Magnús furðulega rólegur miðað við aðstæður Bjarki Sigurðsson skrifar 29. mars 2023 22:01 Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari og Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður við aðalmeðferð málsins í dag. Vísir/Vilhelm Fjöldi lögreglumanna gaf vitnisburð sinn fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag í máli saksóknara gegn Magnúsi Aroni Magnússyni sem grunaður er um að hafa drepið nágranna sinn í júní á síðasta ári. Sammæltust þeir flestir um það að Magnús hafi virst of rólegur miðað við aðstæður. Í dag hófst aðalmeðferð í máli gegn Magnúsi Aroni en hann er ákærður fyrir að hafa veist að Gylfa Bergmann Heimissyni með þeim afleiðingum að hinn síðarnefndi lést. Eftir að Magnús sjálfur og nokkrir nágranna hans höfðu gefið skýrslu fyrir dómi var komið að lögreglumönnum sem komu að málinu. Lögreglukona sem var hluti af því teymi sem mætti fyrst á staðinn lýsti því hvernig Magnús tók á móti þeim alblóðugur og tjáði þeim að maður hafi ráðist á sig. Hann hafi rotað hann og benti á kerru sem var á malarplani fyrir framan húsið. Bak við kerruna fundu lögreglumenn Gylfa meðvitundarlausan. Könnuð voru lífsmörk á manninum en þau voru ekki til staðar. Tók lögreglukonan eftir því að hann var illa farinn í framan. Fleiri lögreglumenn mættu þá á staðinn og voru endurlífgunartilraunir hafnar. Magnús var færður í handjárn og síðar fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Aðspurð hvernig Magnús hafi virkað á hana sagði hún hann hafa verið rólegan en virtist óútreiknanlegur. Fluttur í fangaklefa Lögreglumaðurinn sem var í sama teymi og konan sá um að sitja yfir Magnúsi á meðan lífsmörk Gylfa voru könnuð. Hann passaði að Magnús myndi ekki flýja og handjárnaði hann svo. Þá var honum kynnt að hann hefði stöðu sakbornings í málinu. Eftir komuna á Hverfisgötu voru teknar myndir af honum og hann færður í fangaklefa. Þar var klefinn opinn og tveir lögreglumenn, sem höfðu keyrt hann á stöðina, fengnir til að sitja yfir honum. Voru þeir báðir á þeim tíma ófaglærðir lögreglumenn. Kveikt var á búkmyndavélum þeirra á meðan þeir sátu yfir Magnúsi og spjölluðu þeir við hann. Þeir höfðu ekki fengið nein sérstök fyrirmæli um að spyrja hann ákveðinna spurninga eða neitt. „Við áttum að vera þarna með hann og til að stytta tímann vorum við að tala við hann. Ákváðum bara að sjá hvort hann vildi ræða málið. Við vorum búnir að kynna honum ítrekað að hann væri með stöðu sakbornings. Við vorum báðir að spyrja, átta okkur á því hvað var að gerast því við vissum ekki hvað gerðist. Vorum að tala bara við hann. Það var enginn búinn að fá fyrsta framburð hjá honum þannig við fórum bara að ræða við hann og hann útskýrði þetta fyrir okkur,“ sagði annar ófaglærðu lögreglumannanna fyrir dómi. Líkara yfirheyrslu Verjandi Magnúsar, Bjarni Hauksson, sagði að samtal lögreglumannanna við Magnús væri líkara yfirheyrslu. Honum hafi ekki verið bent á inni í klefanum að hann þyrfti ekki að svara spurningum og hann mætti vera með lögmann hjá sér þegar rætt væri um sakarefni. Aðspurður hvers vegna þeir hafi byrjað að ræða um sakarefnið sagði lögreglumaðurinn að oftast í svona málum sé lögreglumönnum kennt að reyna að fá einhvern framburð. Í þessu tilviki töldu þeir fínt að fá fyrsta framburð þar sem Magnús hafði ekki rætt málið. „Mig minnir að hann hafi verið rólegur miðað við. Mér fannst hann of rólegur miðað við hvernig útkallið hljómaði. Þegar ég kem er greinilega eitthvað búið að eiga sér stað, greinilega eitthvað í gangi. Þegar ég kem þá man ég eftir því að hann er með blóð í andlitinu en var rólegur yfir þessu. Í klefanum líka, alltaf mjög rólegur þegar hann er að útskýra hvað gerðist,“ sagði lögreglumaðurinn. Orðið „yfirbuga“ furðulegt Hann dró reyndar til baka það að hafa sagt Magnús hafa verið „of rólegan“ þar sem hann hafi ekki getað metið hvernig hann ætti að haga sér. Hann hafi ekki vitað á þeim tíma að Gylfi væri látinn. Aðspurður hvort eitthvað annað í fari Magnúsar hafi verið furðulegt sagði lögreglumaðurinn orðanotkun hans hafa verið furðulega. „Hann notaði þegar hann talaði um þetta að hann hafi verið að kýla hann og sparka þar til hann var viss um að hann væri búinn að yfirbuga hann. Eins og hann hafi viljað halda áfram þar til hinn var alveg úr leik. Ekki beint eins og hann sæi eitthvað eftir þessu,“ sagði lögreglumaðurinn. Áfram hélt Bjarni, lögmaður Magnúsar, að spyrja um þetta samtal í fangaklefanum sem hann vildi meina að væri meir eins og yfirheyrsla. Furðulega slakur Hinn ófaglærði lögreglumaðurinn sem sat yfir honum í klefanum hafði svipaða sögu að segja um atburðarásina. Hann staðfesti að í bílnum á leiðinni á lögreglustöðina hafi Magnúsi verið gert grein fyrir að hann hefði stöðu sakbornings, sem var þá í minnsta kosti í annað skiptið sem það var gert. Yfirmaður lögreglumannanna hafði fyrr um daginn gefið skýrslu fyrir dómi og sagt að Magnús hafi verið furðulega slakur. Honum hafi ekki þótt það eðlilegt. Einn annar lögreglumaður, sem sá um fyrstu yfirheyrslu yfir Magnúsi, sagði að Magnús hafi virst allsgáður og að hans framburður hafi að mestu leyti verið mjög skýr. Engin fyrirstaða hafi verið fyrir því að taka af honum skýrslu um kvöldið. Manndráp í Barðavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Í dag hófst aðalmeðferð í máli gegn Magnúsi Aroni en hann er ákærður fyrir að hafa veist að Gylfa Bergmann Heimissyni með þeim afleiðingum að hinn síðarnefndi lést. Eftir að Magnús sjálfur og nokkrir nágranna hans höfðu gefið skýrslu fyrir dómi var komið að lögreglumönnum sem komu að málinu. Lögreglukona sem var hluti af því teymi sem mætti fyrst á staðinn lýsti því hvernig Magnús tók á móti þeim alblóðugur og tjáði þeim að maður hafi ráðist á sig. Hann hafi rotað hann og benti á kerru sem var á malarplani fyrir framan húsið. Bak við kerruna fundu lögreglumenn Gylfa meðvitundarlausan. Könnuð voru lífsmörk á manninum en þau voru ekki til staðar. Tók lögreglukonan eftir því að hann var illa farinn í framan. Fleiri lögreglumenn mættu þá á staðinn og voru endurlífgunartilraunir hafnar. Magnús var færður í handjárn og síðar fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Aðspurð hvernig Magnús hafi virkað á hana sagði hún hann hafa verið rólegan en virtist óútreiknanlegur. Fluttur í fangaklefa Lögreglumaðurinn sem var í sama teymi og konan sá um að sitja yfir Magnúsi á meðan lífsmörk Gylfa voru könnuð. Hann passaði að Magnús myndi ekki flýja og handjárnaði hann svo. Þá var honum kynnt að hann hefði stöðu sakbornings í málinu. Eftir komuna á Hverfisgötu voru teknar myndir af honum og hann færður í fangaklefa. Þar var klefinn opinn og tveir lögreglumenn, sem