Hamarshöllin – áfram gakk Sandra Sigurðardóttir skrifar 27. mars 2023 15:31 Uppbygging Hamarshallarinnar Síðustu mánuði hefur farið gríðarlega mikill tími í undirbúningsvinnu fyrir uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ófáir fundir, símtöl, grúsk í gögnum, rökræða, útreikningar, samtöl við marga sérfræðinga og svona gæti ég áfram talið fram á morgun. Allt þetta var til þess eins að finna bestu lausnina á varanlegu íþróttamannvirki fyrir íbúa Hveragerðisbæjar sem stenst kröfur nútímans á sem hagstæðastan og skynsamlegastan máta til lengri tíma litið. Niðurstaðan var óneitanlega gleðileg þegar hægt var að setja í loftið útboðsgögn, niðurstaðan var alútboð Hamarshallarinnar. Frá því að útboðið fór í loftið hefur verið fiðrildi í maga og beðið í von og óvon hvort einhverjir aðilar myndu sýna þessu verki áhuga, en síðast en ekki síst, skila inn hagstæðu tilboði til Hveragerðisbæjar. Í árferði sem þessu þar sem verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan 2009, fasteignamarkaðurinn hefur kólnað hressilega og verðlagshækkanir í samfélaginu þá er þetta óneitanlega slæmur tími til þess að þurfa að fara í fjárfestingar af þessari stærðargráðu. Alútboðsgögn bárust frá fjórum aðilum Tilboðsfresturinn rann út þann 9. mars sl. og fjórum tilboðum var skilað inn. Matshópur var skipaður af fimm sérfræðingum sem tóku til starfa og hafði hópurinn tvær vikur til að fara yfir gögnin. Áður en matshópurinn hóf störf voru viðmið og reglur settar fram hvernig skyldi meta tilboðin, til að tryggja lögmæti og að jafnræði væri gætt milli allra tilboðsgjafa. Tilboðunum voru gefnar einkunnir og giltu þær 20% hvað hönnun og útfærslu varðar og 80% útfrá tilboðsverðinu. Eitt tilboð var metið svo að ekki lægu fyrir fullnægjandi gögn og voru því einungis þrjú tilboð sem komu til greina. Umslögin með verðinu voru svo opnuð þann 23. mars og þá voru vonbrigðin mikil. Vonbrigði gærdagsins Eins og þeir sem hafa gluggað í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2023 og áætlun næstu þriggja ára ásamt þeim sem hafa fylgst með pólitískri umræðu þá voru áætlaðar 800 milljónir á árunum 2023 og 2024 og 200 milljónir til viðbótar árið 2025 í Hamarshöllina. Þessar fjárhæðir sem þar voru settar fram voru samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga bæjarins, sem þeir sóttu í gagnagrunn um raunverð í byggingariðnaði á Íslandi í dag, og áttu að duga til að klára fyrstu tvo fasa í uppbyggingu Hamarshallarinnar. Þegar tilboðin voru opnuð kemur í ljós að þessi upphæð dugar alls ekki til. Næstu skref Næstu dagar verða nýttir vel í að fara yfir stöðuna með lögfræðingum og verkfræðingum bæjarins, meta stöðuna og sjá hvaða leiðir okkur eru færar. Við munum leita allra leiða til að reyna að tryggja að sem minnstar tafir verði á uppbyggingu Hamarshallarinnar en fyrst og fremst að tryggja það að fjárhagsáætlunin sem samþykkt var í bæjarstjórn í seinni umræðu þann 8. desember sl. gangi eftir. Það er okkur kappsmál að skuldsetja ekki bæinn okkar frekar en lagt hefur verið upp með og tryggja það, líkt og áætlunin gerir ráð fyrir, að skuldastaða á íbúa lækki aftur árið 2025 sem og að vera innan gildandi reglna og viðmiða frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hveragerði og oddviti Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Hamar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Uppbygging Hamarshallarinnar Síðustu mánuði hefur farið gríðarlega mikill tími í undirbúningsvinnu fyrir uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ófáir fundir, símtöl, grúsk í gögnum, rökræða, útreikningar, samtöl við marga sérfræðinga og svona gæti ég áfram talið fram á morgun. Allt þetta var til þess eins að finna bestu lausnina á varanlegu íþróttamannvirki fyrir íbúa Hveragerðisbæjar sem stenst kröfur nútímans á sem hagstæðastan og skynsamlegastan máta til lengri tíma litið. Niðurstaðan var óneitanlega gleðileg þegar hægt var að setja í loftið útboðsgögn, niðurstaðan var alútboð Hamarshallarinnar. Frá því að útboðið fór í loftið hefur verið fiðrildi í maga og beðið í von og óvon hvort einhverjir aðilar myndu sýna þessu verki áhuga, en síðast en ekki síst, skila inn hagstæðu tilboði til Hveragerðisbæjar. Í árferði sem þessu þar sem verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan 2009, fasteignamarkaðurinn hefur kólnað hressilega og verðlagshækkanir í samfélaginu þá er þetta óneitanlega slæmur tími til þess að þurfa að fara í fjárfestingar af þessari stærðargráðu. Alútboðsgögn bárust frá fjórum aðilum Tilboðsfresturinn rann út þann 9. mars sl. og fjórum tilboðum var skilað inn. Matshópur var skipaður af fimm sérfræðingum sem tóku til starfa og hafði hópurinn tvær vikur til að fara yfir gögnin. Áður en matshópurinn hóf störf voru viðmið og reglur settar fram hvernig skyldi meta tilboðin, til að tryggja lögmæti og að jafnræði væri gætt milli allra tilboðsgjafa. Tilboðunum voru gefnar einkunnir og giltu þær 20% hvað hönnun og útfærslu varðar og 80% útfrá tilboðsverðinu. Eitt tilboð var metið svo að ekki lægu fyrir fullnægjandi gögn og voru því einungis þrjú tilboð sem komu til greina. Umslögin með verðinu voru svo opnuð þann 23. mars og þá voru vonbrigðin mikil. Vonbrigði gærdagsins Eins og þeir sem hafa gluggað í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2023 og áætlun næstu þriggja ára ásamt þeim sem hafa fylgst með pólitískri umræðu þá voru áætlaðar 800 milljónir á árunum 2023 og 2024 og 200 milljónir til viðbótar árið 2025 í Hamarshöllina. Þessar fjárhæðir sem þar voru settar fram voru samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga bæjarins, sem þeir sóttu í gagnagrunn um raunverð í byggingariðnaði á Íslandi í dag, og áttu að duga til að klára fyrstu tvo fasa í uppbyggingu Hamarshallarinnar. Þegar tilboðin voru opnuð kemur í ljós að þessi upphæð dugar alls ekki til. Næstu skref Næstu dagar verða nýttir vel í að fara yfir stöðuna með lögfræðingum og verkfræðingum bæjarins, meta stöðuna og sjá hvaða leiðir okkur eru færar. Við munum leita allra leiða til að reyna að tryggja að sem minnstar tafir verði á uppbyggingu Hamarshallarinnar en fyrst og fremst að tryggja það að fjárhagsáætlunin sem samþykkt var í bæjarstjórn í seinni umræðu þann 8. desember sl. gangi eftir. Það er okkur kappsmál að skuldsetja ekki bæinn okkar frekar en lagt hefur verið upp með og tryggja það, líkt og áætlunin gerir ráð fyrir, að skuldastaða á íbúa lækki aftur árið 2025 sem og að vera innan gildandi reglna og viðmiða frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hveragerði og oddviti Okkar Hveragerðis.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun