast hvar í heiminum á yfirsnúning. Eins og oft áður voru Íslendingar þar fremstir á meðal jafningja. Eigendahóparnir í kringum bankana þrjá lituðu íslenskt þjóðlíf sínum litum og höfðu þeir skipt einkareknu fjölmiðlunum sín á milli. Hópurinn í kringum Glitni átti Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir.is, aðstandendur Landsbankans höfðu náð meirihluta í Árvakri sem rak Morgunblaðið, mbl.is og fríblaðið 24 stundir og þá höfðu Kaupþingsmenn eignast Viðskiptablaðið og fjölguðu útgáfudögum og stefndu á dagblað. Þarna hafði Skjár einn dáið drottni sínum og tímaritaútgáfa stóð höllum fæti. Stóra mynd fjölmiðla á Íslandi hafði lítt breyst frá árdögum netmiðla, viðskiptalíkön miðlanna byggði á merg gömlu miðlanna og efni netmiðla var opið öllum í samkeppni um auglýsingar við aðra ókeypis miðla. Lánsfé flæddi yfir allt samfélagið, áform voru glæst, sjónvarpsfréttastöð sem gekk allan daginn fór í loftið og jafnvel var haldið í útrás til Danmerkur en hvorki fjölmiðlar né ýmislegt annað á þessum tíma laut lögmálum sjálfbærs rekstrar. Breytt mynstur fjölmiðla eða eignarhald virtist árið 2007 ekki hafa sett mark sitt á umgjörð stjórnmála í landinu því í kosningum þá um vorið fengu stóru flokkarnir fjórir nærri 90% allra atkvæða líkt og áratugina á undan. Byltingingarkenndar uppfinningar í samskiptatækni á borð við prentun, útvarp og internet umturna samfélögum á aldafresti eða meira með stökkbreyttum félagslegum samskiptum. Prentun bóka breyddi út vísindin og útvarpið mótaði lýðræðishefð 20.aldar. Enn er of snemmt að meta áhrif internetsins. Fjármálahrun og kreppur koma stórum og sjaldan – ekki ósvipað tæknibyltingum, og valda usla eins og stríðum, upplausn, byltingum og hruni valdablokka. Stóri hvellurinn undir lok fyrsta áratugs þessarar aldar var þegar laust saman stærsta fjármálahruni sögunnar og umfangs- og áhrifamestu byltingu í samskiptatækni sem sögur fara af. Samfélagsmiðlarnir náðu undirtökum í félagslegum samskiptum á sama tíma og Vesturlönd glímdu við afleiðingar kreppunnar. Heimskreppan 2008 skall fyrst á Íslendingum. Það var óvænt og varð hún snarpari og djúpstæðari en annars staðar sem leiddi til gríðarlegra umskipta í samfélaginu sem sést á meiri sveiflum á milli flokka í niðurstöðum kosninga árið 2009 en nokkru sinni fyrr og síðar. Engu að síður hélt umgjörðin og flokkakerfið sér – að sinni altént. Á meðan öldurnar risu í íslensku samfélagi og samfélagsmiðlar urðu æ veigameiri ásar í samfélagsumræðunni ríkti jafnvægi í fjölmiðlum. Þrátt fyrir uppgjör, endurskoðun og umpólanir í hruninu héldu fjölmiðlar á Íslandi sínu strike - umfang og umgjörð breyttist ekki en eignarhaldið fór á flot. Tvíveldi skiptu með sér greinum, Morgunblaðið og Fréttablaðið réðu blaðamarkaði, RUV og Stöð2/Bylgjan stýrðu öldum ljósvakans og Vísir.is og Mbl.is skyggðu á aðra í netheimum. Eins og fyrri daginn sat Viðskiptablaðið á sinni sillu og undi bærilega við sitt. Eignarhaldið var orðið einhæft. Fréttablaðið, Stöð2/Bylgjan og Vísir.is voru á einni hendi 365 miðla, Árvakur rak með tapi Mbl.is og Morgunblaðið, Viðskiptablaðið var aftur komið í einfalt eignarhald og RUV var á sínum stað. Að auki komu og fóru miðlar eða skiptu um eigendur eins og DV/DV.is,Krónikan, Eyjan.is, Kjarninn.is, Mannlíf.is, Stundin.is o.fl. Stundum var útgáfan samþætt úr prenti og vef en undantekningalaust var fjárhagur veikur og rekstur tæpur. En jafnt og þétt minnkaði vægi allra þessara miðla á kostnað samfélagsmiðla. Samhliða samfélagsmiðlum risu upp alþjóðlegar efnisveitur með tónlist og sjónvarpsefni en hér á landi urðu hlaðvörp æ vinsælli. Rekstur einkarekinna miðla varð sífellt erfiðari en samt leiddi það ekki til þess að gömlu miðlarnir endurskoðuð grunninn að sínu viðskiptalíkani. Þó