Stærsta Reykjavíkurskákmót sögunnar hefst í dag Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2023 11:59 Magnús Carlsen heimsmeistari í skák mætti á Fischer slembiskákmótið í Reykjavík í fyrra þegar þess var minnst að 50 ár voru liðin frá einvígi aldarinnar milli Fischers og Boris Spasky í Laugardalshöll árið 1972.Magnús mætir ekki að þessu sinni og þykir Úkraínumaðurinn Vasyl Ivanchuk sigurstranglegastur á Reykjavíkurskákmótinu. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri tekið þátt í Reykjavíkurskákmótinu og nú en það verður sett eftir hádegi í dag. Forseti Skáksambands Íslands segir sprengingu hafa átt sér stað í skákáhuga í heiminum og Reykjavíkurskákmótið sé með þekktustu og sterkustu skákmótum heims. Reykjavíkurskákmótið verður sett í Hörpu klukkan þrjú í dag þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leikur fyrsta leik mótsins sem stendur yfir í viku. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir metfjölda karla og kvenna taka þátt í mótinu að þessu sinni. „Mér sýnist samkvæmt nýjustu tölum að þetta verði yfir fjögur hundruð þátttakendur. Fyrra met var 272 þannig að þetta eru ótrúlegar tölur.“ Gunnar Björnsson segir Reykjavíkurskákmótið með virtari og þekktustu opnu skákmótum heimsins.Stöð 2/Arnar Hvað skýrir þennan mikla áhuga á Reykjavíkurskákmótinu? „Ísland er náttúrlega vinsælt. Svo hjálpar afmælishátíðin í fyrra (þegar 50 ár voru liðin frá einvígi aldarinnar). En svo er skáksprengja í gangi í heiminum. Það er gríðarlegur áhugi á skák í heiminum. Hefur bara aukist jafnt og þétt undanfarna mánuði,“ segir Gunnar. Íslendingar eru fjölmennastir á mótinu með 85 keppendur en Þjóðverjar fjölmennastir erlendra gesta með 60 skákmenn. Keppendur koma frá 47 ríkjum, þeirra á meðal Kasakstan, Singapore, Ástralíu og Sri Lanka. Gunnar segir að reikna megi með um fjögur þúsund gistinóttum á hótelum borgarinnar vegna mótsins. Reykjavíkurskákmótið, sem fyrst var haldið árið 1964, hafi sterka stöðu í skákheiminum. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem setur Reykjavíkurskákmótið með því að leika fyrsta leikinn í dag.aðsend „Reykjavíkurskákmótið er eitt stærsta opna skákmótið í heiminum. Ég myndi setja það á topp þrjú og jafnvel ofar. Þetta þykir eitt merkilegasta og flottasta mótið og eitt það sögufrægasta.“ Og aldrei fleiri stórmeistarar en núna? „Nei, þrjátíu og fjórir. Það slagar upp í að vera 10 prósent keppenda sem er býsna gott,“ segir forseti Skáksambands Íslands. Sex þeirra eru íslenskir, þeirra á meðal nýjasti íslenski stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson og Lenka Ptácníková stórmeistari kvenna. Stigahæstur keppenda er úkraínska goðsögnin Vasyl Ivanchuk og af öðrum sterkum má nefna Svíann Nils Grandelius og Aryan Tari frá Noregi. Gunnar segir Ivanchuk sigurstranglegastan þótt óvænt tíðindi geti alltaf gerst. Mótinu lýkur þriðjudaginn 4. apríl. Reykjavíkurskákmótið Skák Reykjavík Tengdar fréttir Vignir sextándi stórmeistari Íslands: „Þurfti eitthvað rugl á borðið“ „Ég er í skýjunum. Maður er búinn að bíða eftir þessum degi nánast frá 2010. Þetta er draumurinn,“ segir hinn tvítugi Vignir Vatnar Stefánsson sem í dag varð sextándi stórmeistari Íslands í skák. 22. mars 2023 14:01 Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40 Einvígi aldarinnar 50 ára – Afmælinu fagnað í Vík í Mýrdal Kötlusetur í Vík í Mýrdal mun fagna því á morgun, 9. júlí að 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar í skák með skáksýningu og hraðskákmóti í setrinu. 8. júlí 2022 11:15 Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Reykjavíkurskákmótið verður sett í Hörpu klukkan þrjú í dag þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leikur fyrsta leik mótsins sem stendur yfir í viku. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir metfjölda karla og kvenna taka þátt í mótinu að þessu sinni. „Mér sýnist samkvæmt nýjustu tölum að þetta verði yfir fjögur hundruð þátttakendur. Fyrra met var 272 þannig að þetta eru ótrúlegar tölur.“ Gunnar Björnsson segir Reykjavíkurskákmótið með virtari og þekktustu opnu skákmótum heimsins.Stöð 2/Arnar Hvað skýrir þennan mikla áhuga á Reykjavíkurskákmótinu? „Ísland er náttúrlega vinsælt. Svo hjálpar afmælishátíðin í fyrra (þegar 50 ár voru liðin frá einvígi aldarinnar). En svo er skáksprengja í gangi í heiminum. Það er gríðarlegur áhugi á skák í heiminum. Hefur bara aukist jafnt og þétt undanfarna mánuði,“ segir Gunnar. Íslendingar eru fjölmennastir á mótinu með 85 keppendur en Þjóðverjar fjölmennastir erlendra gesta með 60 skákmenn. Keppendur koma frá 47 ríkjum, þeirra á meðal Kasakstan, Singapore, Ástralíu og Sri Lanka. Gunnar segir að reikna megi með um fjögur þúsund gistinóttum á hótelum borgarinnar vegna mótsins. Reykjavíkurskákmótið, sem fyrst var haldið árið 1964, hafi sterka stöðu í skákheiminum. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem setur Reykjavíkurskákmótið með því að leika fyrsta leikinn í dag.aðsend „Reykjavíkurskákmótið er eitt stærsta opna skákmótið í heiminum. Ég myndi setja það á topp þrjú og jafnvel ofar. Þetta þykir eitt merkilegasta og flottasta mótið og eitt það sögufrægasta.“ Og aldrei fleiri stórmeistarar en núna? „Nei, þrjátíu og fjórir. Það slagar upp í að vera 10 prósent keppenda sem er býsna gott,“ segir forseti Skáksambands Íslands. Sex þeirra eru íslenskir, þeirra á meðal nýjasti íslenski stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson og Lenka Ptácníková stórmeistari kvenna. Stigahæstur keppenda er úkraínska goðsögnin Vasyl Ivanchuk og af öðrum sterkum má nefna Svíann Nils Grandelius og Aryan Tari frá Noregi. Gunnar segir Ivanchuk sigurstranglegastan þótt óvænt tíðindi geti alltaf gerst. Mótinu lýkur þriðjudaginn 4. apríl.
Reykjavíkurskákmótið Skák Reykjavík Tengdar fréttir Vignir sextándi stórmeistari Íslands: „Þurfti eitthvað rugl á borðið“ „Ég er í skýjunum. Maður er búinn að bíða eftir þessum degi nánast frá 2010. Þetta er draumurinn,“ segir hinn tvítugi Vignir Vatnar Stefánsson sem í dag varð sextándi stórmeistari Íslands í skák. 22. mars 2023 14:01 Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40 Einvígi aldarinnar 50 ára – Afmælinu fagnað í Vík í Mýrdal Kötlusetur í Vík í Mýrdal mun fagna því á morgun, 9. júlí að 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar í skák með skáksýningu og hraðskákmóti í setrinu. 8. júlí 2022 11:15 Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vignir sextándi stórmeistari Íslands: „Þurfti eitthvað rugl á borðið“ „Ég er í skýjunum. Maður er búinn að bíða eftir þessum degi nánast frá 2010. Þetta er draumurinn,“ segir hinn tvítugi Vignir Vatnar Stefánsson sem í dag varð sextándi stórmeistari Íslands í skák. 22. mars 2023 14:01
Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40
Einvígi aldarinnar 50 ára – Afmælinu fagnað í Vík í Mýrdal Kötlusetur í Vík í Mýrdal mun fagna því á morgun, 9. júlí að 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar í skák með skáksýningu og hraðskákmóti í setrinu. 8. júlí 2022 11:15
Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30