Neyslurýmið Ylja þarf nýtt húsnæði strax Marín Þórsdóttir skrifar 30. mars 2023 11:31 Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu. Hugmyndafræðin er í sjálfu sér ekki flókin, hún er byggð á mannúð, virðingu fyrir einstaklingnum og að aðstoða fólk á þeim stað sem það er statt hverju sinni, án fordóma. Það er lykillinn. Skaðaminnkandi þjónusta er bæði félagsleg þjónusta og heilbrigðisþjónusta og því á málaflokkurinn heima á báðum þessum sviðum. Þetta ber að hafa í huga þegar horft er á skaðaminnkandi þjónustu og kostnað við hana. Rauði krossinn rekur tvö skaðaminnkunarverkefni. Annars vegar verkefnið Frú Ragnheiði, sem mörg þekkja, enda hefur það starfað í 14 ár og er elsta skaðaminnkunarverkefni landsins. Um er að ræða sjálfboðaliðadrifið verkefni í vettvangsbíl sem þjónustar fólk með nálaskiptaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skaðaminnkandi ráðgjöf. Hins vegar hefur félagið rekið færanlega neyslurýmið Ylja, tilraunaverkefni til eins árs sem var einnig starfrækt í bifreið og þjónustar fólk sem notar vímuefni í æð, en það getur komið í Ylju og notað efnin í öruggu umhverfi. Bæði þessi verkefni hafa margsannað gildi sitt með ýmsum hætti. Í báðum verkefnunum hefur verið komið í veg fyrir ofskammtanir og bæði verkefnin hafa bjargað mannslífum með skaðaminnkandi samtali, stuðningi og umhyggju. Verkefnin hafa komið í veg fyrir að notaður búnaður sé skilinn eftir á víðavangi og hafa veitt fólki sem mætir fordómum þegar það sækir sér þjónustu innan kerfisins stuðning, svo eitthvað sé nefnt. Þá má líka benda á að gífurlegur sparnaður verður innan kerfisins þegar notast er við skaðaminnkandi hugmyndafræði. Það eitt að útvega hreinan sprautubúnað og draga þannig úr líkum á að einstaklingar smitist af HIV og lifrarbólgu skapar stórkostlegan sparnað fyrir samfélagið í heild. Nú hefur Ylja neyslurými lokið sínu tilraunaári. 125 einstaklingar sóttu sér þjónustu Ylju fyrsta starfsárið í 1.381 heimsóknum. Heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingar Íslands hafa áttað sig á mikilvægi skaðaminnkunar og styðja ríkulega við starf Rauða krossins, annars vegar með því að greiða um 50% af kostnaði við verkefnið Frú Ragnheiði og hins vegar hefur með því að kosta allan rekstur Ylju fyrsta starfsár verkefnisins. Sjúkratryggingar Íslands hafa lofað fjármagni til reksturs starfseminnar til næstu tveggja ára og mikil þörf er að koma verkefninu í húsnæði, svo hægt sé að veita viðunandi þjónustu. En illa gengur að finna húsnæði hjá Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytinu til að halda rekstrinum áfram. Rekstrarféð frá Sjúkratryggingum og þekking starfsmanna Rauða krossins er til staðar, en skortur er á viðbrögðum frá félagsmálayfirvöldum og sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að finna viðeigandi húsnæði fyrir starfsemina. Þetta er þjónusta fyrir þau sem eru hvað mest á jaðrinum í samfélaginu og þurfa hvað mest á okkar aðstoð að halda. Án Ylju eykst hættan á ofskömmtunum og að þessi hópur fái ekki viðeigandi og bráðnauðsynlega þjónustu. Á síðustu tveimur vikum hefur sýkingum hjá hópnum fjölgað verulega og má leiða að því líkum að það tengist lokun Ylju, sem ekki hefur verið starfandi síðan 6. mars síðastliðinn. Látum þau ekki sitja eftir, þetta er spurning um líf og dauða. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneyti verða að tryggja Ylju húsnæði, svo ekki verði meiri skaði en nú þegar hefur orðið. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu. Hugmyndafræðin er í sjálfu sér ekki flókin, hún er byggð á mannúð, virðingu fyrir einstaklingnum og að aðstoða fólk á þeim stað sem það er statt hverju sinni, án fordóma. Það er lykillinn. Skaðaminnkandi þjónusta er bæði félagsleg þjónusta og heilbrigðisþjónusta og því á málaflokkurinn heima á báðum þessum sviðum. Þetta ber að hafa í huga þegar horft er á skaðaminnkandi þjónustu og kostnað við hana. Rauði krossinn rekur tvö skaðaminnkunarverkefni. Annars vegar verkefnið Frú Ragnheiði, sem mörg þekkja, enda hefur það starfað í 14 ár og er elsta skaðaminnkunarverkefni landsins. Um er að ræða sjálfboðaliðadrifið verkefni í vettvangsbíl sem þjónustar fólk með nálaskiptaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skaðaminnkandi ráðgjöf. Hins vegar hefur félagið rekið færanlega neyslurýmið Ylja, tilraunaverkefni til eins árs sem var einnig starfrækt í bifreið og þjónustar fólk sem notar vímuefni í æð, en það getur komið í Ylju og notað efnin í öruggu umhverfi. Bæði þessi verkefni hafa margsannað gildi sitt með ýmsum hætti. Í báðum verkefnunum hefur verið komið í veg fyrir ofskammtanir og bæði verkefnin hafa bjargað mannslífum með skaðaminnkandi samtali, stuðningi og umhyggju. Verkefnin hafa komið í veg fyrir að notaður búnaður sé skilinn eftir á víðavangi og hafa veitt fólki sem mætir fordómum þegar það sækir sér þjónustu innan kerfisins stuðning, svo eitthvað sé nefnt. Þá má líka benda á að gífurlegur sparnaður verður innan kerfisins þegar notast er við skaðaminnkandi hugmyndafræði. Það eitt að útvega hreinan sprautubúnað og draga þannig úr líkum á að einstaklingar smitist af HIV og lifrarbólgu skapar stórkostlegan sparnað fyrir samfélagið í heild. Nú hefur Ylja neyslurými lokið sínu tilraunaári. 125 einstaklingar sóttu sér þjónustu Ylju fyrsta starfsárið í 1.381 heimsóknum. Heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingar Íslands hafa áttað sig á mikilvægi skaðaminnkunar og styðja ríkulega við starf Rauða krossins, annars vegar með því að greiða um 50% af kostnaði við verkefnið Frú Ragnheiði og hins vegar hefur með því að kosta allan rekstur Ylju fyrsta starfsár verkefnisins. Sjúkratryggingar Íslands hafa lofað fjármagni til reksturs starfseminnar til næstu tveggja ára og mikil þörf er að koma verkefninu í húsnæði, svo hægt sé að veita viðunandi þjónustu. En illa gengur að finna húsnæði hjá Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytinu til að halda rekstrinum áfram. Rekstrarféð frá Sjúkratryggingum og þekking starfsmanna Rauða krossins er til staðar, en skortur er á viðbrögðum frá félagsmálayfirvöldum og sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að finna viðeigandi húsnæði fyrir starfsemina. Þetta er þjónusta fyrir þau sem eru hvað mest á jaðrinum í samfélaginu og þurfa hvað mest á okkar aðstoð að halda. Án Ylju eykst hættan á ofskömmtunum og að þessi hópur fái ekki viðeigandi og bráðnauðsynlega þjónustu. Á síðustu tveimur vikum hefur sýkingum hjá hópnum fjölgað verulega og má leiða að því líkum að það tengist lokun Ylju, sem ekki hefur verið starfandi síðan 6. mars síðastliðinn. Látum þau ekki sitja eftir, þetta er spurning um líf og dauða. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneyti verða að tryggja Ylju húsnæði, svo ekki verði meiri skaði en nú þegar hefur orðið. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun