Stærsta Reykjavíkurskákmót sögunnar hefst í dag Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2023 11:59 Magnús Carlsen heimsmeistari í skák mætti á Fischer slembiskákmótið í Reykjavík í fyrra þegar þess var minnst að 50 ár voru liðin frá einvígi aldarinnar milli Fischers og Boris Spasky í Laugardalshöll árið 1972.Magnús mætir ekki að þessu sinni og þykir Úkraínumaðurinn Vasyl Ivanchuk sigurstranglegastur á Reykjavíkurskákmótinu. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri tekið þátt í Reykjavíkurskákmótinu og nú en það verður sett eftir hádegi í dag. Forseti Skáksambands Íslands segir sprengingu hafa átt sér stað í skákáhuga í heiminum og Reykjavíkurskákmótið sé með þekktustu og sterkustu skákmótum heims. Reykjavíkurskákmótið verður sett í Hörpu klukkan þrjú í dag þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leikur fyrsta leik mótsins sem stendur yfir í viku. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir metfjölda karla og kvenna taka þátt í mótinu að þessu sinni. „Mér sýnist samkvæmt nýjustu tölum að þetta verði yfir fjögur hundruð þátttakendur. Fyrra met var 272 þannig að þetta eru ótrúlegar tölur.“ Gunnar Björnsson segir Reykjavíkurskákmótið með virtari og þekktustu opnu skákmótum heimsins.Stöð 2/Arnar Hvað skýrir þennan mikla áhuga á Reykjavíkurskákmótinu? „Ísland er náttúrlega vinsælt. Svo hjálpar afmælishátíðin í fyrra (þegar 50 ár voru liðin frá einvígi aldarinnar). En svo er skáksprengja í gangi í heiminum. Það er gríðarlegur áhugi á skák í heiminum. Hefur bara aukist jafnt og þétt undanfarna mánuði,“ segir Gunnar. Íslendingar eru fjölmennastir á mótinu með 85 keppendur en Þjóðverjar fjölmennastir erlendra gesta með 60 skákmenn. Keppendur koma frá 47 ríkjum, þeirra á meðal Kasakstan, Singapore, Ástralíu og Sri Lanka. Gunnar segir að reikna megi með um fjögur þúsund gistinóttum á hótelum borgarinnar vegna mótsins. Reykjavíkurskákmótið, sem fyrst var haldið árið 1964, hafi sterka stöðu í skákheiminum. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem setur Reykjavíkurskákmótið með því að leika fyrsta leikinn í dag.aðsend „Reykjavíkurskákmótið er eitt stærsta opna skákmótið í heiminum. Ég myndi setja það á topp þrjú og jafnvel ofar. Þetta þykir eitt merkilegasta og flottasta mótið og eitt það sögufrægasta.“ Og aldrei fleiri stórmeistarar en núna? „Nei, þrjátíu og fjórir. Það slagar upp í að vera 10 prósent keppenda sem er býsna gott,“ segir forseti Skáksambands Íslands. Sex þeirra eru íslenskir, þeirra á meðal nýjasti íslenski stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson og Lenka Ptácníková stórmeistari kvenna. Stigahæstur keppenda er úkraínska goðsögnin Vasyl Ivanchuk og af öðrum sterkum má nefna Svíann Nils Grandelius og Aryan Tari frá Noregi. Gunnar segir Ivanchuk sigurstranglegastan þótt óvænt tíðindi geti alltaf gerst. Mótinu lýkur þriðjudaginn 4. apríl. Reykjavíkurskákmótið Skák Reykjavík Tengdar fréttir Vignir sextándi stórmeistari Íslands: „Þurfti eitthvað rugl á borðið“ „Ég er í skýjunum. Maður er búinn að bíða eftir þessum degi nánast frá 2010. Þetta er draumurinn,“ segir hinn tvítugi Vignir Vatnar Stefánsson sem í dag varð sextándi stórmeistari Íslands í skák. 22. mars 2023 14:01 Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40 Einvígi aldarinnar 50 ára – Afmælinu fagnað í Vík í Mýrdal Kötlusetur í Vík í Mýrdal mun fagna því á morgun, 9. júlí að 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar í skák með skáksýningu og hraðskákmóti í setrinu. 8. júlí 2022 11:15 Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Reykjavíkurskákmótið verður sett í Hörpu klukkan þrjú í dag þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leikur fyrsta leik mótsins sem stendur yfir í viku. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir metfjölda karla og kvenna taka þátt í mótinu að þessu sinni. „Mér sýnist samkvæmt nýjustu tölum að þetta verði yfir fjögur hundruð þátttakendur. Fyrra met var 272 þannig að þetta eru ótrúlegar tölur.“ Gunnar Björnsson segir Reykjavíkurskákmótið með virtari og þekktustu opnu skákmótum heimsins.Stöð 2/Arnar Hvað skýrir þennan mikla áhuga á Reykjavíkurskákmótinu? „Ísland er náttúrlega vinsælt. Svo hjálpar afmælishátíðin í fyrra (þegar 50 ár voru liðin frá einvígi aldarinnar). En svo er skáksprengja í gangi í heiminum. Það er gríðarlegur áhugi á skák í heiminum. Hefur bara aukist jafnt og þétt undanfarna mánuði,“ segir Gunnar. Íslendingar eru fjölmennastir á mótinu með 85 keppendur en Þjóðverjar fjölmennastir erlendra gesta með 60 skákmenn. Keppendur koma frá 47 ríkjum, þeirra á meðal Kasakstan, Singapore, Ástralíu og Sri Lanka. Gunnar segir að reikna megi með um fjögur þúsund gistinóttum á hótelum borgarinnar vegna mótsins. Reykjavíkurskákmótið, sem fyrst var haldið árið 1964, hafi sterka stöðu í skákheiminum. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem setur Reykjavíkurskákmótið með því að leika fyrsta leikinn í dag.aðsend „Reykjavíkurskákmótið er eitt stærsta opna skákmótið í heiminum. Ég myndi setja það á topp þrjú og jafnvel ofar. Þetta þykir eitt merkilegasta og flottasta mótið og eitt það sögufrægasta.“ Og aldrei fleiri stórmeistarar en núna? „Nei, þrjátíu og fjórir. Það slagar upp í að vera 10 prósent keppenda sem er býsna gott,“ segir forseti Skáksambands Íslands. Sex þeirra eru íslenskir, þeirra á meðal nýjasti íslenski stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson og Lenka Ptácníková stórmeistari kvenna. Stigahæstur keppenda er úkraínska goðsögnin Vasyl Ivanchuk og af öðrum sterkum má nefna Svíann Nils Grandelius og Aryan Tari frá Noregi. Gunnar segir Ivanchuk sigurstranglegastan þótt óvænt tíðindi geti alltaf gerst. Mótinu lýkur þriðjudaginn 4. apríl.
Reykjavíkurskákmótið Skák Reykjavík Tengdar fréttir Vignir sextándi stórmeistari Íslands: „Þurfti eitthvað rugl á borðið“ „Ég er í skýjunum. Maður er búinn að bíða eftir þessum degi nánast frá 2010. Þetta er draumurinn,“ segir hinn tvítugi Vignir Vatnar Stefánsson sem í dag varð sextándi stórmeistari Íslands í skák. 22. mars 2023 14:01 Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40 Einvígi aldarinnar 50 ára – Afmælinu fagnað í Vík í Mýrdal Kötlusetur í Vík í Mýrdal mun fagna því á morgun, 9. júlí að 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar í skák með skáksýningu og hraðskákmóti í setrinu. 8. júlí 2022 11:15 Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Vignir sextándi stórmeistari Íslands: „Þurfti eitthvað rugl á borðið“ „Ég er í skýjunum. Maður er búinn að bíða eftir þessum degi nánast frá 2010. Þetta er draumurinn,“ segir hinn tvítugi Vignir Vatnar Stefánsson sem í dag varð sextándi stórmeistari Íslands í skák. 22. mars 2023 14:01
Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40
Einvígi aldarinnar 50 ára – Afmælinu fagnað í Vík í Mýrdal Kötlusetur í Vík í Mýrdal mun fagna því á morgun, 9. júlí að 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar í skák með skáksýningu og hraðskákmóti í setrinu. 8. júlí 2022 11:15
Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30