Magnús furðulega rólegur miðað við aðstæður Bjarki Sigurðsson skrifar 29. mars 2023 22:01 Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari og Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður við aðalmeðferð málsins í dag. Vísir/Vilhelm Fjöldi lögreglumanna gaf vitnisburð sinn fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag í máli saksóknara gegn Magnúsi Aroni Magnússyni sem grunaður er um að hafa drepið nágranna sinn í júní á síðasta ári. Sammæltust þeir flestir um það að Magnús hafi virst of rólegur miðað við aðstæður. Í dag hófst aðalmeðferð í máli gegn Magnúsi Aroni en hann er ákærður fyrir að hafa veist að Gylfa Bergmann Heimissyni með þeim afleiðingum að hinn síðarnefndi lést. Eftir að Magnús sjálfur og nokkrir nágranna hans höfðu gefið skýrslu fyrir dómi var komið að lögreglumönnum sem komu að málinu. Lögreglukona sem var hluti af því teymi sem mætti fyrst á staðinn lýsti því hvernig Magnús tók á móti þeim alblóðugur og tjáði þeim að maður hafi ráðist á sig. Hann hafi rotað hann og benti á kerru sem var á malarplani fyrir framan húsið. Bak við kerruna fundu lögreglumenn Gylfa meðvitundarlausan. Könnuð voru lífsmörk á manninum en þau voru ekki til staðar. Tók lögreglukonan eftir því að hann var illa farinn í framan. Fleiri lögreglumenn mættu þá á staðinn og voru endurlífgunartilraunir hafnar. Magnús var færður í handjárn og síðar fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Aðspurð hvernig Magnús hafi virkað á hana sagði hún hann hafa verið rólegan en virtist óútreiknanlegur. Fluttur í fangaklefa Lögreglumaðurinn sem var í sama teymi og konan sá um að sitja yfir Magnúsi á meðan lífsmörk Gylfa voru könnuð. Hann passaði að Magnús myndi ekki flýja og handjárnaði hann svo. Þá var honum kynnt að hann hefði stöðu sakbornings í málinu. Eftir komuna á Hverfisgötu voru teknar myndir af honum og hann færður í fangaklefa. Þar var klefinn opinn og tveir lögreglumenn, sem höfðu keyrt hann á stöðina, fengnir til að sitja yfir honum. Voru þeir báðir á þeim tíma ófaglærðir lögreglumenn. Kveikt var á búkmyndavélum þeirra á meðan þeir sátu yfir Magnúsi og spjölluðu þeir við hann. Þeir höfðu ekki fengið nein sérstök fyrirmæli um að spyrja hann ákveðinna spurninga eða neitt. „Við áttum að vera þarna með hann og til að stytta tímann vorum við að tala við hann. Ákváðum bara að sjá hvort hann vildi ræða málið. Við vorum búnir að kynna honum ítrekað að hann væri með stöðu sakbornings. Við vorum báðir að spyrja, átta okkur á því hvað var að gerast því við vissum ekki hvað gerðist. Vorum að tala bara við hann. Það var enginn búinn að fá fyrsta framburð hjá honum þannig við fórum bara að ræða við hann og hann útskýrði þetta fyrir okkur,“ sagði annar ófaglærðu lögreglumannanna fyrir dómi. Líkara yfirheyrslu Verjandi Magnúsar, Bjarni Hauksson, sagði að samtal lögreglumannanna við Magnús væri líkara yfirheyrslu. Honum hafi ekki verið bent á inni í klefanum að hann þyrfti ekki að svara spurningum og hann mætti vera með lögmann hjá sér þegar rætt væri um sakarefni. Aðspurður hvers vegna þeir hafi byrjað að ræða um sakarefnið sagði lögreglumaðurinn að oftast í svona málum sé lögreglumönnum kennt að reyna að fá einhvern framburð. Í þessu tilviki töldu þeir fínt að fá fyrsta framburð þar sem Magnús hafði ekki rætt málið. „Mig minnir að hann hafi verið rólegur miðað við. Mér fannst hann of rólegur miðað við hvernig útkallið hljómaði. Þegar ég kem er greinilega eitthvað búið að eiga sér stað, greinilega eitthvað í gangi. Þegar ég kem þá man ég eftir því að hann er með blóð í andlitinu en var rólegur yfir þessu. Í klefanum líka, alltaf mjög rólegur þegar hann er að útskýra hvað gerðist,“ sagði lögreglumaðurinn. Orðið „yfirbuga“ furðulegt Hann dró reyndar til baka það að hafa sagt Magnús hafa verið „of rólegan“ þar sem hann hafi ekki getað metið hvernig hann ætti að haga sér. Hann hafi ekki vitað á þeim tíma að Gylfi væri látinn. Aðspurður hvort eitthvað annað í fari Magnúsar hafi verið furðulegt sagði lögreglumaðurinn orðanotkun hans hafa verið furðulega. „Hann notaði þegar hann talaði um þetta að hann hafi verið að kýla hann og sparka þar til hann var viss um að hann væri búinn að yfirbuga hann. Eins og hann hafi viljað halda áfram þar til hinn var alveg úr leik. Ekki beint eins og hann sæi eitthvað eftir þessu,“ sagði lögreglumaðurinn. Áfram hélt Bjarni, lögmaður Magnúsar, að spyrja um þetta samtal í fangaklefanum sem hann vildi meina að væri meir eins og yfirheyrsla. Furðulega slakur Hinn ófaglærði lögreglumaðurinn sem sat yfir honum í klefanum hafði svipaða sögu að segja um atburðarásina. Hann staðfesti að í bílnum á leiðinni á lögreglustöðina hafi Magnúsi verið gert grein fyrir að hann hefði stöðu sakbornings, sem var þá í minnsta kosti í annað skiptið sem það var gert. Yfirmaður lögreglumannanna hafði fyrr um daginn gefið skýrslu fyrir dómi og sagt að Magnús hafi verið furðulega slakur. Honum hafi ekki þótt það eðlilegt. Einn annar lögreglumaður, sem sá um fyrstu yfirheyrslu yfir Magnúsi, sagði að Magnús hafi virst allsgáður og að hans framburður hafi að mestu leyti verið mjög skýr. Engin fyrirstaða hafi verið fyrir því að taka af honum skýrslu um kvöldið. Manndráp í Barðavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Í dag hófst aðalmeðferð í máli gegn Magnúsi Aroni en hann er ákærður fyrir að hafa veist að Gylfa Bergmann Heimissyni með þeim afleiðingum að hinn síðarnefndi lést. Eftir að Magnús sjálfur og nokkrir nágranna hans höfðu gefið skýrslu fyrir dómi var komið að lögreglumönnum sem komu að málinu. Lögreglukona sem var hluti af því teymi sem mætti fyrst á staðinn lýsti því hvernig Magnús tók á móti þeim alblóðugur og tjáði þeim að maður hafi ráðist á sig. Hann hafi rotað hann og benti á kerru sem var á malarplani fyrir framan húsið. Bak við kerruna fundu lögreglumenn Gylfa meðvitundarlausan. Könnuð voru lífsmörk á manninum en þau voru ekki til staðar. Tók lögreglukonan eftir því að hann var illa farinn í framan. Fleiri lögreglumenn mættu þá á staðinn og voru endurlífgunartilraunir hafnar. Magnús var færður í handjárn og síðar fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Aðspurð hvernig Magnús hafi virkað á hana sagði hún hann hafa verið rólegan en virtist óútreiknanlegur. Fluttur í fangaklefa Lögreglumaðurinn sem var í sama teymi og konan sá um að sitja yfir Magnúsi á meðan lífsmörk Gylfa voru könnuð. Hann passaði að Magnús myndi ekki flýja og handjárnaði hann svo. Þá var honum kynnt að hann hefði stöðu sakbornings í málinu. Eftir komuna á Hverfisgötu voru teknar myndir af honum og hann færður í fangaklefa. Þar var klefinn opinn og tveir lögreglumenn, sem höfðu keyrt hann á stöðina, fengnir til að sitja yfir honum. Voru þeir báðir á þeim tíma ófaglærðir lögreglumenn. Kveikt var á búkmyndavélum þeirra á meðan þeir sátu yfir Magnúsi og spjölluðu þeir við hann. Þeir höfðu ekki fengið nein sérstök fyrirmæli um að spyrja hann ákveðinna spurninga eða neitt. „Við áttum að vera þarna með hann og til að stytta tímann vorum við að tala við hann. Ákváðum bara að sjá hvort hann vildi ræða málið. Við vorum búnir að kynna honum ítrekað að hann væri með stöðu sakbornings. Við vorum báðir að spyrja, átta okkur á því hvað var að gerast því við vissum ekki hvað gerðist. Vorum að tala bara við hann. Það var enginn búinn að fá fyrsta framburð hjá honum þannig við fórum bara að ræða við hann og hann útskýrði þetta fyrir okkur,“ sagði annar ófaglærðu lögreglumannanna fyrir dómi. Líkara yfirheyrslu Verjandi Magnúsar, Bjarni Hauksson, sagði að samtal lögreglumannanna við Magnús væri líkara yfirheyrslu. Honum hafi ekki verið bent á inni í klefanum að hann þyrfti ekki að svara spurningum og hann mætti vera með lögmann hjá sér þegar rætt væri um sakarefni. Aðspurður hvers vegna þeir hafi byrjað að ræða um sakarefnið sagði lögreglumaðurinn að oftast í svona málum sé lögreglumönnum kennt að reyna að fá einhvern framburð. Í þessu tilviki töldu þeir fínt að fá fyrsta framburð þar sem Magnús hafði ekki rætt málið. „Mig minnir að hann hafi verið rólegur miðað við. Mér fannst hann of rólegur miðað við hvernig útkallið hljómaði. Þegar ég kem er greinilega eitthvað búið að eiga sér stað, greinilega eitthvað í gangi. Þegar ég kem þá man ég eftir því að hann er með blóð í andlitinu en var rólegur yfir þessu. Í klefanum líka, alltaf mjög rólegur þegar hann er að útskýra hvað gerðist,“ sagði lögreglumaðurinn. Orðið „yfirbuga“ furðulegt Hann dró reyndar til baka það að hafa sagt Magnús hafa verið „of rólegan“ þar sem hann hafi ekki getað metið hvernig hann ætti að haga sér. Hann hafi ekki vitað á þeim tíma að Gylfi væri látinn. Aðspurður hvort eitthvað annað í fari Magnúsar hafi verið furðulegt sagði lögreglumaðurinn orðanotkun hans hafa verið furðulega. „Hann notaði þegar hann talaði um þetta að hann hafi verið að kýla hann og sparka þar til hann var viss um að hann væri búinn að yfirbuga hann. Eins og hann hafi viljað halda áfram þar til hinn var alveg úr leik. Ekki beint eins og hann sæi eitthvað eftir þessu,“ sagði lögreglumaðurinn. Áfram hélt Bjarni, lögmaður Magnúsar, að spyrja um þetta samtal í fangaklefanum sem hann vildi meina að væri meir eins og yfirheyrsla. Furðulega slakur Hinn ófaglærði lögreglumaðurinn sem sat yfir honum í klefanum hafði svipaða sögu að segja um atburðarásina. Hann staðfesti að í bílnum á leiðinni á lögreglustöðina hafi Magnúsi verið gert grein fyrir að hann hefði stöðu sakbornings, sem var þá í minnsta kosti í annað skiptið sem það var gert. Yfirmaður lögreglumannanna hafði fyrr um daginn gefið skýrslu fyrir dómi og sagt að Magnús hafi verið furðulega slakur. Honum hafi ekki þótt það eðlilegt. Einn annar lögreglumaður, sem sá um fyrstu yfirheyrslu yfir Magnúsi, sagði að Magnús hafi virst allsgáður og að hans framburður hafi að mestu leyti verið mjög skýr. Engin fyrirstaða hafi verið fyrir því að taka af honum skýrslu um kvöldið.
Manndráp í Barðavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira