Bein útsending: Umræða um vantraust á dómsmálaráðherra Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. mars 2023 10:00 Fulltrúar úr fjórum stjórnarandstöðuflokkum á þingi hafa lagt fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umræður um vantrauststillögu fjögurra þingflokka á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefjast á Alþingi klukkan 10:30 og verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Reiknað er með að umræðan standi yfir í rétt rúmar tvær klukkustundir. Flutningsmenn eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata, Þórunn Sveinbjarnardóttir í fjarveru Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá Alþingi á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Þingmenn þessara fjögurra flokka hafa deilt hart á dómsmálaráðherra sem hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengi nauðsynleg gögn til lagasetningar í tengslum við afgreiðslu Alþingis á umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt. Jón hafi margsinnis lýst því yfir opinberlega að hann hefði sagt Útlendingastofnun að afhenda allsherjar- og menntamálanefnd ekki gögnin. Umræðan um vantrauststillöguna verður með þeim hætti að þingflokkur fyrsta flutningsmanns, Píratar, fá 15 mínútur og flokkur ráðherrans, Sjálfstæðisflokkurinn einnig. Aðrir þingflokkar fá 12 mínútur. Þingflokkarnir geta innbyrðis ákveðið að skipta tíma sínum á milli ræðumanna og því gætu umferðir í umræðunni orðið tvær eða þrjár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hóf umræðuna um vantraust á Jón Gunnarsson.Stöð 2/Sigurjón Reiknað er með að umræðan standi yfir í rúmar tvær klukkustundir. Að henni lokinni verður gengið til atkvæðagreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að reikna megi með að óskað verði eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna. Þá muni margir þingmenn væntanlega vilja gera grein fyrir atkvæði sínu. Atkvæðagreiðslan gæti því staðið yfir í um klukkustund. Í marsmánuði 2018 felldi Alþingi tillögu minnihlutans um vantraust á Sigríði Andersen, sem einnig var dómsmálaráðherra og var það í fyrsta sinn í um sextíu ár sem vantrauststillaga var lögð fram gegn einstaka ráðherra. Vantraust á ríkisstjórn í heild sinni hefur hins vegar nokkrum sinnum verið lagt fram á síðustu áratugum. Mælendaskráin í umræðunum í dag er þessi: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 1. ræða. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. ræða. Katrín Jakobsdóttir, 1. ræða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, 1. ræða. Inga Sæland, 1. ræða. Hanna Katrín Friðriksson, 1. ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson, 1. ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 1. ræða. Bjarni Benediktsson, 1. ræða. Orri Páll Jóhannsson, 1. ræða. Helga Vala Helgadóttir, 1. ræða. Eyjólfur Ármannsson, 1. ræða. Sigmar Guðmundsson, 1. ræða. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 1. ræða. Guðbrandur Einarsson, 1. ræða. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Flutningsmenn eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata, Þórunn Sveinbjarnardóttir í fjarveru Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá Alþingi á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Þingmenn þessara fjögurra flokka hafa deilt hart á dómsmálaráðherra sem hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengi nauðsynleg gögn til lagasetningar í tengslum við afgreiðslu Alþingis á umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt. Jón hafi margsinnis lýst því yfir opinberlega að hann hefði sagt Útlendingastofnun að afhenda allsherjar- og menntamálanefnd ekki gögnin. Umræðan um vantrauststillöguna verður með þeim hætti að þingflokkur fyrsta flutningsmanns, Píratar, fá 15 mínútur og flokkur ráðherrans, Sjálfstæðisflokkurinn einnig. Aðrir þingflokkar fá 12 mínútur. Þingflokkarnir geta innbyrðis ákveðið að skipta tíma sínum á milli ræðumanna og því gætu umferðir í umræðunni orðið tvær eða þrjár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hóf umræðuna um vantraust á Jón Gunnarsson.Stöð 2/Sigurjón Reiknað er með að umræðan standi yfir í rúmar tvær klukkustundir. Að henni lokinni verður gengið til atkvæðagreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að reikna megi með að óskað verði eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna. Þá muni margir þingmenn væntanlega vilja gera grein fyrir atkvæði sínu. Atkvæðagreiðslan gæti því staðið yfir í um klukkustund. Í marsmánuði 2018 felldi Alþingi tillögu minnihlutans um vantraust á Sigríði Andersen, sem einnig var dómsmálaráðherra og var það í fyrsta sinn í um sextíu ár sem vantrauststillaga var lögð fram gegn einstaka ráðherra. Vantraust á ríkisstjórn í heild sinni hefur hins vegar nokkrum sinnum verið lagt fram á síðustu áratugum. Mælendaskráin í umræðunum í dag er þessi: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 1. ræða. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. ræða. Katrín Jakobsdóttir, 1. ræða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, 1. ræða. Inga Sæland, 1. ræða. Hanna Katrín Friðriksson, 1. ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson, 1. ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 1. ræða. Bjarni Benediktsson, 1. ræða. Orri Páll Jóhannsson, 1. ræða. Helga Vala Helgadóttir, 1. ræða. Eyjólfur Ármannsson, 1. ræða. Sigmar Guðmundsson, 1. ræða. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 1. ræða. Guðbrandur Einarsson, 1. ræða.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42
Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42
Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55