spurðist út að Síminn, sem eitt sinn var ríkisrekinn landssími en nú skráð almenningshlutafélag, væri að fara af stað með íslenska sjónvarpsveitu þar sem enski fótboltinn var flaggskipið. Á vettvangi alþjóðastjórnmála var það helst að frétta að samfélagsmiðlar lyftu auðkýfingi og tístandi fjölmiðlamanni í æðsta embætti Bandaríkjanna og með markvissri gagnöflun samfélagsmiðla og gagnavinnslu sigruðu andstæðingar Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um áframhaldandi þátttöku í því samstarfi. Á Íslandi hafði flokkum á Alþingi fjölgað í sex árið 2012, sjö í kosningum árið 2016 og í átta í haustkosningum 2017 en það hafði aldrei gerst áður. Tangarhald ritstýrðrar fjölmiðla á umræðunni var horfið, umgjörð stjórnmála var að breytast og litróf þjóðþingsins varð fjölbreyttara. Stóri hvellur sem reið yfir eftir 2008 hafði breytt samtalinu í samfélagin og allri umgjörð þjóðfélagsins. Í umræðunni var fólk uppteknara af eftirköstum hrunsins en að líkindum lagði samskiptabyltingin meira að mörkum til þeirra breytinga sem gengu yfir en flestir hafa gert sér grein fyrir. Morguninn eftir Í dag, aldarfjórðungi eftir að hugtakið nýmiðlar var kynnt til sögunnar, erum við að nudda stírurnar úr augunum morguninn eftir stóran hvell. Við erum í auga storms. Við sjáum að margt er á hreyfingu, óreiðan en margvísleg, við áttum okkur ekki á hvað er að gerast og ótti og öryggisleysis gætir víða. Við heyrum talað um upplýsingaóreiðu og vitum ekki hverju má treysta. Hver fer sína leið og margir hverfa inn í bergmálshella, sameiginlegur skilningur á samfélagslögmálum dvínar og sáttmálar rofna. Staðhæfing er jafngild staðreynd og skautun einkennir umræðuna – á endanum sameinast allir um það eitt að vera ósammála. Fréttum, héðan og þaðan er dreift út og suður á samfélagsmiðlum þar sem ekki er gerður munur á öruggum heimildum og falsi. Áræðanleiki efnis og upplýsinga rýrnar og eftirspurn eftir traustum heimildum og áreiðanlegum miðlum eykst. Sést það vel á alþjóðlegu áskriftarmiðlunum sem frá aldarmótum hafa boðið fjölbreytta þjónustu sína á hverskonar skjám eins og FT og New York Times dafna nú sem aldrei fyrr og einnig á því hve hratt fjarar undan einkareknum miðlum sem bjóða ókeypis fréttaþjónustu á meðan samfélagsmiðlarnir hirða auðlýsingatekjurnar. Við þessar aðstæður eru íslenskir fjölmiðlar í mikilli vörn. Alþjóðlegir samfélagsmiðlar ná til sýn bróðurparti auglýsingatekna hér á landi. Viðskiptalíkan síðusta áratuga er hrunið. Hin aldarfjórðungsgamla tækni breytti snemma viðskiptalíkönum stóru alþjóðlegu fjölmiðlanna en það gerðist ekki hér á landi. Breytingar eru hins vegar að eiga sér stað. Í stórum dráttum eru enn sömu fjölmiðlarnir á sviðinu en eignarhald þeirra þróast nú hratt sem og viðskiptalíkönin. Fjölmiðlafyrirtækin sjá að æ betur að þau fá ekkert í staðinn fyrir að gefa efni, samfélagsmiðlarnir með sína áhrifavalda mun á þeim vettvangi aðeins auka yfirburði sína. Fjarskiptafyrirtækin eru að taka sér æ veigameira hlutverk á sviði fjölmiðla. Síminn býður aðgang að áhugaverðu afþreyingarefni og sýnir ágæt tilþrif í framleiðslu á innlendu efni og áskrifendur virðast kunna að meta. Sýn keypti Stöð 2, Bylgjuna og Vísir.is fyrir fjórum árum og hefur stigið mikilvæg skref í átt að því að meta efni sitt að verðleikum með áskrift bæði í sjónvarpi og verðmætum viðskiptafréttum. Árvakur býður nú áskrifendum Morgunblaðsins upp á sjónvarpsviðtöl um málefni líðandi stundar sem vakið hafa athygli. Allt eru þetta fjölmiðlar í eigu stöndugra fyrirtækja sem sjá margvíslegan ávinning af rekstri miðlanna umfram þær tekjur sem þeir gefa. Þá hafa framsæknir og róttækir miðlar sameinast um rekstur Heimildarinnar sem byggir afkomu sína á að nægjanlega margir séu reiðubúnir til að borga fyrir efnið frá ritstjórn þess. Ekki er annað að sjá að sá rekstur eigi einhverja framtíð. Viðskiptablaðið breytti vef sínum nýverið á þann hátt að áskrifendur blaðsins fengu greiðari aðgang að efni ritstjórnar og væntanlega sér útgefandinn tækifæri í frekari þjónustu sem aukið gæti tekjurnar en væntanlega verða auglýsingatekjur af prentuðu blaði enn útgáfunni nauðsynlegar. Útgáfufélagið Torg er eina stóra fjölmiðlafyrirtækið sem hefur ekki gripið til sölu á áskriftum, gefur allt sitt efni bæði í Fréttablaðinu og á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og reynir að lifa af auglýsingatekjum og kostun á efni. Sá rekstur er erfiður. Vatnið rennur ekki upp í móti. Fréttablaðið dró nýverið verulega úr dreifingu og krefst nú að lesandinn sæki sér blaðið og hjó það verulega í tekjur af auglýsingum. Þá hafa núverandi ritstjórnir miðlanna ekki náð að marka sér sérstöðu með öflugum fréttaflutningi eða fréttaskýringum eða menningar- og mannlífumfjöllun sem náð hefur að standa uppúr öllu því efni sem annars er í boði. Vandi útgáfufélagsins Torgs virðist utanfrá séð allnokkur enda nýtir félagið sér lítið sem ekkert þá byltingu sem orðið hefur á síðasta aldarfjórðung í miðlun og samfélagslegum samskiptum. Hlaðvörpin, bæði hljóð og mynd, hafa rutt sér til rúms og eru orðin fyrirferðamikil í umræðu dagsins. Hlutverk þeirra minna um margt á hlutverk pólitísku vefsvæðanna fyrir tuttugu árum. Gerjun umræðu er mikli á vettvangi hlaðvarpa sem oftast eru keyrð áfram af tveimur eða fleiri einstklingum. Þessir einstaklingar ásamt áhrifavöldum sem eftir er tekið á samfélagsmiðlum eiga síðan mikinn þátt í að móta viðtekin sjónarmið til ólíkra málefna í stjórnmálum, menningu og annarri samfélagsumræðu. Hefðbundnir fjölmiðlar á borð við RUV, netmiðlana og dagblöðin endurvarpa í dag og staðfesta sjónarmiðin fremur en að móta þau og skapa. Umræðan umturnast – miðlarnir lítt breyttir Ummæli fyrrum fjarskiptamálaráðherra, Halldórs Blöndal, frá því fyrir aldarfjórðungi standast því ágætlega tímans tönn. Breytingarnar hafa fyrst og síðast orðið á samfélagsumræðunni en ekki á fjölmiðlunum sjálfum. Við erum enn að lang mestu leiti með sömu fjölmiðlana að framleiða áþekkt efni og reyna að skrimmta af áskriftar- og auglýsingatekjum nema þeir sem eru í skjóli ríkissjóðs. Umræðan er hins vegar gjörbreytt og því veldur að nýja tæknin hefur fært almenningi – einstaklingum, öflugt tæki til að láta í sér heyra. Og gjallarhornin hafa glumið. Og þá er það afmælisbarnið, Vísir.is, tuttuguogfimm ára gamalt. Óhætt er að segja að það dafni vel enda af mörgum talinn áhrifamesti fjölmiðill landsins nú um stundir og sá sem nær hvað mestri útbreiðslu. Hann er ásamt Mbl.is eini vefmiðillinn sem enn lifir frá árdögum nýmiðlanna og hann lifir sjálfstæðu lífi. Hann hefur þroskast vel í gegnum mismunandi eignarhald og allskonar sambúðir við fjölmiðla á borð við DV, Dag-Tímann, Viðskiptablaðið, Fréttablaðið, Stöð2 og Bylgjuna og er þá ekki allt upp talið. Vísir.is er í dag flaggskip fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýn sem er hlutafélag skráð á markað í eigu einstaklinga, lífeyrissjóða, banka og annarra fjárfesta. Áræðni og framsýni hefur einkennt rekstur fyrirtækisins hin síðustu ár og líklegt verður að telja að það verði í forystu um framþróun fjölmiðla hér á landi á næstu árum. Öruggt er að Vísir.is mun þar gegna lykilhlutverki og því má ætla hann eigi annan spennandi aldarfjórðung framundan. Til hamingju með daginn. Höfundur var forstöðumaður mýmiðlunar hjá Frjálsri fjölmiðlun og leiddi uppbyggingu Vísir.is og varð fyrsti ritstjóri miðilsins. Hann hefur starfað við og nærri fjölmiðlum í um fjörtíu ár.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun