Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Elísabet Inga Sigurðardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. mars 2023 19:01 Anna Sigríður Pálsdóttir er yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvarinnar. egill aðalsteinsson Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá sjö ára dreng sem þarf að bíða í þrjú ár eftir að komast að í einhverfugreiningu. Biðin veldur móður hans áhyggjum þar sem greiningin myndi tryggja honum betri þjónustu. Samkvæmt nýjum tölum frá Geðheilsusmiðstöð barna hefur börnum sem bíða eftir einhverfu eða ADHD greiningu fjölgað hratt síðustu árin. Þau voru 669 í byrjun apríl árið 2021, árið síðar voru þau 759 en núna nærri tvöfalt fleiri eða 1381. Þá hafa það sem af er ári borist 300 nýjar tilvísanir sem þykir mikið. Geðheilsumiðstöðin sinnir greiningum barna á aldrinum sex til átján ára. Anna Sigríður Pálsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvarinnar segir erfitt að segja til um hvað skýri þessa aukningu en ein af skýringunum sé mögulega Covid. „Sum börn sem hefðu kannski ekki þurft þjónustu ef þau hefðu bara búið við reglu og rútínu eru komin í þörf fyrir miklu meira en fyrir Covid. Það er einn þáttur.“ Þurfa þjónustu sem fyrst Hún segir skipta máli að börnin fái þjónustu sem fyrst. „Börn þroskast mikið á stuttum tíma og það er alltaf talað um snemmtæka íhlutun og helst að byrja sem fyrst og ef að barnið er ekki að fá þjónustu sem fyrst þá er það bara að missa af vissum skrefum.“ Hún segir verið að þjálfa upp fleira fólk til að sinna greiningum en meira fjármagn þurfi svo hægt sé að vinna hraðar á biðlistunum. Hún segir nýleg lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna eiga að tryggja börnum þjónustu í skólum þó greining sé ekki komin. „Ef það er grunur um einhverfu eða einhverfulík einkenni þá á alltaf að búa til prógramm eins og um einhverfu væri að ræða.“ Foreldrar tilkynni sig til barnaverndar Þá eigi foreldrar rétt á að fá málstjóra eftir frumgreiningu samkvæmt lögunum en hann geti hjálpað þeim með að fá viðeigandi aðstoð. Hún segir marga foreldra bugaða og eiga erfitt með að bíða lengi eftir greiningu. „Ég dáist að fólki fyrir að standa í þessari baráttu en það geta allir leitað til Félagsþjónustunnar og fengið ráðgjafa þar og sumir hringja jafnvel í barnavernd og tilkynna sjálft sig af því það ræður ekki við stöðuna.“ Þá þurfi að skoða líka skólakerfið en sum börn passi hreinlega ekki inn í það eins og það er núna. „Svona aðstæður eins og til dæmis stórir bekkir. Maður sér aukinn fjölda af börnum úr því umhverfi sem er að koma inn.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Í fréttum okkar í gær sögðum við frá sjö ára dreng sem þarf að bíða í þrjú ár eftir að komast að í einhverfugreiningu. Biðin veldur móður hans áhyggjum þar sem greiningin myndi tryggja honum betri þjónustu. Samkvæmt nýjum tölum frá Geðheilsusmiðstöð barna hefur börnum sem bíða eftir einhverfu eða ADHD greiningu fjölgað hratt síðustu árin. Þau voru 669 í byrjun apríl árið 2021, árið síðar voru þau 759 en núna nærri tvöfalt fleiri eða 1381. Þá hafa það sem af er ári borist 300 nýjar tilvísanir sem þykir mikið. Geðheilsumiðstöðin sinnir greiningum barna á aldrinum sex til átján ára. Anna Sigríður Pálsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvarinnar segir erfitt að segja til um hvað skýri þessa aukningu en ein af skýringunum sé mögulega Covid. „Sum börn sem hefðu kannski ekki þurft þjónustu ef þau hefðu bara búið við reglu og rútínu eru komin í þörf fyrir miklu meira en fyrir Covid. Það er einn þáttur.“ Þurfa þjónustu sem fyrst Hún segir skipta máli að börnin fái þjónustu sem fyrst. „Börn þroskast mikið á stuttum tíma og það er alltaf talað um snemmtæka íhlutun og helst að byrja sem fyrst og ef að barnið er ekki að fá þjónustu sem fyrst þá er það bara að missa af vissum skrefum.“ Hún segir verið að þjálfa upp fleira fólk til að sinna greiningum en meira fjármagn þurfi svo hægt sé að vinna hraðar á biðlistunum. Hún segir nýleg lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna eiga að tryggja börnum þjónustu í skólum þó greining sé ekki komin. „Ef það er grunur um einhverfu eða einhverfulík einkenni þá á alltaf að búa til prógramm eins og um einhverfu væri að ræða.“ Foreldrar tilkynni sig til barnaverndar Þá eigi foreldrar rétt á að fá málstjóra eftir frumgreiningu samkvæmt lögunum en hann geti hjálpað þeim með að fá viðeigandi aðstoð. Hún segir marga foreldra bugaða og eiga erfitt með að bíða lengi eftir greiningu. „Ég dáist að fólki fyrir að standa í þessari baráttu en það geta allir leitað til Félagsþjónustunnar og fengið ráðgjafa þar og sumir hringja jafnvel í barnavernd og tilkynna sjálft sig af því það ræður ekki við stöðuna.“ Þá þurfi að skoða líka skólakerfið en sum börn passi hreinlega ekki inn í það eins og það er núna. „Svona aðstæður eins og til dæmis stórir bekkir. Maður sér aukinn fjölda af börnum úr því umhverfi sem er að koma inn.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira