Bein útsending: Umræða um vantraust á dómsmálaráðherra Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. mars 2023 10:00 Fulltrúar úr fjórum stjórnarandstöðuflokkum á þingi hafa lagt fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umræður um vantrauststillögu fjögurra þingflokka á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefjast á Alþingi klukkan 10:30 og verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Reiknað er með að umræðan standi yfir í rétt rúmar tvær klukkustundir. Flutningsmenn eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata, Þórunn Sveinbjarnardóttir í fjarveru Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá Alþingi á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Þingmenn þessara fjögurra flokka hafa deilt hart á dómsmálaráðherra sem hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengi nauðsynleg gögn til lagasetningar í tengslum við afgreiðslu Alþingis á umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt. Jón hafi margsinnis lýst því yfir opinberlega að hann hefði sagt Útlendingastofnun að afhenda allsherjar- og menntamálanefnd ekki gögnin. Umræðan um vantrauststillöguna verður með þeim hætti að þingflokkur fyrsta flutningsmanns, Píratar, fá 15 mínútur og flokkur ráðherrans, Sjálfstæðisflokkurinn einnig. Aðrir þingflokkar fá 12 mínútur. Þingflokkarnir geta innbyrðis ákveðið að skipta tíma sínum á milli ræðumanna og því gætu umferðir í umræðunni orðið tvær eða þrjár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hóf umræðuna um vantraust á Jón Gunnarsson.Stöð 2/Sigurjón Reiknað er með að umræðan standi yfir í rúmar tvær klukkustundir. Að henni lokinni verður gengið til atkvæðagreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að reikna megi með að óskað verði eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna. Þá muni margir þingmenn væntanlega vilja gera grein fyrir atkvæði sínu. Atkvæðagreiðslan gæti því staðið yfir í um klukkustund. Í marsmánuði 2018 felldi Alþingi tillögu minnihlutans um vantraust á Sigríði Andersen, sem einnig var dómsmálaráðherra og var það í fyrsta sinn í um sextíu ár sem vantrauststillaga var lögð fram gegn einstaka ráðherra. Vantraust á ríkisstjórn í heild sinni hefur hins vegar nokkrum sinnum verið lagt fram á síðustu áratugum. Mælendaskráin í umræðunum í dag er þessi: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 1. ræða. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. ræða. Katrín Jakobsdóttir, 1. ræða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, 1. ræða. Inga Sæland, 1. ræða. Hanna Katrín Friðriksson, 1. ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson, 1. ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 1. ræða. Bjarni Benediktsson, 1. ræða. Orri Páll Jóhannsson, 1. ræða. Helga Vala Helgadóttir, 1. ræða. Eyjólfur Ármannsson, 1. ræða. Sigmar Guðmundsson, 1. ræða. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 1. ræða. Guðbrandur Einarsson, 1. ræða. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Flutningsmenn eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata, Þórunn Sveinbjarnardóttir í fjarveru Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá Alþingi á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Þingmenn þessara fjögurra flokka hafa deilt hart á dómsmálaráðherra sem hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengi nauðsynleg gögn til lagasetningar í tengslum við afgreiðslu Alþingis á umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt. Jón hafi margsinnis lýst því yfir opinberlega að hann hefði sagt Útlendingastofnun að afhenda allsherjar- og menntamálanefnd ekki gögnin. Umræðan um vantrauststillöguna verður með þeim hætti að þingflokkur fyrsta flutningsmanns, Píratar, fá 15 mínútur og flokkur ráðherrans, Sjálfstæðisflokkurinn einnig. Aðrir þingflokkar fá 12 mínútur. Þingflokkarnir geta innbyrðis ákveðið að skipta tíma sínum á milli ræðumanna og því gætu umferðir í umræðunni orðið tvær eða þrjár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hóf umræðuna um vantraust á Jón Gunnarsson.Stöð 2/Sigurjón Reiknað er með að umræðan standi yfir í rúmar tvær klukkustundir. Að henni lokinni verður gengið til atkvæðagreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að reikna megi með að óskað verði eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna. Þá muni margir þingmenn væntanlega vilja gera grein fyrir atkvæði sínu. Atkvæðagreiðslan gæti því staðið yfir í um klukkustund. Í marsmánuði 2018 felldi Alþingi tillögu minnihlutans um vantraust á Sigríði Andersen, sem einnig var dómsmálaráðherra og var það í fyrsta sinn í um sextíu ár sem vantrauststillaga var lögð fram gegn einstaka ráðherra. Vantraust á ríkisstjórn í heild sinni hefur hins vegar nokkrum sinnum verið lagt fram á síðustu áratugum. Mælendaskráin í umræðunum í dag er þessi: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 1. ræða. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. ræða. Katrín Jakobsdóttir, 1. ræða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, 1. ræða. Inga Sæland, 1. ræða. Hanna Katrín Friðriksson, 1. ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson, 1. ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 1. ræða. Bjarni Benediktsson, 1. ræða. Orri Páll Jóhannsson, 1. ræða. Helga Vala Helgadóttir, 1. ræða. Eyjólfur Ármannsson, 1. ræða. Sigmar Guðmundsson, 1. ræða. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 1. ræða. Guðbrandur Einarsson, 1. ræða.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42
Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42
Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55