höfðu keyrt hann á stöðina, fengnir til að sitja yfir honum. Voru þeir báðir á þeim tíma ófaglærðir lögreglumenn. Kveikt var á búkmyndavélum þeirra á meðan þeir sátu yfir Magnúsi og spjölluðu þeir við hann. Þeir höfðu ekki fengið nein sérstök fyrirmæli um að spyrja hann ákveðinna spurninga eða neitt. „Við áttum að vera þarna með hann og til að stytta tímann vorum við að tala við hann. Ákváðum bara að sjá hvort hann vildi ræða málið. Við vorum búnir að kynna honum ítrekað að hann væri með stöðu sakbornings. Við vorum báðir að spyrja, átta okkur á því hvað var að gerast því við vissum ekki hvað gerðist. Vorum að tala bara við hann. Það var enginn búinn að fá fyrsta framburð hjá honum þannig við fórum bara að ræða við hann og hann útskýrði þetta fyrir okkur,“ sagði annar ófaglærðu lögreglumannanna fyrir dómi. Líkara yfirheyrslu Verjandi Magnúsar, Bjarni Hauksson, sagði að samtal lögreglumannanna við Magnús væri líkara yfirheyrslu. Honum hafi ekki verið bent á inni í klefanum að hann þyrfti ekki að svara spurningum og hann mætti vera með lögmann hjá sér þegar rætt væri um sakarefni. Aðspurður hvers vegna þeir hafi byrjað að ræða um sakarefnið sagði lögreglumaðurinn að oftast í svona málum sé lögreglumönnum kennt að reyna að fá einhvern framburð. Í þessu tilviki töldu þeir fínt að fá fyrsta framburð þar sem Magnús hafði ekki rætt málið. „Mig minnir að hann hafi verið rólegur miðað við. Mér fannst hann of rólegur miðað við hvernig útkallið hljómaði. Þegar ég kem er greinilega eitthvað búið að eiga sér stað, greinilega eitthvað í gangi. Þegar ég kem þá man ég eftir því að hann er með blóð í andlitinu en var rólegur yfir þessu. Í klefanum líka, alltaf mjög rólegur þegar hann er að útskýra hvað gerðist,“ sagði lögreglumaðurinn. Orðið „yfirbuga“ furðulegt Hann dró reyndar til baka það að hafa sagt Magnús hafa verið „of rólegan“ þar sem hann hafi ekki getað metið hvernig hann ætti að haga sér. Hann hafi ekki vitað á þeim tíma að Gylfi væri látinn. Aðspurður hvort eitthvað annað í fari Magnúsar hafi verið furðulegt sagði lögreglumaðurinn orðanotkun hans hafa verið furðulega. „Hann notaði þegar hann talaði um þetta að hann hafi verið að kýla hann og sparka þar til hann var viss um að hann væri búinn að yfirbuga hann. Eins og hann hafi viljað halda áfram þar til hinn var alveg úr leik. Ekki beint eins og hann sæi eitthvað eftir þessu,“ sagði lögreglumaðurinn. Áfram hélt Bjarni, lögmaður Magnúsar, að spyrja um þetta samtal í fangaklefanum sem hann vildi meina að væri meir eins og yfirheyrsla. Furðulega slakur Hinn ófaglærði lögreglumaðurinn sem sat yfir honum í klefanum hafði svipaða sögu að segja um atburðarásina. Hann staðfesti að í bílnum á leiðinni á lögreglustöðina hafi Magnúsi verið gert grein fyrir að hann hefði stöðu sakbornings, sem var þá í minnsta kosti í annað skiptið sem það var gert. Yfirmaður lögreglumannanna hafði fyrr um daginn gefið skýrslu fyrir dómi og sagt að Magnús hafi verið furðulega slakur. Honum hafi ekki þótt það eðlilegt. Einn annar lögreglumaður, sem sá um fyrstu yfirheyrslu yfir Magnúsi, sagði að Magnús hafi virst allsgáður og að hans framburður hafi að mestu leyti verið mjög skýr. Engin fyrirstaða hafi verið fyrir því að taka af honum skýrslu um kvöldið.
Manndráp í Barðavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira